Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi

Ís­lend­ing­ur bú­sett­ur í Taílandi er pott­ur­inn og pann­an í rekstri um­deilds vef­hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is sem ger­ir út á tján­ing­ar­frels­isákvæði ís­lenskra laga. Klám, nýnas­ista­áróð­ur og nafn­laust níð er hýst á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég hef ekk­ert að fela,“ seg­ir mað­ur­inn, sem er einn þeirra sem af­hjúp­að­ir eru í Pan­dóru­skjöl­un­um.

Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi

Nafnlaust níðklám, áróður nýnasista, sala stera, sterkra verkjalyfja og annarra lyfseðilsskyldra lyfja er meðal þess efnis sem hýst er í gegnum fyrirtækið Orangewebsite. Það er sagt vera til húsa á Klapparstíg númer 7 í Reykjavík. Þar er þó ekkert vefhýsingarfyrirtæki. Fyrirtækið gefur sig út fyrir að hýsa efni án þess að þurfa að vita hver viðskiptavinurinn sé. „Okkar starf er að tryggja að þú verðir ekki fyrir ritskoðun eða áreiti einhvers sem er ekki sammála þér,“ segir á vef fyrirtækisins. 

Mikið er gert úr því að hýsingin fari fram á Íslandi og að íslensk lög gefi mikið svigrúm til tjáningarfrelsis. Þessi loforð hafa laðað að viðskiptavini í ólöglegum eða siðferðilega vafasömum viðskiptum til Orangewebsite, sem hefur fyrir vikið komist áður í kastljós fjölmiðla. Til að mynda fjallaði Stundin um fyrirtækið árið 2017 þegar í ljós kom að bandarísk nýnasistasíða, The Daily Stormer, væri hýst af fyrirtækinu og svo …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pandóruskjölin

Jón segir að verið sé að færa eignarhaldsfélag fjölskyldunnar frá Tortóla til Hong Kong
FréttirPandóruskjölin

Jón seg­ir að ver­ið sé að færa eign­ar­halds­fé­lag fjöl­skyld­unn­ar frá Tor­tóla til Hong Kong

Jón Ólafs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi vatns­verk­smiðj­unn­ar Icelandic Glacial í Ölfusi, seg­ir að brátt muni hann og fjöl­skylda ekki eiga fé­lag á Tor­tóla. Hann seg­ir að hann hafi hætt að nota Tor­tóla­fé­lög eft­ir að hann lenti í skatta­máli við ís­lenska skatt­inn sem var vís­að frá á end­an­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár