Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Forsetinn gagnrýnir þingmenn vegna stjórnarskrárinnar

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti lýsti von­brigð­um með að þing­mönn­um hefði ekki tek­ist að klára breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hafði lagt áherslu á sátt á þingi, en ekk­ert varð úr um­bót­um á stjórn­ar­skrá.

„Þess í stað réðust örlög stjórnarskrárfrumvarps í einhverju nefndarherbergi hér handan Austurvallar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í ræðu sinni við upphaf þingsetningar rétt í þessu, nú tæpum tveimur mánuðum eftir alþingiskosningar.

Guðni ávarpaði sérstaklega í ræðu sinni að hann hefði fyrir ári síðan lýst „þeirri von að unnt yrði að taka hófsamar tillögur að breytingu stjórnarskrár til efnislegrar afgreiðslu og leiða umræður til lykta í þessum sal“.

„Svo fór ekki,“ bætti hann við.

„Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands, rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákveða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu, auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar,“ sagði Guðni.

Að lokum virtist Guðni vísa til þess að stjórnarskráin gæfi ekki sem besta leiðsögn um hvernig taka bæri á lögmæti kosninga. „Verkefni hér næstu daga benda líka til þess að í fleira megi rýna í þessum efnum.“

Þingmenn munu sjálfir greiða atkvæði um hvort þeir telji kosninguna lögmæta, sömu kosningu og þeir voru sjálfir kjörnir í.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 var samþykkt að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarsrká. Stjórnarskráin kveður hins vegar á um að Alþingi þurfi að samþykkja stjórnarskrá. Það hefur ekki gengið eftir. Þá var kveðið á um það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að vinnu með stjórnarskrána yrði haldið áfram á því kjörtímabili sem nú er lokið. Svo fór að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra náði ekki sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagði ein flokksformanna fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar í janúar síðastliðnum.

Hún kvaðst þá bjartsýn á að ná fram breytingunum. „Ég vona að umræðan í þinginu verði til þess allavega að leiða fram aukna samstöðu um þessi mál,“ sagði hún í samtali við RÚV. Enn hefur ekki verið kynntur nýr stjórnarsáttmáli og því ekki ljóst hvort þar skapist þingmeirihluti um breytingarnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    þessir trúðar hafa ekkert umboð til eins né neins enda patt úr í skurði . . . ég lýsi þennan gjörning ólögmætann . . .
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Svei þeirri pólitík í stjórnarskrármálinu sem ræður för og lætur stjórnast af öðrum hagsmunum en þjóðarinnar.
    0
  • Íslenska spillingin er sannarlega varin af þingbófum Alþingis.

    Engar breytingar eru leyfðar á gömlu Grtánu af íslensku Mafíunni...lesist útgerðarmafíunni og leppum þeirra í Kerfinu.

    Veljum því sjálfstæðisflokkinn XD ...spillingin er góð.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Er kall greyið örlítið að hysja uppum sig buxurnar, hélt kanski að hann væri að hjálpa fjölþreifna bílstjóranum að bóna bíllin.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár