Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

530. spurningaþraut: Spurningar um Suður-Ameríku

530. spurningaþraut: Spurningar um Suður-Ameríku

Allar spurningar þessa október-dags fjalla um Suður-Ameríku með einum eða öðrum hætti.

Fyrri myndaspurning:

Rithöfundurinn hér að ofan er frá Suður-Ameríku. Annars væri varla spurt um hana hér og nú. En hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ríki í Suður-Ameríku tilheyra Galapagos-eyjar?

2.  Í hvaða ríki var Atahualpa konungur?

3.  Allir vita að Brasilía er stærsta ríki Suður-Ameríku að flatarmáli. En hvaða ríki er næst stærst?

4.  Og þá á sama hátt — hvað er þriðja stærsta ríki álfunnar?

5.  Kona nokkur átti eiginmann sem varð forseti í heimalandi þeirra en hún þótti ekki síður áhrifamikil en hann. Hún dó ung og var syrgð ákaflega í landinu, en seinna var saminn vinsæll söngleikur um ævi hennar. Hvað var hún kölluð?

6.  Hæsti foss í heimi, Sálto Angel, er í einu ríkja Suður-Ameríku. Það er að segja ...?

7.  Hvaða ríki Suður-Ameríku hafa unnið heimsmeistaratitilinn í fótbolta karla? Svarið þarf að vera nákvæmt. Þið megið sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið upp á hár hve OFT lið frá Suður-Ameríku hafa unnið heimsmeistaratitilinn?

8.  Hvað heitir fjallgarðurinn sem liggur eftir Suður-Ameríku endilangri?

9.  Ákveðinn tónlistarstíll spratt upp í Brasilíu í byrjun 20. aldar. Þar blönduðust portúgölsk og brasilísk þjóðlagahefð við ryþma afrískra íbúa og úr varð einkar dansvæn og mjúk tónlist. Hvað kallast hún? Athugið að vissulega kemur hér kannski fleira en eitt svar til greina, en ég er að spyrja um frægustu og auðþekkjanlegustu tónlistarstefnuna sem þetta á við.

10.  Í Suður-Ameríku er ríki sem var eitt sinn nýlenda undir stjórn Breta. Árið 1667 var gerður samningur þar sem Bretar létu nýlenduna af hendi við Hollendinga, en fengu í stað smáborg eina sem Hollendingar höfðu reist í Norður-Ameríku, og var sú borg síðan nefnd New York. En hvað heitir nýlendan í Suður-Ameríku sem Hollendingar fengu í staðinn fyrir New York og er nú sjálfstætt ríki?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða suður-amerískri borg er ljósmyndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ekvador.

2.  Ríki Inka, en það er líka leyfilegt að segja Perú.

3.  Argentína.

4.  Perú.

5.  Evita. Landið er Argentína.

6.  Venesúela.

7.  Úrúgvæ, Brasilía og Argentína. Þau hafa unnið HM-gullið alls níu sinnum.

8.  Andesfjöll.

9.  Samba.

10.  Súrínam.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni heitir Isabel Allende.

Borgin á neðri myndinni er Rio je Janeiro.

Ef þið hafið verið í vafa, þá áttuði að þekkja borgina af handlegg hinnar risastóru Jesú-styttu sem gnæfir yfir borgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár