Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Óli Björn segir þá sem gagnrýna sóttvarnaraðgerðir fá yfir sig svívirðingar

Svig­rúm sem skap­að var til að styrkja inn­viði heil­brigðis­kerf­is­ins var ekki nýtt, seg­ir Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þeim sem spyrji gagn­rýnna spurn­inga um sótt­varn­ar­að­gerð­ir sé mætt af mik­illi hörku, með­al ann­ars af lækn­um sem fái með því „út­rás fyr­ir hé­góma í sviðs­ljósi fjöl­miðla“.

Óli Björn segir þá sem gagnrýna sóttvarnaraðgerðir fá yfir sig svívirðingar
Segir skipulega grafið undan trausti á heilbrigðiskerfinu Óli Björn segir skýrar vísbendingar um að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nýtt svigrúm sem skapaðist með hörðum sóttvarnaraðgerðum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Mynd: xd.is

Leikmenn jafnt sem sérfræðingar veigra sér við því að halda uppi gagnrýnni umræðu um aðgerðir stjórnvalda í tengslum við Covid-19 faraldurinn, sökum þess að „þeim er mætt af fullkominni hörku og á stundum með svívirðingum. Þar gang því miður læknar, sem fá útrás fyrir hégóma í sviðsljósi fjölmiðla, hart fram.“

Þetta skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni rekur Óli Björn hvernig „eitrað andrúmsloft óttans“ hafi myndast hér á landi á þeim rúmu tuttugu mánuðum sem liðnir séu síðan óvissustigi vegna kórónaveirufaraldursins var lýst yfir. Frelsið einstaklinga hafi, líkt og jafnan sé, orðið fyrsta fórnarlamb óttans.

„Til að magna ótta almennings er grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið, sem þrátt fyrir allt er eitt það besta í heimi“

Óli Björn segir í grein sinni að hann hafi sjálfur í upphafi faraldursins tekið stöðu með heilbrigðisyfirvöldum. Hann hefði talið það réttlætanlegt og nauðsynlegt að stjórnvöld gripu til aðgerða til að verja líf og heilsu almennings, jafnvel þó það hefði í för með sér að frelsi einstaklinga yrði skert tímabundið. Það hefði enda skilað því að Íslendingum hefði í mörgu tekist vel upp í baráttunni við kórónaveiruna, þannig að svigrúm hafi verið myndað til að helstu stofnanir samfélagsins hefðu getað styrkt innviði sína til að takast enn og betur á við faraldurinn. Ekki síst hefði það átt við um heilbrigðiskerfið. „Skýrar vísbendingar eru um að svigrúmið hafi ekki verið nýtt,“ skrifar Óli Björn.

Meðalhóf þarf að ráða för

Gagnrýnin umræða um aðgerðir stjórnvalda á erfitt uppdráttar að mati þingmannsins, einkum sökum þess að þeim sem óski eftir rökstuðningi fyrir því hvers vegna frelsi einstaklinga sé takmarkað sé mætt af mikilli hörku. Segir Óli Björn lækna ganga þar hart fram. „Til að magna ótta almennings er grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið, sem þrátt fyrir allt er eitt það besta í heimi.“

Óli Björn viðurkennir nauðsyn þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að verja almenning á hættutímum en um leið verði að gera ákveðnar kröfur til bæði stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda. Þannig verði þau viðmið sem unnið er eftir að vera skýr og taka mið af breyttum aðstæðum. Þá verði yfirvöld heilbrigðismála að nýta svigrúm til að auka viðnámsþrótt mikilvægra stofnana. Sömuleiðis verði að vera hægt að treysta því að ekki sé lengra gengið en þörf sé á, að meðalhóf ráði för og stjórnvöld virði grundvallarréttindi borgaranna en ekki sé kynt undir ótta til að réttlæta skerðingu á borgaralegum réttindum.

„Að málefnalegum athugasemdum og gagnrýni sé ekki mætt af hroka þeirra sem telja sig umboðsmenn valdsins og þekkingarinnar. Að spurningum sé svarað. Stjórnvöld hafa því miður uppfyllt þessar kröfur illa á síðustu tuttugu mánuðum. Líklegast er ekki við aðra að sakast en okkur sjálf, sem hlýðum tilskipunum gagnrýnislaust. Og þess vegna á frelsið í vök að verjast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
  Hvað eiga Helvíti, Ríkiskirkjan og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt ?
  0
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Gerðu svo vel Óli, skoðaðu svigrúmið. "Gúglaðu"!
  “Niðurskurður á Landsspítalanum yfir árin”
  0
 • Berglind Þórsteinsdóttir skrifaði
  Hann hefur varla þurft að fara sem sjúklingur á bráðamóttökuna, fyrst hann talar um kerfið hér sem eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi.
  0
 • Þorkell Egilsson skrifaði
  Populismi virkar...en uppgjörið er sjaldnast þægilegt.
  0
 • ÁHG
  Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
  Ábyrgir einstaklingar kjósa oft að sjá um sínar sóttvarnir sjálfir líkt og Óli Björn kaus að gera á Austurvelli sælla minninga enda vissi Óli að að þar færi hann meðal vafasamra einstaklinga og sótt varði sig því ótæpilega og sá sér að endingu ekki annað fært enn velta sér yfir girðinguna í fangi lögæslu mannana .
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
5
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
6
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár