Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

520. spurningaþraut: Hér víkur að landafræði, eyjum, fjöllum, gljúfrum og svoleiðis

520. spurningaþraut: Hér víkur að landafræði, eyjum, fjöllum, gljúfrum og svoleiðis

Allar spurningar í dag snúast úr landafræði og þá eingöngu erlendis.

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir eyjan sem sést hér fyrir miðju?

***

Aðalspurningar:

1.  Stóragil eða Grand Canyon er eitt glæsilegasta gljúfur í heimi, enda engin smásmíði. Það er 446 kílómetra langt, 49 kílómetra breitt þar sem það er breiðast og 1,800 metra djúpt þar sem það er dýpst. Það er í Bandaríkjunum eins og flestir vita, en hvað heitir áin sem hefur grafið þetta mikla gljúfur?

2.  Grand Canyon er samt ekki lengsta gljúfur á jörðinni. Það allra lengsta er talið vera 750 kílómetra langt, en reyndar hvorki eins breitt (um 10 kílómetra) né djúpt (líklega um 800 metra þar sem dýpst er) og Grand Canyon. Hvar er þetta langa gljúfur?

3.  Á mörkum hvaða ríkja rísa Pýreneafjöll?

4.  Annar fjallgarður gengur eftir Ítalíu endilangri. Hvað heitir hann?

5.  Hver af eftirtöldum eyjum er í Karíbahafi: Maui, Flores, Tahiti, Alcatraz, Barbados eða Tristan da Cunha?

6.  Baarah, Dhiddhoo, Filladhoo, Hoarafushi, Ihavandhoo, Kelaa, Maarandhoo, Mulhadoo, Thakandhoo, Thuraakunu, Uligamu, Utheemu og Vahafaru eru nöfn á byggðum eyjum í afskekktum eyjaklasa, sem er sjálfstætt ríki. Íbúar eru heldur fátækir, því miður, en ríka fólkinu í heiminum þykir þó fínt að heimsækja eyjaklasann. Hvað heitir hann?

7.  Í hvaða heimsálfu er landið Súrinam?

8.  Hvaða land í veröldinni heitir á tungu flestra heimamanna Suomi?

9.  Stærsta raunverulega stöðuvatnið í vestanverðri Evrópu (sem sagt ekki uppistöðulón af neinu tagi) liggur hátt í fögrum fjalladal og tvö ríki deila með sér ströndum þess. Hvað heitir þetta stöðuvatn?

10.  Sá punktur á landi á Jörðinni sem er lengst frá sjó mun vera 2.645 kílómetra frá næstu sjávarfjöru. Hann er nálægt landamærum tvegga ríkja. Hver eru þau, og nefna verður bæði rétt til að fá stig. 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir hafsvæðið sem (hluti af) sést hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Colorado-fljótið.

2.  Undir ísnum á Grænlandi.

3.  Spánar og Frakklands. Það er óþarfi að nefna Andorra, það er beinlínis í fjöllunum.

4.  Appenínafjöll.

5.  Barbados.

6.  Maldíve-eyjar á Indlandshafi.

7.  Suður-Ameríku.

8.  Finnland.

9.  Genfarvatn á mótum Sviss og Frakklands.

10.  Þessi staður er í Kína um 100 kílómetra frá landamærunum að Kasakstan.

Það er rauði punkturinn sem er lengst frá sjó.Hvað guli punkturinn er að gera þarna veit ég ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Eyjan á efri myndinni heitir Amager og er við Sjálandsstrendur í Danmörku. Ég sagði „fyrir miðju“.

Á neðri myndinni sést hins vegar hluti Eyjahafsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár