Helgi Jóhannesson, sem starfaði sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar þar til í lok október, lét af störfum í kjölfar þess að hafa fengið formlega áminningu í starfi vegna ótilhlýðilegrar háttsemi í garð kvenkyns starfsmanns hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn kvartaði með formlegum hætti til yfirstjórnar Landsvirkjunar í vor eftir að Helgi hafði ítrekað farið yfir mörk starfsmannsins og áreitt hana með orðum og gjörðum. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Helgi var einn af æðstu stjórnendum Landsvirkjunar og var konan undirmaður hans í formlegum skilningi. Hún starfaði á starfsmannasviði Landsvirkjunar. Skömmu áður en Helgi hætti sagði starfsmaðurinn upp störfum hjá Landsvirkjun á þeim forsendum að hún gæti ekki unnið á sama vinnustað og Helgi.
Helgi vill ekki ræða málið
Aðspurður vill Helgi ekki ræða við Stundina um starfslok sín hjá Landsvirkjun. Í sms-skilaboðum til blaðamanns segir hann:„Ég vildi hætta hjá Landsvirkjun og óskaði eftir starfslokum. Meira er ekki um það að segja.“
Þráspurður um starfslokin, …
Athugasemdir