Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ingi Tryggvason var einn með kjörgögnum í rúman hálftíma

Sam­kvæmt upp­færðri máls­at­vika­lýs­ingu und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa var Ingi Tryggva­son, formað­ur yfir­kjör­stjórn­ar Norð­vest­ur­kjör­dæm­is einn með kjör­gögn­um frá 11.59 til 12.35 eða í 36 mín­út­ur en ekki kort­er eins og áð­ur hafði kom­ið fram.

Ingi Tryggvason var einn með kjörgögnum í rúman hálftíma
Einn með gögnum í hálftíma Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var einn með óinnsigluðum kjörgögnum í hálftíma áður en næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti í talningarsal.

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, var einn með kjörgögnum frá því að hann mætti í talningarsal á Hótel Borgarnesi klukkan 11:59 sunnudaginn 26. september þar til 12:35 eða í 36 mínutur en ekki í korter eins og áður hafði komið fram í svarbréfi Lögreglunnar á Vesturlandi til undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa.

Þetta kemur fram í uppfærðum drögum undirbúningsnefndarinnar á málsatvikalýsingum á því hvað gerðist þann 26. september síðastliðinn við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjödæmi að loknum Alþingiskosningum.  

Á sama tíma og Ingi var eini meðlimur yfirkjörstjórnar sem var mættur í salinn, var starfsfólk hótelsins á ferðinni inn og út úr fremri sal aðalsalsins þar sem atkvæði voru talin og geymd, eða frá 11:59 til 12:28, að því er kemur fram í uppfærðri málsatvikalýsingu.  

Fyrstu drögin ónákvæm

Í fyrstu drögum að málsatvikum sem nefndin birti á vef Alþingis var ekki stuðst við upptökur úr öryggismyndavélum Hótels Borgarness til að staðfesta nákvæmlega klukkan hvað hver meðlimur yfirkjörstjórnar mætti í salinn þar sem atkvæði vorum geymd óinnsigluð á meðan þeir hvíldust.

Í þeim drögum kom hins vegar fram vitnisburður yfirkjörstjórnarmeðlima á því hvenær þeir mættu og hvenær mikilvægir atburðir á borð við það að atkvæði Viðreisnar voru skoðuð og hverjir voru á staðnum. Þeir voru hins vegar ekki sammála því hvenær hvað hefði gerst, eins og kemur fram í umfjöllum Stundarinnar um hvað gerðist í Norðvesturkjördæmi þann 26. september. 

Í uppfærðum drögum nefndarinnar, sem birtust á vef Alþingis þann 17. nóvember, hefur verið staðfest með upptökum úr öryggismyndavélum á hótelinu hvenær hver yfirkjörstjórnarmeðlimur mætti í salinn. Ingi mætti þar fyrstur allra og var einn í 36 mínútur þangað til næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti klukkan 12.35. Sá þriðji mætti svo klukkan 12.50, sá fjórði klukkan 13.00 og sá fimmti og síðasti kom klukkan 13.03.

Af þessu að dæma var Ingi einn í salnum þegar Kristín Edwald hringdi í hann til að koma þeirri ábendingu á framfæri að lítill munur væri á atkvæðum Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Hann var þó ekki einn þegar hann hringdi í hana til baka og spurði hana hvort það væri nóg að kanna einungis atkvæði Viðreisnar. 

Athugasemdir Inga við málsatvikum

Eftir að nefndin hafði gefið út fyrstu drög sín að málsatvikum fengu allir þeir sem nefndin fjallaði um og talaði við að senda henni athugasemdir.

Í athugasemdum Inga Tryggvasonar segir hann að athugun á atkvæðum Viðreisnar hafi ekki hafist fyrr en allir meðlimir yfirkjörstjórnar hafi verið mættir og það væri því rangt haft eftir einum meðlimi yfirkjörstjórnar að þegar hann mætti hafi kassi með Viðreisnar atkvæðum legið upp á borðum. „Ég fullyrði að þegar athugun á atkvæðum C-lista hófst hafi allir fulltrúar í yfirkjörstjórn verið viðstaddir og þeir allir tekið upp sitt hvorn atkvæða bunkann og hafið skoðun á þeim,“ segir í athugasemdum Inga. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Of margt sem fyrir liggur í gögnum þessa máls bendir til þess að Ingi Tryggvason hafi átt við atkvæðin til að breyta uppröðun jöfnunarþingmanna. Í dag ákveður alþingi um um lögmæti eigin kosninga ..
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    það er alveg augljóst að yfirkjörstjórnar maður var einn með óinsigluðum athvaEðakössum í rúmann halftíma , hagt er að gera ýnislegt á rúmum haltíma .

    Og alveg augljóst ef friður á að ríkja um kosnigarnar að kjósa þarf aftur í öllum kj´ördamum svo ekki ísland fÁi á sig kaeru fyrir ógildar kosnigar eða að svindla hafi verið .

    Taka verður af allann vafa ef friður á að ríkja .
    Og allavega að kjósa aftur í norðaustur kjördami ,allAVAGA EF FRIÐUR Á AÐ NÁST UM ÞAER kosningar
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "var einn með kjörgögnum frá því að hann mætti í talningarsal á Hótel Borgarnesi klukkan 11:59 sunnudaginn 26. september þar til 12:35"
    Það er áríðandi að hafa þetta rétt svo hægt verði að byggja skaupið á staðreyndum!
    0
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Þessi maður er ekki hæfur til að sinna starfi héraðsdómara. Hann er ekki heldur hæfur til að sinna stjórnsýslustörfum. Hann er varla hæfur til að starfa sem lögmaður.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Íslenska andverðleikasamfélagið ræður ekki einu sinni við að telja atkvæðin sem greidd eru í Alþingiskosningum. Þar er Flokkshollusta mikilvægari en hæfni.
    0
  • Olgeir Andresson skrifaði
    Ég vil kjósa aftur!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Endurtalning í Norðvesturkjördæmi

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Þingmenn sem brjóta lög
Þorvaldur Gylfason
PistillEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þorvaldur Gylfason

Þing­menn sem brjóta lög

Saga helm­inga­skipta­flokk­anna og föru­nauta þeirra er löðr­andi í lög­brot­um langt aft­ur í tím­ann. Ef menn kom­ast upp með slíkt fram­ferði ára­tug fram af ára­tug án þess að telja sig þurfa að ótt­ast af­leið­ing­ar gerða sinna og brota­vilj­inn geng­ur í arf inn­an flokk­anna kyn­slóð fram af kyn­slóð, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig hafa rangt við í kosn­ing­um, spyr Þor­vald­ur Gylfa­son.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þetta gerðist í Norðvestur
GreiningEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þetta gerð­ist í Norð­vest­ur

At­burða­rás­in á því hvað gerð­ist í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber er hægt og ró­lega að koma í ljós. Stund­in hef­ur sett sam­an tíma­línu út frá gögn­um frá lög­reglu, máls­at­vik­um und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa, gögn­um sem hafa ver­ið birt á vef Al­þing­is og sam­töl­um við að­ila sem voru á svæð­inu.
Starfsmaður yfirkjörstjórnar: Atkvæðaseðlar voru ekki endurtaldir frá grunni
FréttirEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Starfs­mað­ur yfir­kjör­stjórn­ar: At­kvæða­seðl­ar voru ekki end­urtald­ir frá grunni

Á fundi und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa sagði Kar­en Birg­is­dótt­ir, starfs­mað­ur yfir­kjör­stjórn­ar sem hafði um­sjón með starfs­fólki taln­ing­ar, að í end­urtaln­ing­unni í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sunnu­dag­inn 26. sept­em­ber hafi at­kvæða­seðl­ar ekki ver­ið end­urtald­ir frá grunni.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár