Auður Lilja Erlingsdóttir,
verkefnastjóri á mannauðssviði hjá Háskóla Íslands.
Það var sól daginn sem himnarnir hrundu. Síminn hringdi. Hún vonaði að það stæði ekki illa á hjá mér. Næstu ár leitaði ég hamingjunnar. Ég leitaði á fjöllum, í ræktinni, í vinnunni, á barnum og hjá vinkonunum. Ó, hvað ég á bestu vinkonur í heimi. Það var ekki fyrr en ég gat hægt á mér, hætt að hlaupa þó að mér fyndist heimurinn vera að hrynja að ég fann ró. Því hamingjan er í hversdeginum. Hún er hér og núna. Að knúsa börnin, fara snemma í rúmið, lesa og vakna daginn eftir við það að eiginmaðurinn kemur með kaffi.
Mætum henni stundum þar sem við væntum hennar síst
Baldvin Þór Bergsson,
dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 hjá RÚV.
Við hjónin eignuðumst tvær stúlkur með stuttu millibili um leið og við fluttum milli landa, gerðum upp hús og skiptum um vinnu. …
Athugasemdir