Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Óli Björn segir þá sem gagnrýna sóttvarnaraðgerðir fá yfir sig svívirðingar

Svig­rúm sem skap­að var til að styrkja inn­viði heil­brigðis­kerf­is­ins var ekki nýtt, seg­ir Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þeim sem spyrji gagn­rýnna spurn­inga um sótt­varn­ar­að­gerð­ir sé mætt af mik­illi hörku, með­al ann­ars af lækn­um sem fái með því „út­rás fyr­ir hé­góma í sviðs­ljósi fjöl­miðla“.

Óli Björn segir þá sem gagnrýna sóttvarnaraðgerðir fá yfir sig svívirðingar
Segir skipulega grafið undan trausti á heilbrigðiskerfinu Óli Björn segir skýrar vísbendingar um að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nýtt svigrúm sem skapaðist með hörðum sóttvarnaraðgerðum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Mynd: xd.is

Leikmenn jafnt sem sérfræðingar veigra sér við því að halda uppi gagnrýnni umræðu um aðgerðir stjórnvalda í tengslum við Covid-19 faraldurinn, sökum þess að „þeim er mætt af fullkominni hörku og á stundum með svívirðingum. Þar gang því miður læknar, sem fá útrás fyrir hégóma í sviðsljósi fjölmiðla, hart fram.“

Þetta skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni rekur Óli Björn hvernig „eitrað andrúmsloft óttans“ hafi myndast hér á landi á þeim rúmu tuttugu mánuðum sem liðnir séu síðan óvissustigi vegna kórónaveirufaraldursins var lýst yfir. Frelsið einstaklinga hafi, líkt og jafnan sé, orðið fyrsta fórnarlamb óttans.

„Til að magna ótta almennings er grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið, sem þrátt fyrir allt er eitt það besta í heimi“

Óli Björn segir í grein sinni að hann hafi sjálfur í upphafi faraldursins tekið stöðu með heilbrigðisyfirvöldum. Hann hefði talið það réttlætanlegt og nauðsynlegt að stjórnvöld gripu til aðgerða til að verja líf og heilsu almennings, jafnvel þó það hefði í för með sér að frelsi einstaklinga yrði skert tímabundið. Það hefði enda skilað því að Íslendingum hefði í mörgu tekist vel upp í baráttunni við kórónaveiruna, þannig að svigrúm hafi verið myndað til að helstu stofnanir samfélagsins hefðu getað styrkt innviði sína til að takast enn og betur á við faraldurinn. Ekki síst hefði það átt við um heilbrigðiskerfið. „Skýrar vísbendingar eru um að svigrúmið hafi ekki verið nýtt,“ skrifar Óli Björn.

Meðalhóf þarf að ráða för

Gagnrýnin umræða um aðgerðir stjórnvalda á erfitt uppdráttar að mati þingmannsins, einkum sökum þess að þeim sem óski eftir rökstuðningi fyrir því hvers vegna frelsi einstaklinga sé takmarkað sé mætt af mikilli hörku. Segir Óli Björn lækna ganga þar hart fram. „Til að magna ótta almennings er grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið, sem þrátt fyrir allt er eitt það besta í heimi.“

Óli Björn viðurkennir nauðsyn þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að verja almenning á hættutímum en um leið verði að gera ákveðnar kröfur til bæði stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda. Þannig verði þau viðmið sem unnið er eftir að vera skýr og taka mið af breyttum aðstæðum. Þá verði yfirvöld heilbrigðismála að nýta svigrúm til að auka viðnámsþrótt mikilvægra stofnana. Sömuleiðis verði að vera hægt að treysta því að ekki sé lengra gengið en þörf sé á, að meðalhóf ráði för og stjórnvöld virði grundvallarréttindi borgaranna en ekki sé kynt undir ótta til að réttlæta skerðingu á borgaralegum réttindum.

„Að málefnalegum athugasemdum og gagnrýni sé ekki mætt af hroka þeirra sem telja sig umboðsmenn valdsins og þekkingarinnar. Að spurningum sé svarað. Stjórnvöld hafa því miður uppfyllt þessar kröfur illa á síðustu tuttugu mánuðum. Líklegast er ekki við aðra að sakast en okkur sjálf, sem hlýðum tilskipunum gagnrýnislaust. Og þess vegna á frelsið í vök að verjast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hvað eiga Helvíti, Ríkiskirkjan og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt ?
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Gerðu svo vel Óli, skoðaðu svigrúmið. "Gúglaðu"!
    “Niðurskurður á Landsspítalanum yfir árin”
    0
  • Berglind Þórsteinsdóttir skrifaði
    Hann hefur varla þurft að fara sem sjúklingur á bráðamóttökuna, fyrst hann talar um kerfið hér sem eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi.
    0
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Populismi virkar...en uppgjörið er sjaldnast þægilegt.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Ábyrgir einstaklingar kjósa oft að sjá um sínar sóttvarnir sjálfir líkt og Óli Björn kaus að gera á Austurvelli sælla minninga enda vissi Óli að að þar færi hann meðal vafasamra einstaklinga og sótt varði sig því ótæpilega og sá sér að endingu ekki annað fært enn velta sér yfir girðinguna í fangi lögæslu mannana .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár