Fyrri aukaspurning:
Hver er konan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða núverandi ríki var miðpunktur veldis Ottomana-ættarinnar?
2. Hver stofnaði — ásamt sonum sínum — útgerðarfyrirtækið Kveldúlf?
3. Í hvaða firði er Borðeyri?
4. Hvað er eða var T-34?
5. Abdulrazak Gurnah fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum fyrir skemmstu. Í hvaða núverandi ríki telst hann upprunninn?
6. Hann fæddist hins vegar á eyju einni, sem nú er bara hluti af viðkomandi ríki, en var þá sérstök eining undir ægishjálmi Breta. Þar höfðu löngum fyrr setið arabískir soldánar. Hvaða eyja er þetta?
7. Eiturefni eitt er að finna í eplakjörnum. Það er stórhættulegt en sem betur fer er það í svo örlitlu magni í kjörnunum að menn yrðu að borða gríðarlegt magn af eplum til að efnið færi að fara skaðleg áhrif. Hvaða eiturefni er þetta?
8. Hvar bíður mín brúðaval?
9. Hvaða bergpláneta í sólkerfinu okkar er algjörlega hulin þykkri skýjahulu?
10. Hvaða fyrirbæri ber latneska fræðiheitið gadus morhua?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað er að sjá á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Tyrkland.
2. Thor Jensen.
3. Hrútafirði.
4. Sovéskur skriðdreki.
5. Tansaníu.
6. Sansíbar.
7. Blásýra.
8. Í Búðardal.
9. Venus.
10. Þorskur.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er bandarísk fótboltakona að nafni Megan Rapinoe.
Á neðri myndinni er syðsti oddi Suður-Ameríku.
Að nefna Magellan-sund er líka rétt. Og jafnvel Eldlandið.
Gáið svo að hlekkjum hér að neðan.
Eftir þeim má rekja 540 spurningaþrautir aftur í tímann.
Athugasemdir