Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Í mótþróa gegn sjálfum sér

Ljóða­bók­in Álf­heim­ar eft­ir Brynj­ar Jó­hann­es­son fjall­ar um tíma­bil­ið þeg­ar þú ert orð­inn full­orð­inn en finnst það kannski ekki al­veg sjálf­ur.

Bók

Álf­heim­ar

Höfundur Brynjar Jóhannesson
Benedikt bókaútgáfa
64 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Álfheimar er ljóðabók sem ég var að gefa út sem fjallar um ákveðið tímabil í mínu lífi en kannski í víðara samhengi, lífi margra,“ segir rithöfundurinn Brynjar Jóhannesson. „Þetta er tímabilið sem fólk hefur verið að upplifa sem ákveðið nýtt millibilsástand þar sem fólk er orðið fullorðið en finnst það einhvern veginn ekki vera orðið fullorðið, það býr, eins og ég bjó, með vinum sínum. Það var tímaleysisástand þar sem maður hafði ekki neina beina stefnu en var samt rosalega mikið í núinu og mikið inni í sér og pínu að uppgötva sjálfan sig og heiminn sem fullorðin manneskja.“ 

Hann segir að Álfheimar sé líka bók sem er skrifuð um og í miklum mótþróa. „Mótþrói gegn sjálfhjálp sem hún er samt stöðugt að iðka. Þetta er mótþrói gegn sjálfum sér. Hún er um það að vera alltaf að pota í sig með ákveðna galla, og er að reyna að bæta sig en í mótþróa gegn því.“

Skáldaferð til Ísafjarðar

Elsta ljóðið er skrifað í skáldaferð um vorið 2018. „Ég var í meistaranámi í ritlist í Háskóla Íslands og það var farin skáldaferð til Ísafjarðar, þar sem við vorum í eins konar læri yfir helgi hjá Eiríki Erni Norðdahl.

Ljóðið verður þannig til að ég var frekar þunnur uppi í koju á gistiheimili og við höfðum fengið verkefnið að skrifa lygasögu. Ljóðið heitir Ég er ekki alki. Það var kannski mótþróakennd leið til að tækla þetta því þetta var mín tilraun til að skrifa ljóð sem væri uppfullt af lygum án þess að ljúga beint á neinn hátt eða þannig.

Upp frá því fór ég að vinna það ljóð sem skiptist á sjónarnafninu ég eða persónufornafninu ég og við, þar sem ég-ið er oft í mótsögn með hópnum sem það tilheyrir. Ég fór að vinna að handriti út frá þeirri pælingu. Svo þróaðist það. Það var lengi með vinnutitilinn Lufsutestamentið, sem er vísun í Ísak Harðarson sem var með Ræflatestamentið, en það þróaðist í aðeins aðrar áttir frá þeim vinnutitli. En í bókinni hafa ljóðin ekki titla, þau renna inn í hvert annað.“

Algjör þögn í tvær vikur eftir útgáfu

„Tilfinningin að gefa út bók er smá fyndið ferðalag. Það var útgáfuhóf og slatti af fólki kom og keypti bókina. Svo var maður í bara algjörri þögn í svona tvær vikur þar sem maður var í efa um að einhver hefði lesið þetta. Maður var að bíða rftir að fá eitthvað til baka, einhvers konar endurgjöf. En svo fór hún að streyma til mín, fólk var að senda mér skilaboð um hvernig það hefði fílað bókina, og fá aðeins umfjallanir. Og ég er bókaður á upplestra. Það er að koma. Þetta er farið að vera alveg raunverulegt að hún er komin út og hún er til og er þarna.“

Best að hafa nægan tíma 

„Þegar ég er að skrifa finnst mér best að hafa nógan tíma, sérstaklega tíma sem er ekki of niðurnegldur. Ég á mjög erfitt til dæmis ef ég á að mæta eitthvert klukkan þrjú, þá finnst mér erfitt að vinna frá tólf til tvö. Mér finnst mjög gott að hafa þennan tíma og pláss, sem þarf ekki að vera mikið pláss en það þarf samt að vera pláss þar sem maður er ekki truflaður. Það er ekki verið að kalla eftir athygli manns. Fyrst og fremst skiptir mestu máli að vera að vinna í einhverju, það gerist ekkert ef maður er ekki aktívt að vinna, maður fær engar hugmyndir ef maður er ekki byrjaður eða að fara af stað.

Bókin er byggð upp af tveimur þráðum sem tvinnast saman. Það er annars vegar tal um okkur, og það er ákveðinn hópur sem að ljóðmælandinn tilheyrir, og svo er það þú þar sem ljóðmælandinn er að ávarpa sjálfan sig og er ekki endilega alltaf rosalega vinveittur sér. Ég ætla að lesa ljóð sem sýna fram á hvernig það virkar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár