Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nóbelsverðlaun í hagfræði: Sýndi að hækkun lágmarkslauna fækkaði ekki störfum

Þrír hag­fræð­ing­ar fá nó­bels­verð­laun­in í ár fyr­ir að þróa til­raun­ir í hag­fræði, ekki síst á sviði kjara­rann­sókna. Nið­ur­stöð­ur einn­ar rann­sókn­ar­inn­ar gekk gegn hefð­bundn­um kenn­ing­um um að hækk­un lág­marks­launa myndi valda at­vinnu­leysi.

Nóbelsverðlaun í hagfræði: Sýndi að hækkun lágmarkslauna fækkaði ekki störfum
Verðlaunahafar nóbelsverðlauna í hagfræði David Card hjá Berkeley-háskóla, Joshua D. Angrist hjá MIT og Guido W. Imbens hjá Stanford hafa verið sæmdir nóbelsverðlaunum í hagfræði fyrir rannsóknir á tilraunum í raunaðstæðum. Mynd: AFP / Claudio BRESCIANI

Handhafar nóbelsverðlaunanna í hagfræði 2021 eru þrír hagfræðingar sem hafa verið leiðandi í því að leiða hagfræðilegan sannleika úr raunaðstæðum, eða í reynd hagfræðilegum tilraunum þegar tekin er ákvörðun um að breyta aðstæðum á einum stað en ekki öðrum.

Sænska nóbelsnefndin tilkynnti um val sitt rétt í þessu. Hagfræðingarnir, David Card, Johshua D. Angrist og Guido W. Imbens, starfa allir við bandaríska háskóla, en Imbens er fæddur í Hollandi og Angrist í Kanada. Þeir eru allir vinir, en fá verðlaunin fyrir framlag í sitt hvoru lagi á svipuðu sviði.

Hærri lágmarkslaun þýddu ekki meira atvinnuleysi

Meðal þekktra niðurstaðna af rannsóknum þremenninganna er  samanburðarrannsókn á hagrænum áhrifum þess að hækka lágmarkslaun. Samkvæmt hagfræðikenningum sem kenna mætti við frjálshyggju hefur skaðleg áhrif fyrir launafólk að hækka lágmarkslaun, meðal annars vegna þess að launahækkunin leiði til aukins kostnaðar fyrir fyrirtæki, sem aftur segi upp starfsfólki og þar með aukist atvinnuleysi, með neikvæðri heildarniðurstöðu. Rannsókn Davids Card sýndi fram á að þessi „viðtekna hugmynd“ væri röng, þegar hann rannsakaði raunaðstæður við það að eitt ríki, New Jersey, hækkaði lágmarkslaun úr 4,25 dollurum í 5,05 dollara, á meðan annað ríki, Pennsylvania, gerði það ekki. Rannsókn Cards í samstarfi við hagfræðinginn Alan Krueger snerist um að kanna starfsaðstæður og starfshlutfall starfsfólks í 400 skyndibitastöðum í ríkjunum tveimur.

Niðurstöðurnar tengjast einu helsta þema þjóðfélagsumræðu á Íslandi, eins og í mörgum öðrum samfélögum, sem snýst um áhrif þess að hækka lægstu laun. Þannig varaði formaður Samtaka atvinnulífsins við því í fyrra að launahækkanir í því árferði sem þá var, myndu auka atvinnuleysi. Á Íslandi hefur kjarni umræðunnar þó snúist um að launahækkanir geti aukið verðbólgu, þegar launþegar auka eftirspurn eftir vörum og þær hækka í verði fyrir vikið.

Lykilspurningar um orsakasamhengi

Kjarninn í framlagi Angrist og Imbens snýr að því að sundurgreina orsakatengsl frá tilfallandi þróun þegar inngrip verða í hagkerfinu. Áskorun hagfræðinga er meiri en annarra vísindamanna, þar sem þeir geta ekki haft stjórn á öllum breytum líkt og tilraunaaðferðin kallar á.

„Rannsóknir þeirra hafa bætt umtalsvert getu okkar til þess að svara lykilspurningum um orsakasamhengi, sem hefur orðið til mikilla hagsbóta fyrir samfélagið,“ segir í umsögn nóbelsnefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár