Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslenskar blaðaútgáfur í uppnámi vegna pappírsskorts og verðhækkana

Minnst 40% verð­hækk­an­ir boð­að­ar á dag­blaðapapp­ír á næstu mán­uð­um og mun leggj­ast of­an á veru­leg­an ta­prekst­ur dag­blaða­út­gáfu. „Mjög erf­ið staða,“ seg­ir prent­smiðju­stjóri.

Íslenskar blaðaútgáfur í uppnámi vegna pappírsskorts og verðhækkana
Landsprent Prentsmiðjan Landsprent er staðsett í Hádegismóum, eins og Morgunblaðið, sem blaðið og prentsmiðjan eru í sömu eigu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Allt að 40% verðhækkun á dagblaðapappír er yfirvofandi, samkvæmt tilkynningu prentsmiðjunnar Landsprents til viðskiptavina sinna. Jafnframt verður prentun skömmtuð vegna pappírsskorts.

Þetta þýðir að stórar dagblaðaútgáfur, eins og Árvakur sem gefur út Morgunblaðið, og Torg, sem gefur út Fréttablaðið, taka á sig verulega kostnaðaraukningu og skammtanir á prentútgáfu á næstu mánuðum. Ástæðan er kórónaveirufaraldurinn og aðfangaskortur vegna hans.

Boða „verulega hækkun“

Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Landsprents, segir stöðuna „mjög erfiða“ á pappírsmarkaði um allan heim. Í tilkynningu frá Landsprenti til viðskiptavina er boðuð hækkun á prentverðum.

„Mjög erfið staða er núna og framundan næsta ár á pappírsmarkaði um allan heim. Hörgull er á pappír og hefur okkur reynst erfitt að fá allan þann pappír sem við viljum kaupa. Pappírsframleiðendur hafa lokað mörgum pappírsverksmiðjum eða breytt þeim þannig að þar er ekki lengur framleiddur blaðapappír. Á sama tíma er pappírsverð að hækka gríðarlega. Fyrirsjáanleg a.m.k. 40% verðhækkun á pappír, jafnvel meiri ef þróunin heldur svona áfram. Það þýðir auðvitað verulega hækkun á prentverðum. Ég upplýsi ykkur hér með um þetta svo þið getið búið ykkur undir það sem framundan er. Næstu vikur og mánuði verður jafnframt ekki hægt að verða við öllum óskum um aukaprentanir eða blaðstærðir.“

Landsprent er að fullu í eigu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, en prentar flest önnur blöð en Fréttablaðið, sem rekur eigin prentsmiðju. Þar á meðal eru Stundin, Viðskiptablaðið og fjöldi hérðasfréttablaða. Landsprent hagnaðist um 144 milljónir króna í fyrra og 161 milljón árið 2019.

Á sama tíma og boðaðar eru verulegar hækkanir á prentkostnaði dagblaðaútgáfu hefur verulegt tap orðið á starfsemi þeirra.

Bætist við risavaxið tap dagblaðaútgáfu

Torg, sem gefur út Fréttablaðið, hefur ekki skilað inn ársreikningi til ársreikningaskrár Skattsins þótt ársreikningalög kveði á um að það sé gert fyrir 1. september ár hvert. Árið 2019 tapaði félagið 212 milljónum króna.

Árvakur tapaði 75 milljónum króna í fyrra, en hefði tapað 210 milljónum ef ekki væri tekið tillit til hagnaðar Landsprents og fleiri liða sem tengjast ekki rekstri. Árið áður var rekstrartapið 245 milljónir króna og þar áður nam tapið 516 milljónum króna. Samtals hefur Árvakur tapað 2,4 milljörðum króna frá árinu 2010 til og með 2020.

Tapið af útgáfu Morgunblaðsins hefur fyrst og fremst verið fjármagnað með hlutafjáraukningu frá útgerðum sem eiga félagið, meðal annars Ísfélaginu í Vestmannaeyjum og tengdum aðilum og Íslenskum sjávarafurðum, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.

Ljóst er því að staðan á markaði með dagblaðapappír mun leggjast ofan á fyrirliggjandi taprekstur.

Fyrirvari um hagsmuni: Stundin er gefin út í prentútgáfu sem prentuð er í Landsprenti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár