Egiftaland
Eitt fyrsta og mesta menningarríki fornaldar. Nílarfljót flutti frjósaman leir ofan úr hálöndum Austur-Afríku. Þegar fólkið í Nílardalnum og í víðáttumiklum óshólmunum hafði náð valdi á áveitum varð Egiftaland sannkallað og vellauðugt kornforðabúr lengst af. Þar var komið háþróað samfélag fyrir 5.000 árum og egifskir faraóar réðu ríkjum í 2.500 ár og kepptu við stórveldi Litlu-Asíu og Mesópótamíu um yfirráð yfir Sýrlandi og Palestínu. Og reistu píramída og lögðu þar í múmíur sínar.
Árið 525 fyrir upphaf tímatals okkar lögðu Persar Egiftaland hins vegar undir sig og lengi síðan voru Egiftar undir stjórn aðkomumanna. Á eftir Persum komu hinir makedónsku Ptolemæjar um skeið, síðan Rómverjar í 700 ár og þá tóku Egiftar kristni en um miðja 7. öld e.Kr. birtust Arabar og lögðu landið undir kalífa sína. Og íslam tók að breiðast út um landið þá þegar.
Um tveim öldum síðar slitu metnaðargjarnir valdamenn Egiftaland undan hinu íslamska stórríki …
Athugasemdir