Öll helstu einkareknu fjölmiðlafyrirtæki landsins voru rekin með tapi í fyrra áður en tekið er tillit til greiðslu fjölmiðlastyrkjanna það árið inn í rekstur þeirra. Um var að ræða fyrsta árið sem fjölmiðlastyrkirnir voru greiddir út. Samtals fengu fjölmiðlar 400 milljónir króna í styrki.
Eftir að gert er ráð fyrir fjölmiðlastyrkjunum eru einungis tvö fjölmiðlafyrirtæki, Útgáfufélagið Stundin ehf. og N4 ehf., sem lenda réttum megin við núllið í fyrra. Um er ræða tvö af tekjulægstu fyrirtækjunum sjö sem fjallað er um hér en einungis Kjarninn er með lægri tekjur en þessi tvö af þeim sem skoðuð eru.
Þetta kemur fram í ársreikningum fjölmiðlafyrirtækjanna fyrir árið 2020 sem skilað hefur verið til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra á liðnum mánuðum.
„Í fyrsta lagi segir þetta okkur að fjölmiðlarekstur er ekki gróðavænlegur bisniss og í öðru lagi að fjölmiðlastyrkir eru mikilvægir og eftirsóknarverðir fyrir samfélagið.“
Athugasemdir