Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nóbelsverðlaun í hagfræði: Sýndi að hækkun lágmarkslauna fækkaði ekki störfum

Þrír hag­fræð­ing­ar fá nó­bels­verð­laun­in í ár fyr­ir að þróa til­raun­ir í hag­fræði, ekki síst á sviði kjara­rann­sókna. Nið­ur­stöð­ur einn­ar rann­sókn­ar­inn­ar gekk gegn hefð­bundn­um kenn­ing­um um að hækk­un lág­marks­launa myndi valda at­vinnu­leysi.

Nóbelsverðlaun í hagfræði: Sýndi að hækkun lágmarkslauna fækkaði ekki störfum
Verðlaunahafar nóbelsverðlauna í hagfræði David Card hjá Berkeley-háskóla, Joshua D. Angrist hjá MIT og Guido W. Imbens hjá Stanford hafa verið sæmdir nóbelsverðlaunum í hagfræði fyrir rannsóknir á tilraunum í raunaðstæðum. Mynd: AFP / Claudio BRESCIANI

Handhafar nóbelsverðlaunanna í hagfræði 2021 eru þrír hagfræðingar sem hafa verið leiðandi í því að leiða hagfræðilegan sannleika úr raunaðstæðum, eða í reynd hagfræðilegum tilraunum þegar tekin er ákvörðun um að breyta aðstæðum á einum stað en ekki öðrum.

Sænska nóbelsnefndin tilkynnti um val sitt rétt í þessu. Hagfræðingarnir, David Card, Johshua D. Angrist og Guido W. Imbens, starfa allir við bandaríska háskóla, en Imbens er fæddur í Hollandi og Angrist í Kanada. Þeir eru allir vinir, en fá verðlaunin fyrir framlag í sitt hvoru lagi á svipuðu sviði.

Hærri lágmarkslaun þýddu ekki meira atvinnuleysi

Meðal þekktra niðurstaðna af rannsóknum þremenninganna er  samanburðarrannsókn á hagrænum áhrifum þess að hækka lágmarkslaun. Samkvæmt hagfræðikenningum sem kenna mætti við frjálshyggju hefur skaðleg áhrif fyrir launafólk að hækka lágmarkslaun, meðal annars vegna þess að launahækkunin leiði til aukins kostnaðar fyrir fyrirtæki, sem aftur segi upp starfsfólki og þar með aukist atvinnuleysi, með neikvæðri heildarniðurstöðu. Rannsókn Davids Card sýndi fram á að þessi „viðtekna hugmynd“ væri röng, þegar hann rannsakaði raunaðstæður við það að eitt ríki, New Jersey, hækkaði lágmarkslaun úr 4,25 dollurum í 5,05 dollara, á meðan annað ríki, Pennsylvania, gerði það ekki. Rannsókn Cards í samstarfi við hagfræðinginn Alan Krueger snerist um að kanna starfsaðstæður og starfshlutfall starfsfólks í 400 skyndibitastöðum í ríkjunum tveimur.

Niðurstöðurnar tengjast einu helsta þema þjóðfélagsumræðu á Íslandi, eins og í mörgum öðrum samfélögum, sem snýst um áhrif þess að hækka lægstu laun. Þannig varaði formaður Samtaka atvinnulífsins við því í fyrra að launahækkanir í því árferði sem þá var, myndu auka atvinnuleysi. Á Íslandi hefur kjarni umræðunnar þó snúist um að launahækkanir geti aukið verðbólgu, þegar launþegar auka eftirspurn eftir vörum og þær hækka í verði fyrir vikið.

Lykilspurningar um orsakasamhengi

Kjarninn í framlagi Angrist og Imbens snýr að því að sundurgreina orsakatengsl frá tilfallandi þróun þegar inngrip verða í hagkerfinu. Áskorun hagfræðinga er meiri en annarra vísindamanna, þar sem þeir geta ekki haft stjórn á öllum breytum líkt og tilraunaaðferðin kallar á.

„Rannsóknir þeirra hafa bætt umtalsvert getu okkar til þess að svara lykilspurningum um orsakasamhengi, sem hefur orðið til mikilla hagsbóta fyrir samfélagið,“ segir í umsögn nóbelsnefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár