Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Geðshræring í miðbænum þegar dyravörður hrinti konu fyrir bíl

Dyra­vörð­ur á Prik­inu var hand­tek­inn af lög­reglu eft­ir að kona lá með­vit­und­ar­laus í göt­unni. Leigu­bíls­stjóri heyrð­ist æpa af geðs­hrær­ingu í Ing­ólfs­stræti.

Geðshræring í miðbænum þegar dyravörður hrinti konu fyrir bíl
Bankastræti Dyravörður á skemmtistaðnum Prikinu, sem hér er til vinstri, var handtekinn eftir að hafa slasað konu. Myndin er úr safni. Mynd: Shutterstock

Dyravörður á skemmtistaðnum Prikinu við mót Bankastrætis og Ingólfsstrætis hrinti konu í veg fyrir leigubíl á nokkurri ferð um klukkan 10 í gærkvöldi.

Fjöldi fólks sá atvikið eða heyrðu dynk þegar keyrt var á konuna. Leigubílsstjórinn sem ók bifreiðinni æpti upp yfir sig af skelfingu þannig að heyrðist um miðbæinn, miður sín yfir atvikinu.

Konan lá hreyfingarlaus í götunni eftir að keyrt var á hana. Samkvæmt sjónarvotti sem Stundin ræddi við tók dyravörðurinn sig þá til við að lyfta konunni af götunni og upp á gangstétt.

Skömmu síðar kom ómerktur lögreglubíll á svæðið. Dyravörðurinn var handtekinn af lögreglu í kjölfarið.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er atvikinu lýst svo: „Um klukkan 22:00 var dyravörður handtekinn í miðbæ Reykjavíkur fyrir að hrinda konu í veg fyrir bifreið sem var ekið fram hjá skemmtistaðnum. Konan meiddist á hendi og var flutt á slysadeild.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
2
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
5
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár