Forstjóri almenningshlutafélagsins Festar, Eggert Þór Kristófersson, hefur fengið símtöl frá „ýmsum aðilum“ vegna máls sem upp kom á samfélagsmiðlum fyrir tæpum þremur vikum þar sem stjórnarformaður félagsins, Þórður Már Jóhannesson, var nefndur á nafn. Þetta segir Eggert í svörum í tölvupósti við spurningum Stundarinnar um málið.
Festi er almenningshlutafélag í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða. Félagið á stór rekstrarfélög eins og Krónuna, Elko og olíufélagið N1.
Stundin hringdi í Þórð Má og sendi honum skilaboð með spurningum um málið. Hann hafði ekki svarað þegar fréttin var birt.
„Ég hef fengið símtöl frá ýmsum aðilum varðandi málið en ekkert formlegt erindi hefur verið sent á mig eða félagið vegna málsins.“
Ung kona tjáði sig en eyddi svo samskiptunum
Um var að ræða frásögn á samskiptamiðlinum Instragram þar sem ung kona tjáði sig um meint samskipti sín við fjóra nafngreinda aðila og sagði farir sínar ekki sléttar. Konan tók …
Athugasemdir