Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Forsetinn gagnrýnir þingmenn vegna stjórnarskrárinnar

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti lýsti von­brigð­um með að þing­mönn­um hefði ekki tek­ist að klára breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hafði lagt áherslu á sátt á þingi, en ekk­ert varð úr um­bót­um á stjórn­ar­skrá.

„Þess í stað réðust örlög stjórnarskrárfrumvarps í einhverju nefndarherbergi hér handan Austurvallar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í ræðu sinni við upphaf þingsetningar rétt í þessu, nú tæpum tveimur mánuðum eftir alþingiskosningar.

Guðni ávarpaði sérstaklega í ræðu sinni að hann hefði fyrir ári síðan lýst „þeirri von að unnt yrði að taka hófsamar tillögur að breytingu stjórnarskrár til efnislegrar afgreiðslu og leiða umræður til lykta í þessum sal“.

„Svo fór ekki,“ bætti hann við.

„Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands, rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákveða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu, auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar,“ sagði Guðni.

Að lokum virtist Guðni vísa til þess að stjórnarskráin gæfi ekki sem besta leiðsögn um hvernig taka bæri á lögmæti kosninga. „Verkefni hér næstu daga benda líka til þess að í fleira megi rýna í þessum efnum.“

Þingmenn munu sjálfir greiða atkvæði um hvort þeir telji kosninguna lögmæta, sömu kosningu og þeir voru sjálfir kjörnir í.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 var samþykkt að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarsrká. Stjórnarskráin kveður hins vegar á um að Alþingi þurfi að samþykkja stjórnarskrá. Það hefur ekki gengið eftir. Þá var kveðið á um það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að vinnu með stjórnarskrána yrði haldið áfram á því kjörtímabili sem nú er lokið. Svo fór að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra náði ekki sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagði ein flokksformanna fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar í janúar síðastliðnum.

Hún kvaðst þá bjartsýn á að ná fram breytingunum. „Ég vona að umræðan í þinginu verði til þess allavega að leiða fram aukna samstöðu um þessi mál,“ sagði hún í samtali við RÚV. Enn hefur ekki verið kynntur nýr stjórnarsáttmáli og því ekki ljóst hvort þar skapist þingmeirihluti um breytingarnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    þessir trúðar hafa ekkert umboð til eins né neins enda patt úr í skurði . . . ég lýsi þennan gjörning ólögmætann . . .
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Svei þeirri pólitík í stjórnarskrármálinu sem ræður för og lætur stjórnast af öðrum hagsmunum en þjóðarinnar.
    0
  • Íslenska spillingin er sannarlega varin af þingbófum Alþingis.

    Engar breytingar eru leyfðar á gömlu Grtánu af íslensku Mafíunni...lesist útgerðarmafíunni og leppum þeirra í Kerfinu.

    Veljum því sjálfstæðisflokkinn XD ...spillingin er góð.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Er kall greyið örlítið að hysja uppum sig buxurnar, hélt kanski að hann væri að hjálpa fjölþreifna bílstjóranum að bóna bíllin.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár