Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

520. spurningaþraut: Hér víkur að landafræði, eyjum, fjöllum, gljúfrum og svoleiðis

520. spurningaþraut: Hér víkur að landafræði, eyjum, fjöllum, gljúfrum og svoleiðis

Allar spurningar í dag snúast úr landafræði og þá eingöngu erlendis.

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir eyjan sem sést hér fyrir miðju?

***

Aðalspurningar:

1.  Stóragil eða Grand Canyon er eitt glæsilegasta gljúfur í heimi, enda engin smásmíði. Það er 446 kílómetra langt, 49 kílómetra breitt þar sem það er breiðast og 1,800 metra djúpt þar sem það er dýpst. Það er í Bandaríkjunum eins og flestir vita, en hvað heitir áin sem hefur grafið þetta mikla gljúfur?

2.  Grand Canyon er samt ekki lengsta gljúfur á jörðinni. Það allra lengsta er talið vera 750 kílómetra langt, en reyndar hvorki eins breitt (um 10 kílómetra) né djúpt (líklega um 800 metra þar sem dýpst er) og Grand Canyon. Hvar er þetta langa gljúfur?

3.  Á mörkum hvaða ríkja rísa Pýreneafjöll?

4.  Annar fjallgarður gengur eftir Ítalíu endilangri. Hvað heitir hann?

5.  Hver af eftirtöldum eyjum er í Karíbahafi: Maui, Flores, Tahiti, Alcatraz, Barbados eða Tristan da Cunha?

6.  Baarah, Dhiddhoo, Filladhoo, Hoarafushi, Ihavandhoo, Kelaa, Maarandhoo, Mulhadoo, Thakandhoo, Thuraakunu, Uligamu, Utheemu og Vahafaru eru nöfn á byggðum eyjum í afskekktum eyjaklasa, sem er sjálfstætt ríki. Íbúar eru heldur fátækir, því miður, en ríka fólkinu í heiminum þykir þó fínt að heimsækja eyjaklasann. Hvað heitir hann?

7.  Í hvaða heimsálfu er landið Súrinam?

8.  Hvaða land í veröldinni heitir á tungu flestra heimamanna Suomi?

9.  Stærsta raunverulega stöðuvatnið í vestanverðri Evrópu (sem sagt ekki uppistöðulón af neinu tagi) liggur hátt í fögrum fjalladal og tvö ríki deila með sér ströndum þess. Hvað heitir þetta stöðuvatn?

10.  Sá punktur á landi á Jörðinni sem er lengst frá sjó mun vera 2.645 kílómetra frá næstu sjávarfjöru. Hann er nálægt landamærum tvegga ríkja. Hver eru þau, og nefna verður bæði rétt til að fá stig. 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir hafsvæðið sem (hluti af) sést hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Colorado-fljótið.

2.  Undir ísnum á Grænlandi.

3.  Spánar og Frakklands. Það er óþarfi að nefna Andorra, það er beinlínis í fjöllunum.

4.  Appenínafjöll.

5.  Barbados.

6.  Maldíve-eyjar á Indlandshafi.

7.  Suður-Ameríku.

8.  Finnland.

9.  Genfarvatn á mótum Sviss og Frakklands.

10.  Þessi staður er í Kína um 100 kílómetra frá landamærunum að Kasakstan.

Það er rauði punkturinn sem er lengst frá sjó.Hvað guli punkturinn er að gera þarna veit ég ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Eyjan á efri myndinni heitir Amager og er við Sjálandsstrendur í Danmörku. Ég sagði „fyrir miðju“.

Á neðri myndinni sést hins vegar hluti Eyjahafsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár