Sjálfvirknivæðing í matvöruverslunum hefur ekki valdið fækkun starfsfólks og mun ekki gera það í fyrirsjáanlegri framtíð, að sögn forsvarsfólks verslananna. Að sama skapi vill það ekki meina að beinn hagnaður hafi orðið af upptöku slíkra lausna heldur hafi þær bætt þjónustu við viðskiptavini. Hið sama má segja um netverslun sem í raun hafi aukið kostnað hjá þeim verslunum sem upp á hana bjóða. Framkvæmdastjóri Bónuss segir til að mynda að útilokað sé fyrir fyrirtækið að bjóða upp á netverslun, álagning á vörur verslunarinnar leyfi það einfaldlega ekki.
Áhyggjur hafa vaknað hjá fólki um að með þessari þróun muni störfum í verslunargeiranum fækka, með tilheyrandi auknu atvinnuleysi. Forsvarsmenn verslunarinnar halda því fram að svo hafi ekki orðið raunin enn sem komið er og jafnframt sjá þeir ekki fyrir sér að svo verði á næstunni hið minnsta. Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Ragnar Þór Ingólfsson, segir hins vegar ljóst að svo muni verða til …
Athugasemdir