Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitaði að svara spurningum héraðssaksóknara þegar hann var yfirheyrður í annað sinn vegna Namibíumálsins í sumar. Hann var einn þeirra sakborninga og vitna sem kölluð hafa verið til yfirheyrslu á síðustu mánuðum. Átta núverandi og fyrrverandi starfsmenn eru nú með réttarstöðu í málinu.
Ástæðurnar sem Þorsteinn Már gaf voru að hann hefði fengið takmarkaðar upplýsingar um sakarefni; ekki sé fullnægjandi að vísa til rannsóknar á mútugreiðslum frá Samherja og Samherja Holding, enda sé rekstur þessara tveggja félaga víðtækur. Í bókuninni segir hann vanta upplýsingar um stað, stund, verknaðaraðferð, geranda, þolanda, verkfærum, tengingu sína við málið og nákvæma tilvísun til refsiákvæða.
„Það er ábyrgðarlaust að tjá sig um gömul mál við slíkar aðstæður og án undirbúnings og yfirlegu yfir gögnin“
Hann bar líka fyrir sig aðferðum rannsakenda, að velja gögn og leggja fyrir saksóknara í þeirri röð sem embættið ákveður en í engu eða röngu …
Athugasemdir