Nafnlaust níðklám, áróður nýnasista, sala stera, sterkra verkjalyfja og annarra lyfseðilsskyldra lyfja er meðal þess efnis sem hýst er í gegnum fyrirtækið Orangewebsite. Það er sagt vera til húsa á Klapparstíg númer 7 í Reykjavík. Þar er þó ekkert vefhýsingarfyrirtæki. Fyrirtækið gefur sig út fyrir að hýsa efni án þess að þurfa að vita hver viðskiptavinurinn sé. „Okkar starf er að tryggja að þú verðir ekki fyrir ritskoðun eða áreiti einhvers sem er ekki sammála þér,“ segir á vef fyrirtækisins.
Mikið er gert úr því að hýsingin fari fram á Íslandi og að íslensk lög gefi mikið svigrúm til tjáningarfrelsis. Þessi loforð hafa laðað að viðskiptavini í ólöglegum eða siðferðilega vafasömum viðskiptum til Orangewebsite, sem hefur fyrir vikið komist áður í kastljós fjölmiðla. Til að mynda fjallaði Stundin um fyrirtækið árið 2017 þegar í ljós kom að bandarísk nýnasistasíða, The Daily Stormer, væri hýst af fyrirtækinu og svo …
Athugasemdir (1)