Sex af þeim níu flokkum sem bjóða sig fram til alþingiskosninga árið 2021 fengu falleinkunn fyrir umhverfis- og loftslagsstefnu sína ef miðað er við Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Óhætt er að fullyrða að meðlimir flokkanna voru misánægðir með niðurstöðurnar og kvörtuðu ýmsir sáran yfir lágri einkunn.
„Auðvitað er fólk aldrei ánægt með að fá einkunn sem það telur ekki vera nógu háa, sér í lagi ef það kemur því á óvart,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Einhverjir hafi þó tekið einkunnina til sín og nefnt að um væri að ræða gott spark í rassinn. „Það er auðvitað það sem við viljum, að hvetja öll til að gera betur.“
Vildu setja mestan þunga á loftslagsmálin
Hver flokkur gat fengið allt að 100 stig og var ákveðið að skipta kvarðanum í þrjá undirflokka, loftslagsmál, náttúruvernd og hringrásarsamfélag. „Við vildum setja mestan þunga á loftslagsmálin svo þau gilda 40 stig en hinir …
Athugasemdir