Viðskiptafélagarnir Sigfús Jónsson og Stefán Páll Þórarinsson voru hluthafar í félagi á Tortóla sem stofnað var til að reka fasteignir í furstadæminu Dúbaí. Félagið hét Operon Middle East Limited og var í þeirra eigu á árunum 2009 og 2010. Gögn um félagið er að finna í Pandóruskjölunum.
Þeir Sigfús og Stefán Páll voru á þessum tíma stjórnendur fyrirtækisins Nýsis sem meðal annars stundaði fiskveiðar í Afríku í gegnum félagið Sæblóm og fjárfesti í skólaverkefni Menntaskólans Hraðbrautar sáluga í Skotlandi. Nýsir var fyrirtæki sem var nokkuð umsvifamikið á Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008.
Segir Tortólafélagið hafa komið til af illri nauðsyn
Sigfús segir í samtali við Stundina að hann hafi átt hlut í fyrirtæki í Bretlandi og að þetta fyrirtæki hafi átt félagið á Tortóla. „Þetta var fyrirtæki á Tortóla utan um starfsemi í Dúbaí en það er löngu, löngu hætt. Þetta var selt til Malasíu árið 2010. …
Athugasemdir