Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ingi Tryggvason var einn með kjörgögnum í rúman hálftíma

Sam­kvæmt upp­færðri máls­at­vika­lýs­ingu und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa var Ingi Tryggva­son, formað­ur yfir­kjör­stjórn­ar Norð­vest­ur­kjör­dæm­is einn með kjör­gögn­um frá 11.59 til 12.35 eða í 36 mín­út­ur en ekki kort­er eins og áð­ur hafði kom­ið fram.

Ingi Tryggvason var einn með kjörgögnum í rúman hálftíma
Einn með gögnum í hálftíma Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var einn með óinnsigluðum kjörgögnum í hálftíma áður en næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti í talningarsal.

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, var einn með kjörgögnum frá því að hann mætti í talningarsal á Hótel Borgarnesi klukkan 11:59 sunnudaginn 26. september þar til 12:35 eða í 36 mínutur en ekki í korter eins og áður hafði komið fram í svarbréfi Lögreglunnar á Vesturlandi til undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa.

Þetta kemur fram í uppfærðum drögum undirbúningsnefndarinnar á málsatvikalýsingum á því hvað gerðist þann 26. september síðastliðinn við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjödæmi að loknum Alþingiskosningum.  

Á sama tíma og Ingi var eini meðlimur yfirkjörstjórnar sem var mættur í salinn, var starfsfólk hótelsins á ferðinni inn og út úr fremri sal aðalsalsins þar sem atkvæði voru talin og geymd, eða frá 11:59 til 12:28, að því er kemur fram í uppfærðri málsatvikalýsingu.  

Fyrstu drögin ónákvæm

Í fyrstu drögum að málsatvikum sem nefndin birti á vef Alþingis var ekki stuðst við upptökur úr öryggismyndavélum Hótels Borgarness til að staðfesta nákvæmlega klukkan hvað hver meðlimur yfirkjörstjórnar mætti í salinn þar sem atkvæði vorum geymd óinnsigluð á meðan þeir hvíldust.

Í þeim drögum kom hins vegar fram vitnisburður yfirkjörstjórnarmeðlima á því hvenær þeir mættu og hvenær mikilvægir atburðir á borð við það að atkvæði Viðreisnar voru skoðuð og hverjir voru á staðnum. Þeir voru hins vegar ekki sammála því hvenær hvað hefði gerst, eins og kemur fram í umfjöllum Stundarinnar um hvað gerðist í Norðvesturkjördæmi þann 26. september. 

Í uppfærðum drögum nefndarinnar, sem birtust á vef Alþingis þann 17. nóvember, hefur verið staðfest með upptökum úr öryggismyndavélum á hótelinu hvenær hver yfirkjörstjórnarmeðlimur mætti í salinn. Ingi mætti þar fyrstur allra og var einn í 36 mínútur þangað til næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti klukkan 12.35. Sá þriðji mætti svo klukkan 12.50, sá fjórði klukkan 13.00 og sá fimmti og síðasti kom klukkan 13.03.

Af þessu að dæma var Ingi einn í salnum þegar Kristín Edwald hringdi í hann til að koma þeirri ábendingu á framfæri að lítill munur væri á atkvæðum Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Hann var þó ekki einn þegar hann hringdi í hana til baka og spurði hana hvort það væri nóg að kanna einungis atkvæði Viðreisnar. 

Athugasemdir Inga við málsatvikum

Eftir að nefndin hafði gefið út fyrstu drög sín að málsatvikum fengu allir þeir sem nefndin fjallaði um og talaði við að senda henni athugasemdir.

Í athugasemdum Inga Tryggvasonar segir hann að athugun á atkvæðum Viðreisnar hafi ekki hafist fyrr en allir meðlimir yfirkjörstjórnar hafi verið mættir og það væri því rangt haft eftir einum meðlimi yfirkjörstjórnar að þegar hann mætti hafi kassi með Viðreisnar atkvæðum legið upp á borðum. „Ég fullyrði að þegar athugun á atkvæðum C-lista hófst hafi allir fulltrúar í yfirkjörstjórn verið viðstaddir og þeir allir tekið upp sitt hvorn atkvæða bunkann og hafið skoðun á þeim,“ segir í athugasemdum Inga. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Of margt sem fyrir liggur í gögnum þessa máls bendir til þess að Ingi Tryggvason hafi átt við atkvæðin til að breyta uppröðun jöfnunarþingmanna. Í dag ákveður alþingi um um lögmæti eigin kosninga ..
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    það er alveg augljóst að yfirkjörstjórnar maður var einn með óinsigluðum athvaEðakössum í rúmann halftíma , hagt er að gera ýnislegt á rúmum haltíma .

    Og alveg augljóst ef friður á að ríkja um kosnigarnar að kjósa þarf aftur í öllum kj´ördamum svo ekki ísland fÁi á sig kaeru fyrir ógildar kosnigar eða að svindla hafi verið .

    Taka verður af allann vafa ef friður á að ríkja .
    Og allavega að kjósa aftur í norðaustur kjördami ,allAVAGA EF FRIÐUR Á AÐ NÁST UM ÞAER kosningar
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "var einn með kjörgögnum frá því að hann mætti í talningarsal á Hótel Borgarnesi klukkan 11:59 sunnudaginn 26. september þar til 12:35"
    Það er áríðandi að hafa þetta rétt svo hægt verði að byggja skaupið á staðreyndum!
    0
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Þessi maður er ekki hæfur til að sinna starfi héraðsdómara. Hann er ekki heldur hæfur til að sinna stjórnsýslustörfum. Hann er varla hæfur til að starfa sem lögmaður.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Íslenska andverðleikasamfélagið ræður ekki einu sinni við að telja atkvæðin sem greidd eru í Alþingiskosningum. Þar er Flokkshollusta mikilvægari en hæfni.
    0
  • Olgeir Andresson skrifaði
    Ég vil kjósa aftur!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Endurtalning í Norðvesturkjördæmi

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Þingmenn sem brjóta lög
Þorvaldur Gylfason
PistillEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þorvaldur Gylfason

Þing­menn sem brjóta lög

Saga helm­inga­skipta­flokk­anna og föru­nauta þeirra er löðr­andi í lög­brot­um langt aft­ur í tím­ann. Ef menn kom­ast upp með slíkt fram­ferði ára­tug fram af ára­tug án þess að telja sig þurfa að ótt­ast af­leið­ing­ar gerða sinna og brota­vilj­inn geng­ur í arf inn­an flokk­anna kyn­slóð fram af kyn­slóð, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig hafa rangt við í kosn­ing­um, spyr Þor­vald­ur Gylfa­son.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þetta gerðist í Norðvestur
GreiningEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þetta gerð­ist í Norð­vest­ur

At­burða­rás­in á því hvað gerð­ist í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber er hægt og ró­lega að koma í ljós. Stund­in hef­ur sett sam­an tíma­línu út frá gögn­um frá lög­reglu, máls­at­vik­um und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa, gögn­um sem hafa ver­ið birt á vef Al­þing­is og sam­töl­um við að­ila sem voru á svæð­inu.
Starfsmaður yfirkjörstjórnar: Atkvæðaseðlar voru ekki endurtaldir frá grunni
FréttirEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Starfs­mað­ur yfir­kjör­stjórn­ar: At­kvæða­seðl­ar voru ekki end­urtald­ir frá grunni

Á fundi und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa sagði Kar­en Birg­is­dótt­ir, starfs­mað­ur yfir­kjör­stjórn­ar sem hafði um­sjón með starfs­fólki taln­ing­ar, að í end­urtaln­ing­unni í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber hafi at­kvæða­seðl­ar ekki ver­ið end­urtald­ir frá grunni.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár