Utanaðkomandi maður nýtti sér í heimildarleysi aðgang Innheimtustofnunar sveitarfélaga að kerfum CreditInfo um sjö ára skeið, hið minnsta, til að slá upp kennitölum fólks þar og afla sér upplýsinga um ýmis fjárhagsleg málefni þess samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Manninum er einnig gefið að sök að hafa nýtt aðgang stofnunarinnar til að nálgast upplýsingar um lögaðila. Málið komst upp í október á síðasta ári í kjölfar kvartana til Innheimtustofnunar frá fólki sem kannaðist ekki við að stofnunin hefði heimild til að leita upplýsinga um það. Málið var kært til lögreglu og tilkynnt til Persónuverndar. Lögregla hefur lokið rannsókn málsins og bíður það nú afgreiðslu á ákærusviði lögreglu.
Í október á síðasta ári barst Innheimtustofnun sveitarfélaga athugasemd vegna uppflettinga í kerfi CreditInfo. Önnur viðlíka athugasemd barst í febrúar á þessu ári. Báðar áttu uppflettingarnar sér stað í október í fyrra. Um var að ræða uppflettingar í vinnuvélaskrá og ökutækjaskrá Samgöngustofu, upplýsingar sem …
Athugasemdir