Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Þorgerður Katrín varar við íhalds-hægri stjórn

Við­reisn tel­ur að teng­ing krónu við evru sé besta og fljót­virk­asta tæk­ið sem hægt er að beita í hag­stjórn­ar­mál­um til að bæta hag al­menn­ings og fyr­ir­tækja. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, gagn­rýn­ir sitj­andi rík­is­stjórn fyr­ir kyrr­stöðu og vörð um sér­hags­muni. Hún vill færa stjórn­mál­in inn á hina frjáls­lyndu miðju.

Tenging krónu við evru væri til þess fallin að auka gengisstöðugleika og auka fyrirsjáanleika í íslensku efnahagslífi. Þetta er mat Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að nú séu tækifæri til að ráðast í þá aðgerð.

„Við erum að benda á leiðir til að gera matarkörfuna ódýrari, til að gera húsnæðislánin þannig að þau slygi ekki fólk,“ segir Þorgerður og segir jafnframt að ef Viðreisn komist í þá stöðu að taka þátt í viðræðum um ríkisstjórnarmyndun að afloknum kosningum muni flokkurinn ekki gefa eftir í Evrópusambandsmálum með sama hætti og gerðist við myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eftir kosningarnar 2016.

Í viðtali í Kosningastundinni leggur Þorgerður Katrín jafnframt mikla áherslu á að kerfisbreytingar í sjávarútvegi, uppboðsleið og auðlindaákvæði í stjórnarskrá séu mál sem flokkurinn muni leggja höfuðáherslu á.

Þorgerður Katrín lýsir því jafnframt að sú gagnrýni sem hún mátti sæta eftir hrun hafi að mörgu leyti verið réttmæt. Hins vegar hafi þar verið gengið yfir strikið þegar setið var um heimili hennar og fjölskylda henna, börnin, sett í uppnám. „Mér fannst það erfitt, ég held að það sé það sem situr mest í mér.“

Gagnrýnir meðalmennsku ríkisstjórnarinnar

Þorgerður Katrín gagnrýnir sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn, harðlega fyrir að vera flokkur kyrrstöðu og að hann taki stöðu með sérhagsmunum fram yfir almannahagsmuni. Sitjandi ríkisstjórn fær sömu einkunn. Sorglegt sé að horfa upp á jafn einstakan stjórnmálamann og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formann Vinstri grænna, sem Þorgerður Katrín segist bera ómælda virðingu fyrir, nota ekki sína pólitísku inneign sterkar en hún hafi gert. „Meira að segja í loftslagsmálum erum við að horfa upp á meðalmennsku.“

Spurð hvort hún útiloki í þessu ljósi að Viðreisn gangi til liðs við núverandi ríkisstjórnarflokka að loknum kosningum segir Þorgerður Katrín að hún útiloki ekki samstarf við neinn en muni beita sér fyrir að stjórnmálin færist inn á hina frjálslyndu miðju. „Með fullri virðingu þá eru Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn hvað fjærst okkur á hinu pólitíska litrófi,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við að þó verið sé að vara við vinstri stjórn nú um stundir gjaldi hún varhug við að fara í hina áttina. „Ég vil vara sérstaklega við íhalds-hægri stjórn. Það er eitthvað sem er jafnvont og últra vinstristjórn.“

Glerþak yfir öllum málaflokkum í Sjálfstæðisflokknum

Í nýlegri skoðanakönnun mældist Viðreisn með 11,7 prósenta stuðning sem myndi skila flokknum um sjö þingmönnum í alþingiskosningunum undir lok þessa mánaðar. Í síðustu kosningum 2017 fenguð þið 6,9 prósent greiddra atkvæða og fjóra þingmenn kjörna. Hver eru þín viðbrögð við þessari og þeim könnunum sem hafa verið að koma Þorgerður?

„Þetta eru skoðanakannanir, það sem skiptir mestu máli er hvað kemur upp úr kössunum 25. september. Við stefnum að því að reyna að fá það mikið fylgi til að vera það afl sem þarf að okkar mati til að breyta í íslenskum stjórnmálum, að við förum frá þessari kyrrstöðu.“

Hvers vegna snerir þú aftur á þing?

„Það er kannski að pólitíkin hverfur aldrei úr manni. Ég  þurfti að hætta 2013, ég taldi það rétt, þurfti að stíga til hliðar og endurmeta og endurskoða sjálfa mig. Ég fann að ég var ekki alveg tilbúinn á endanum til þess að hætta. En ég vildi samt ekki fara aftur inn án þess að skynja það að ég gæti ekki orðið afl til að breyta. Ég hef oft lýst því þannig að mér finnst ég vera frjálsari í dag heldur en ég hef verið áður í pólitík.“

Þér fannst þú þá ekki hafa þetta frelsi á meðan þú varst í Sjálfstæðisflokknum?

„Ég hef stundum lýst því þannig að glerþakið er ekki bara í jafnréttismálum í þeim flokki heldur glerþakið er yfir alla málaflokkana. Þú færð frelsi upp að þessu glerþaki. Ég fann fyrir þessu glerþaki og ég skynjaði að það var ekkert mikið að breytast.“

„Þú færð frelsi upp að þessu glerþaki“

Þorgerður Katrín sagði af sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins í apríl 2010, eftir umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um lántöku hennar og eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar, og fór í tímabundið leyfi frá þingstörfum. Hún gaf ekki kost á sér í kosningunum 2013.

„Krafan er sú að fólk hætti og segja af sér. Þá gerir maður það og ég hætti 2013 en ég ætla samt að vona að við séum þannig samfélag að þegar fólk stígur til hliðar og fer í svona ákveðna sjálfsrýni að fólk fái þá svigrúm, sveigjanleika, til að byrja aftur. Annars er það mjög skrýtið samfélag ef það er ekki þannig. Það verður þá til að að fólk í pólitík munu ekki axla ábyrgð. Það mætti kannski fleiri gera það þá.“

Sorglegt að fólk noti ekki sína pólitísku inneign betur

Nú var umræðan samt mjög óvægin á sínum tíma, bæði sættir þú harðri gagnrýni, fjölmiðla og almennings og svo varðst þú  líka fyrir uppnefnum, ljótum nöfnum. Þurftir þú ekki að hugsa það vel og vandlega hvort þú værir tilbúin að snúa aftur inn á þetta svið?

„Gagnrýnin var með réttu að mörgu leyti, maður verður bara að horfast í augu við það. Sumt var ekki endilega réttlátt en annað var bara eitthvað sem við þurftum að horfast í augu við. Þetta var hluti af því sem maður íhugaði þegar ég kom inn aftur: Er ég að leggja meira álag á börnin, sem náttúrlega urðu fyrir ákveðnu aðkasti á sínum tíma. En um leið þá hugsaði ég: Ef ég geri þetta þá er verið að stjórna mér með óttanum og það er hluti af því, hvort sem er ég eða aðrir, að fólk í pólitík láti ekki hræða sig frá því sem sannfæringin er.

Ég hef ómælda ánægju af pólitík. Ég finn að ég hef kraftinn og ég finn líka að það er hægt að breyta og það er það sem mér finnst svo sorglegt þegar við horfum upp á pólitíkinni í dag og við horfum upp á jafn einstakan stjórnmálamann, sem ég ber mjög mikla virðingu, ómælda virðingu fyrir, eins og Katrínu Jakobsdóttir, þegar hún notar ekki sína pólitísku inneign betur og sterkar en hún gerir núna. Meira að segja í loftslagsmálum erum við að horfa upp á meðalmennsku.“

Þú segir að gagnrýni sem þú fékkst hafi að hluta til verið réttmæt,þannig að þú hefur væntanlega gert einhver mistök í þinni framgöngu á þessum árum?

„Ég er búinn að fara margfara yfir þetta í viðtölum og geri það að sjálfsögðu áfram. Ég held að það hafi verið ákveðin meðvirkni almennt í stjórnkerfinu og það er það sem ég hef sagt áður og farið yfir og er að reyna að nýta mér einmitt núna þegar maður hugsar um alls konar hluti sem eru núna að gerast.

Ég sagði einhvern tímann í einhverju yfirlætiskasti að einhver maður þyrfti að fara í endurmenntun. Ég held að ég hafi þurft, og hef sagt það við sjálfa mig, ég þurfti bara svolítið á henni sjálf að halda.“

Þannig að allt þetta er lærdómur?

„Ég held það. Fólki verða á mistök og það er í lagi svo lengi sem þú reynir að læra af því og horfast í augu við það og ekki hvítþvo sjálfan þig. Var sumt erfitt og óvægið? Já, mér fannst það erfitt þegar fólk var fyrir utan heimili mitt og setti fjölskyldu mína í ákveðið uppnám, ekki síst dóttur mína sem er varnarlaus. Mér fannst það erfitt, ég held að það sé það sem situr mest í mér.“

Krafan er réttlæti

Þú hefur tekið upp umræðu á Alþingi um vægi sérhagsmuna fram yfir almannahagsmuni og talað um að þessari ríkisstjórn sem situr núna hafi ekki aðeins mistekist að koma í veg fyrir að þessir hópar væru við völd, heldur að þeim hafi verið veitt þeim skjól. Hvað áttu við með því?

Er það ekki nokkuð ljóst? Eigum við að nefna auðlindaákvæði? Ég studdi eindregið þá vinnu sem sem Katrín Jakobsdóttir leiddi á meðal formanna. Síðan kemur í ljós að íhaldsflokkarnir sem eru með henni, sem sagt Framsókn og Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, vilja ekki tímabindingu samninga.

Viljum við í Viðreisn kollvarpa kerfinu? Nei, það viljum við ekki af því að við erum þeirrar skoðunar, ólíkt til dæmis Pírötum og Samfylkingu, að kerfið sé hluti af því að auka hagkvæmni og skilvirkni innan sjávarútvegsins. En það verður ekki sundur skilið frá kröfunni um réttlæti, frá kröfunni um sanngirni, um það að þjóðin fái aukið gjald fyrir einkaafnot til útgerðanna af auðlindinni.

Við sjáum að hið opinbera fiskverð er 30 til 40 prósentum lægra heldur en það sem sjávarútvegsfyrirtækin eru að greiða. Það þýðir að núna er gjaldið eitthvað um 4,8 eða 4,9 milljarðar. Það er minna heldur en tóbaksgjaldið sem er greitt í ríkissjóð. Því er ekkert ólíklegt að þjóðin og ríkið geti fengið um níu milljarða í staðinn fyrir þessa 4,5 eða 5 milljarða.

Þið boðið að það verði gert með uppboðsleiðinni. Hver er ávinningurinn af henni?

„Við viljum veita fyrirsjáanleika fyrir greinina. Það er algjört lykilatriði. Tökum sem dæmi að við tökum fjögur prósent á hverju ári og það þýðir samningar til 25 ára. Þá ertu tryggður með að minnsta kosti 96 prósent og þú bara bíður í á hverju ári.“

„Það er einn flokkur sem er að fá eitthvað 20 til 25 prósent sem er að stjórna því hvernig þetta er. Mér finnst það ekki boðlegt“

En hvers vegna á þá aðeins að bjóða hluta kvótans upp? Snýst það þá um þennan fyrirsjáanleika?

„Já, ef þetta er allt kallað inn í einu, eins og eins og aðrir flokkar vilja, þá teljum við að það geti gengið af greininni dauðri og við viljum það ekki. Við viljum halda skilvirkni, við viljum halda hagkvæmni en við viljum fá réttlæti. Við viljum sanngirni og það er það sem við erum að fara með þessari leið.

Þegar ég var sjávarútvegsráðherra, beitti ég mér fyrir því að koma á þverpólitískri nefnd sem hóf vinnu í þessum málaflokki. Allir flokkar, allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn, ljáðu máls á því að setja á tímabundna samninga, að það yrðu gerðir samningar um auðlindina okkar. Og hvað gerist, enn og aftur? Það er einn flokkur sem er að fá eitthvað 20, 25 prósent sem er að stjórna því hvernig þetta er. Mér finnst það ekki boðlegt.“

Sjálfstæðisflokkurinn stoppar sátt um fiskveiðikerfið

Þannig að það er þessi skortur á frelsi sem þú varst að lýsa áðan í Sjálfstæðisflokknum, sem líka kemur í veg fyrir að það sé gengið til verks í því að ganga frá málum í sátt við þjóðina um fiskveiðiauðlindina?

„Mér finnst það nokkuð nokkuð einboðið að meðan að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tilbúinn til þess að stíga eitt eða neitt skref til að reyna að ná þessari sátt í staðinn fyrir að fara alltaf í gaggið um það að auðlindagjaldið sé alltof hátt og sé að sliga allar útgerðir. Við sjáum að það er ekki rétt.“

En hvers vegna haldið þið að þið getið náð fram þessum breytingum núna?

„Það er kannski af því að við þorum að tala fyrir þessu. Hugsunin á bak við kerfið, sjálfbærni, kvótakerfið, framsal á milli, líka veðsetningarheimildir, þetta er allt saman af hinu góða. En þú getur ekki skilið hinn hlutann eftir. Við treystum okkur til að tala fyrir því að með núverandi kerfi er hægt að vinna. Það er hægt að gera það sanngjarnara og það er hægt að gera það þannig að bæði sjómenn og þjóðin fái hlut.“

Er þetta grundvallaratriði fyrir ykkur, upp á stjórnarþátttöku til dæmis?

„Já, þetta mun vega mjög þungt í okkar viðræðum, ef og þegar við komumst í stjórnarmyndunarviðræður. Það verður mjög erfitt að hvika frá þessari afstöðu okkar um að við verðum að sjá sterk og stór skref tekin í þessa veru.“

Segir Sósílistaflokkinn vera að draga flokkana til vinstri

Þú ert búin að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir skort á frelsi og framsýni. Þú ert búinn að gagnrýna sitjandi stjórn fyrir að hún sé kyrrstöðustjórn og sé ekki tilbúinn til að ráðast í breytingar. Útilokar þú það að starfa með þessum flokkum, að verða fjórði aðili í ríkisstjórn þessar flokka?

„Ég hef sagt það ítrekað að ég útiloka ekki samstarf við neinn. Ég hins vegar mun beita mér fyrir því, hvort sem það eru Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur eða aðrir flokkar sem eru á jaðrinum, að það verði meiri þungi inn á hina frjálslyndu miði. Þessi ríkisstjórn starfar á jöðrunum.“

„Þessi ríkisstjórn starfar á jöðrunum“

En tökum til dæmis Sósíalistaflokkinn, sem boðar að brjóta eigi upp stórútgerðirnar. Sérðu fyrir þér að þið getið unnið saman?

„Nei. Það liggur alveg ljóst fyrir og við Gunnar Smári erum búin að hittast nokkrum sinnum í samtali eða kappræðum og það er alveg ljóst að við erum flokkur sem við erum á öndverðum meiði. Með fullri virðingu þá eru Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn hvað fjærst okkur á hinu pólitíska litrófi.

Mér finnst vinstrið að verða meira til vinstri og svo bara getið þið giskað á hvaða flokkar það eru sem  mér finnst vera meira til vinstri. Sósíalistaflokkurinn er að draga flokkanna til vinstri meira til vinstri. En ég er algerlega á móti þeirri nálgun sem þau eru að boða í sjávarútvegskerfinu.“

En ef Sósíalistaflokkur Íslands er að draga vinstrið til vinstri, þrengir það þá ekki í raun og veru að ykkar valkostum eftir kosningar?

„Við höfum oft talað um hægri hagstjórn, vinstri velferð og við vorum að reyna að samþætta það. Það er verið að vara við vinstri stjórn. Já, það er alveg hægt, miðað við þá flokkasenu sem við erum að horfa upp á núna, að taka undir þá gagnrýni. En ég vil líka halda um leið uppi þeirri gagnrýni að ég vil vara sérstaklega við íhalds hægri stjórn. Það er eitthvað sem er jafnvont og últra vinstristjórn. Þunginn á hina frjálslyndu miðju, það er þangað sem sem við erum að beina okkar kröftum.“

Evrópumálin verða ekki gefin eftir

Árið 2016 myndaði Viðreisn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð þar sem ykkar helstu mál voru gefin eftir, það er að segja aðildarumsókn að Evrópusambandinu og markaðsverð fyrir fiskveiðiauðlindina. Hversu líklegt er að Viðreisn fari aftur inn í ríkisstjórn og gefi sín lykilmál eftir?

„Ég held að við lærum einmitt svolítið af þeim ríkisstjórnarviðræðum en við verðum líka að átta okkur á því að þetta var eftir mjög mikið þóf. Þetta var mjög erfið stjórnarmyndun og hún var bara með eins manns meirihluta. Það er alltaf erfitt. Ég held einmitt að við lærum af því að það kann að vera að þessi eftirgjöf sem fólki fannst vera til dæmis varðandi Evrópumálin í því stjórnarsamstarfi hafi verið einfaldlega of mikil.“

Hversu mikilvægt er Evrópusambandið fyrir Viðreisn? Mynduð setja það fyrir ykkur við stjórnarmyndun.

„Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er stórt og mikið mál. Það tekur tíma. Við erum að leggja áherslu á núna einfaldlega ódýrara Ísland, einfaldlega það að við getum gert ríkissjóð sem fyrst sjálfbæran. Það er verið að skila ríkissjóði núna samkvæmt fjármálaáætlun með meira en fimmtíu milljarða halla. Við erum að benda á leiðir til að gera matarkörfuna ódýrari, til að gera húsnæðislánin þannig að þau slygi ekki fólk og við höfum miklar áhyggjur núna af þeim vaxtahækkunum sem eru strax farnar af stað, hvaða áhrif það muni hafa á unga fólkið, sérstaklega sem var að kaupa sér íbúðir núna bara á síðasta ári og síðustu tveimur árum. Við erum að einblína á það og það gerum við með því að gera gagnvirka samninga við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, reyna að leita í smiðju Dana. Það sem skiptir okkur mestu máli er gengisstöðugleikinn og fyrirsjáanleikinn.“

Segir Viðreisn ekki skila auðu

Þarna ertu farin að tala um efnahagsstefnuna og sumsé Evrópusamvinnuna sem kannski stærsta bitann í efnahagsstefnu ykkar. Þið leggið mikla áherslu á að í kaflanum í ykkar stefnuskrá en það tekur tíma að fara í tvíhliða samninga við Evrópusambandið um að tengja gengi krónu við evru...

„Minni tíma heldur en að taka upp evru. Þess vegna leggjum við áherslu á þetta.“

En finnst þér þá ósanngjarnt að draga þá ályktun að í efnahagsstefnu ykkar sé því sem næst skilað auðu, eða alla vega að fáar handfastar aðrar aðgerðir séu kynntar til sögunnar?

„Þetta tekur minni tíma en að við förum í miklar skattahækkanir eða niðurskurð og þær afleiðingar sem eru af miklum niðurskurði, til að mynda í velferðarmálum og fara í skattahækkunarferli eða fara í það að flækja skattkerfið núna akkúrat á þessum tímapunkti. Nei, við erum ekki að skila auðu. Við erum náttúrulega búin að segja það sem við ætlum að gera varðandi sjávarútveg og teljum að það sé hægt að auka þar. En við teljum líka að það sé hægt að gera betur varðandi nýtingu fjármuna ríkisins.“

Nú hafði þið talað um að draga úr ríkisumsvifum og að auka einkarekstur. Á hvaða sviðum mynduð þið vilja draga úr og hvar viljið þið auka einkarekstur?

„Ef við tökum heilbrigðiskerfið sem dæmi, þar erum við eiginlega næstum því á öndverðum meiði við ríkisstjórnina og þá stefnu sem ríkisstjórnin öll rekur. Það þýðir ekki að benda bara á Svandísi Svavarsdóttur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur stutt eindregið þessa stefnu, bæði með samþykkt í fjárlögum en líka alls konar breytingar í ríkisstjórninni sem slíkri. Við viljum sterkt opinbert heilbrigðiskerfi samhliða einkarekstri. Við viljum miklu frekar vera áfram í norræna módelinu en ekki fara frá því og við óttumst það ekki að segja: Við viljum ekki tala um einkavæðingu eða ríkisæðingu, við viljum þjónustuvæðingu.“

„Ég heyri það að til að mynda Sjálfstæðisflokknum finnst rosalega erfitt að allt í einu sé hann líka látinn bera ábyrgð á þessum ólestri í heilbrigðismálum“

En nú er þetta miklu lengri saga, varðandi geðheilbrigðismálin, Landspítalann, niðurgreidda sálfræðiþjónustu til að mynda. Þetta er búið að vera í ólestri til lengri tíma. Hver ber ábyrgð á því?

„Já, já, þetta er alveg réttmæt spurning og ég heyri það að til að mynda Sjálfstæðisflokknum finnst rosalega erfitt að allt í einu sé hann líka látinn bera ábyrgð á þessum ólestri í heilbrigðismálum. En Sjálfstæðisflokkurinn er í undanfarin átta ár meira og minna búinn að vera með fjármálaráðuneytið. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér við ríkisstjórnarborðið eða í samþykkt nýrrar heilbrigðisáætlunar til 2030 eða í öðrum áætlunum varðandi heilbrigðismál, að það eigi að nálgast þetta með öðrum mætti? Nei, hann hefur ekki gert neitt í þessu.

Þess vegna er þetta hlálegt, ekki korteri fyrir kosningar heldur fimm mínútum fyrir kosningar, að allt í einu hvítþvo sig af þeim ólestri sem er að vissu leyti í íslensku heilbrigðiskerfi. Vel að merkja, í grunninn er það auðvitað sterkt en það er alveg óþolandi að horfa upp á óþarfa biðlista af því það er kergja í kerfinu.“

Vilja einfalda skattkerfið

Ein þau vandræði sem íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir eru vanfjármögnun. Þið hafið talað um að þið viljið lækka skuldir ríkissjóðs. Hvernig á að afla ríkissjóði tekna?

„Með því að veita fyrirtækjunum svigrúm. Meginverkefni okkar til að ríkissjóður geti staðið undir velferðarkerfinu er að atvinnulífinu gangi vel. Atvinnulífið verður að fá viðspyrnu, fá svigrúm til að geta hlaupið hraðar. Hvernig gerum við það best? Það gerum við best með því að vera hér meðal annars með gengisstöðugleika. Það er algjört lykilatriði að að fyrirtæki komi hingað, erlend fyrirtæki geti komið hingað og fjárfest, að fjárfestar hér heima geti farið í það að fjárfesta meira í íslensku atvinnulífi, með það í huga að vera ekki með í með mikinn ófyrirsjáanleika og óróa á markaði. Við getum látið atvinnulífið hlaupa hraðar þannig að hagvöxtur verði meiri heldur en vextirnir.“

Þið talið um að þið ætlið að beita hóflegri og sanngjarnri skattlagningu. Hvað eigið þið við með því? Hvað er hóflegt og hvað er réttlátt?

„Ég held að við notum þennan alþjóðlega samanburð bara. Við erum ekki ekki lágskatta land en við erum heldur ekki háskattaland. Ég held að við séum með kerfi sem að mínu mati mætti einfalda. En í stóru myndinni þá höfum við ekki farið þær leiðir sem til dæmis aðrar þjóðir hafa farið, til að mynda á Norðurlöndunum. Við erum með prógressít skattkerfi. Já, það er ágætt upp að einhverju vissu marki, ég myndi samt eins og ég segi vilja sjá það einfaldara. Norðurlandaþjóðirnar eru með kannski einfaldara skattkerfi en eru um leið með meiri styrki og stuðning við þá sem á þurfa að halda.“

„Ef það er eitthvað sem við þurfum núna er það að einfalda kerfið“

Þú ert á því að einfaldara skattkerfi væri til bóta. En hvað með til dæmis skatt á fjármagnstekjur? Sérðu fyrir þér þrepaskiptinu á þeirri skattheimtu?

„Ég get séð fyrir mér ýmsar breytingar á skattkerfinu. Það sem ég vil ekki gera er að að við tökum ekki heildstætt á málinu. Ef það er eitthvað sem við þurfum núna er það að einfalda kerfið, gera það einfaldara þannig að það verði auðveldara fyrir fólk og fyrirtæki að starfa í landinu.“

En er eitthvað flókið að starfa í þrepaskiptu kerfi skattalega?

„Nei, nei, ég er ekki að segja það. En ég vil ekki taka þátt í þessari umræðu, að flækja skattkerfið enn frekar með ýmsum tillögum sem geta verið settar fram með góðum hug ef það er til að flækja skattkerfið og ég man ekki eftir einhverjum skattstofni sem er lagður á sem hefur á endanum bitnað á neinum öðrum heldur en meðaltekjufólki.“

En finnst þér þá ástæða til að skattleggja fjármagnstekjur hærra?

„Eins og ég segi, ég myndi vilja taka þátt í því að skoða þetta heildstætt, ég reiðubúin í það. Ég er reiðubúinn til að skoða heildstætt þannig að ríkissjóður geti orðið sjálfbær.“

Mikilvægast að koma ríkissjóði á réttan kjöl

Ef þú kemst til valda, hvað er það allra brýnasta sem þú vilt leggja áherslu á?

„Að koma ríkissjóði á réttan kjöl. Að auka viðspyrnu í atvinnulífinu, þannig að við aukum svigrúm og öryggi fólks, meðal annars fjárhagslegt öryggi fólks. Ég vil sjá fleiri fyrirtæki verða að veruleika og ég vil sjá það verða betra að búa á Íslandi, að við horfum upp á samkeppnishæf lífskjör. Það er svona stóra þunga áherslan

Ef á að nefna eitthvað eitt mál, bara strax, kviss búmm bang, þá segi ég bara það sem ég hef sagt áður. Strax að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það tekur ekki langan tíma og við eigum að keyra það í gegn. En það er einn ríkisstjórnarflokkur sem hefur staðið gegn því. Það er eitthvað sem við gætum gert fljótt og hratt og kerfið ætti ekki að vera að þvælast fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kosningastundin

Guðmundur Ingi: Atkvæði greitt VG sé atkvæði greitt gegn hægri stjórn
FréttirKosningastundin

Guð­mund­ur Ingi: At­kvæði greitt VG sé at­kvæði greitt gegn hægri stjórn

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra geng­ur sátt­ur frá borði þótt Vinstri græn hafi ekki náð mik­il­væg­um mál­efn­um í gegn. Helst sér hann eft­ir mið­há­lend­is­þjóð­garð­in­um en mun halda bar­átt­unni áfram og seg­ir lofts­lags­mál­in vera stærstu verk­efn­in á kom­andi kjör­tíma­bili. Þar þarf að grípa til að­gerða í at­vinnu­líf­inu og friða bæði hluta af landi og hafi.
Kristrún: „Það er ekki gott að hér verði einhvers konar samfélagsrof“
ViðtalKosningastundin

Kristrún: „Það er ekki gott að hér verði ein­hvers kon­ar sam­fé­lags­rof“

Kristrún Frosta­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík suð­ur, seg­ir að hún hafi alltaf ver­ið jafn­að­ar­mað­ur í hjarta sínu þó hún hafi starf­að fyr­ir Við­skipta­ráð og fjár­mála­fyr­ir­tæki. Hún seg­ir að mik­il­vægt sé að efna­mik­ið fólk greiði meira til sam­fé­lags­ins og rök­styð­ur stór­eigna­skatta sem rétt­læt­is­mál og góða hag­stjórn.
Upplifði skort á heiðarleika í viðræðum við Katrínu síðast
FréttirKosningastundin

Upp­lifði skort á heið­ar­leika í við­ræð­um við Katrínu síð­ast

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­mað­ur svar­ar í Kosn­inga­stund­inni fyr­ir stefnu og fer­il Pírata. Hún sér fyr­ir sér marga mögu­leika á rík­is­stjórn­ar­mynd­un, þrátt fyr­ir að úti­loka tvo flokka og setja skil­yrði um nýja stjórn­ar­skrá. Hún seg­ist hafa haft trú á Katrínu Jak­obs­dótt­ur fyr­ir síð­ustu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur.
„Auðvaldið verður aldrei okkar samstarfsmaður“
ViðtalKosningastundin

„Auð­vald­ið verð­ur aldrei okk­ar sam­starfs­mað­ur“

Katrín Bald­urs­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins í Reykja­vík Suð­ur, seg­ir að Sósí­al­ista­flokk­ur­inn sé bú­inn að reikna út hversu mikl­ar tekj­ur hann þarf til þess að standa við lof­orð sín og hvernig hann ætl­ar að nálg­ast slík­ar tekj­ur en vill hins veg­ar ekki gefa upp hver upp­hæð­in er, það væri „fá­rán­legt“. Hún seg­ir Sósí­al­ista­flokk­inn ætla að byggja upp sinn eig­in fjöl­mið­il, leggja af styrki til fjöl­miðla í gegn­um rit­stjórn­ir og styrkja frek­ar blaða­menn í að fjalla um það sem flokkn­um finnst „þess virði“. Þá ætl­ar flokk­ur­inn sér einnig að setja á fót and-spill­inga­stofn­un.
Ætla að sækja 70 milljarða í lífeyrissjóðskerfið
ViðtalKosningastundin

Ætla að sækja 70 millj­arða í líf­eyr­is­sjóð­s­kerf­ið

Inga Sæ­land svar­ar fyr­ir stefnu Flokks fólks­ins í Kosn­inga­stund­inni. Hún seg­ir flokk­inn ætla að láta líf­eyr­is­sjóði greiða stað­greiðslu­skatta af ið­gjöld­um í sjóð­inn frek­ar en við út­greiðslu, líkt og er gert í dag. Þannig sér hún fyr­ir sér að færa 70 millj­arða tekj­ur úr fram­tíð­inni og til notk­un­ar strax í dag.
Bjarni Benediktsson sem forsætisráðherra er fyrsta tilboð Sjálfstæðisflokksins
FréttirKosningastundin

Bjarni Bene­dikts­son sem for­sæt­is­ráð­herra er fyrsta til­boð Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Birg­ir Árm­ans­son, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­ar fyr­ir stefnu og fer­il flokks­ins í Kosn­inga­stund­inni. Hann ver ráð­herra flokks­ins, heit­ir áherslu á skatta­lækk­an­ir og seg­ir kosn­ingalof­orð­in fjár­magn­ast með hag­vexti. Flokk­ur­inn mun gera upp­haf­lega kröfu um að formað­ur­inn Bjarni Bene­dikts­son verði for­sæt­is­ráð­herra í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um.

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.