Aukin sjálfvirknivæðing og stórverslanir hagnast: „Óvæntur hlutur á pokasvæði“

Stór­versl­an­ir högn­uð­ust veru­lega á síð­asta ári sam­hliða auk­inni sjálf­virkni­væð­ingu. Á sama tíma hef­ur störf­um ekki fækk­að og laun hækk­að, með­al ann­ars vegna kjara­samn­ings­bund­inna hækk­ana og heims­far­ald­urs. Formað­ur VR seg­ir ein­boð­ið að störf­um muni fækka en það þurfi ekki að vera nei­kvætt ef ávinn­ingi verði skipt jafnt milli versl­un­ar og starfs­fólks.

Aukin sjálfvirknivæðing og stórverslanir hagnast: „Óvæntur hlutur á pokasvæði“
Vélarnar taka yfir Sjálfvirknivæðingin hefur hafið innreið sína að fullu inn í verslunargeiranum. Mynd: Davíð Þór

Sjálfvirknivæðing í matvöruverslunum hefur ekki valdið fækkun starfsfólks og mun ekki gera það í fyrirsjáanlegri framtíð, að sögn forsvarsfólks verslananna. Að sama skapi vill það ekki meina að beinn hagnaður hafi orðið af upptöku slíkra lausna heldur hafi þær bætt þjónustu við viðskiptavini. Hið sama má segja um netverslun sem í raun hafi aukið kostnað hjá þeim verslunum sem upp á hana bjóða. Framkvæmdastjóri Bónuss segir til að mynda að útilokað sé fyrir fyrirtækið að bjóða upp á netverslun, álagning á vörur verslunarinnar leyfi það einfaldlega ekki.

Áhyggjur hafa vaknað hjá fólki um að með þessari þróun muni störfum í verslunargeiranum fækka, með tilheyrandi auknu atvinnuleysi. Forsvarsmenn verslunarinnar halda því fram að svo hafi ekki orðið raunin enn sem komið er og jafnframt sjá þeir ekki fyrir sér að svo verði á næstunni hið minnsta. Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Ragnar Þór Ingólfsson, segir hins vegar ljóst að svo muni verða til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár