Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skattakóngur í ótímabundnu leyfi vegna alvarlegrar kulnunar

Pét­ur Guð­jóns­son greiddi hæsta skatta í Mos­fells­bæ og Kjós á síð­asta ári. Pét­ur var greind­ur með al­var­lega kuln­un í starfi og fór í leyfi frá störf­um sín­um hjá Mar­el til að reyna að ná heilsu á ný. Jök­ull í Kal­eo greiddi þriðju hæstu skatt­ana í um­dæm­inu á síð­asta ári.

Skattakóngur í ótímabundnu leyfi vegna alvarlegrar kulnunar
Aðeins með 80 prósent orkunnar Pétur Guðjónsson hefur þurft að glíma við afleiðingar kulnunar í starfi. Mynd: Facebook

Pétur Guðjónsson, fyrrverandi stjórnandi hjá Marel, er skattakóngur ársins 2020 í Mosfellsbæ og Kjós með miklum yfirburðum. Alls greiddi Pétur, sem búsettur er í Kjósinni, 112 milljónir króna í skatta á síðasta ári, að stærstum hluta í tekjuskatt og útsvar. Pétur greiddi aðeins rúmar 9 milljónir í fjármagnstekjuskatt á árinu. Heildartekjur Péturs á síðasta ári námu rúmlega 271 milljónum króna. Þar af voru fjármagnstekjur um 42 milljónir. Launatekjur Péturs á mánuði námu rúmum 19 milljónum.

Síðasta haust kom út bók Sirrýar Arnarsdóttur, Þegar karlar stranda – og leiðin í land, þar sem hún ræðir við karla um kulnun, örmögnun og streitu. Einn þessara karla var Pétur sem lýsti því að læknir hefði greint hann með alvarlega kulnun og hann því farið í ótímabundið leyfi frá störfum til að reyna að ná heilsu á nýjan leik. Í viðtali sem tekið var við Pétur og Sirrý í Fréttablaðinu í september á síðasta ári sagði Pétur að hann væri kominn með um 80 prósent af orku sinni til baka en yrði aldrei eins og áður. „Ég fer aldrei meira en upp í áttatíu prósent og það er allt í lagi, þetta er verra fyrir þá sem yngri eru. Þetta er háalvarlegt mál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Tæp tvö hundruð manns í tekjuhæsta eina prósentinu með undir 500 þúsund í mánaðarlaun
FréttirTekjulistinn 2021

Tæp tvö hundruð manns í tekju­hæsta eina pró­sent­inu með und­ir 500 þús­und í mán­að­ar­laun

Á lista yf­ir tekju­hæsta 1% Ís­lend­inga eru 189 manns með und­ir 500 þús­und á mán­uði í laun en með­al­laun Ís­lend­inga í fullu starfi eru 670 þús­und krón­ur á mán­uði. Af þess­um 189 ein­stak­ling­um greiddu 27 þeirra ekk­ert í út­svar. Tekj­ur þessa Ís­lend­inga eru fyrst og fremst fjár­magn­s­tekj­ur.
Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár