Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Frásögn um ástina og dauðann blönduð aulahúmor

Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son hef­ur gef­ið út bók um and­lát eig­in­konu sinn­ar Engil­bjart­ar Auð­uns­dótt­ir. Eitt af því sem er óvenju­legt við skrif Ól­afs Teits er um­ræða hans um húm­or og mik­il­vægi hans í jafn­vel erf­ið­um og harm­ræn­um að­stæð­um.

Frásögn um ástina og dauðann blönduð aulahúmor
Lagskipt frásögn Ólafur Teitur hefur sagt frá andláti eiginkonu sinnar, Engilbjartar Auðunsdóttur, með þrenns konar hætti á þremur ólíkum miðlum. Fyrst á Facebook, svo á sérstökum minningarvef um hana og loks nú í bók. Mynd: b'Eggert J\xc3\xb3hannesson'

Einhver eftirminnilegustu skrif sem ég man eftir á Facebook eru stöðuuppfærslur Ólafs Teits Guðnasonar um veikindi konunnar sinnar, Engilbjartar Auðunsdóttur,  árið 2019. Hún veiktist snögglega - fékk alvarlega hjartabólgu - og var drifin út til Gautaborgar í sjúkraflugi til meðhöndlunar. Ólafur Teitur sagði frá líðan hennar á Facebook-síðu sinni næstu vikurnar allt þar til hún lést.

Þetta var svo sorgleg frásögn og sársauki og ást Ólafs Teits á konu sinni skein sterkt í gegn þrátt fyrir að hann reyndi að líta á björtu hliðarnar. Ég komst  við þegar ég las Facebook-síðuna hans. Skrif hans voru samt líka tempruð og yfirveguð, ekki einhver tilfinningaöskur, og jók það eiginlega á áhrif þeirra þegar hann sagði frá stöðunni. 

Stundum er orðið ,,harmaklám" eða ,,tilfinningaklám" notað til að lýsa frásögnum þar sem farið er yfir strikið í lýsingum af erfiðri reynslu, veikindum eða sorg. Hætt getur verið við að slíkar frásagnir missi einfaldlega marks af því þær verða yfirdrifnar, mögulega væmnar og tilgerðarlegar, á þreytandi hátt sem orðið getur óbærilegur þannig að lesandinn gefst upp.  Frásögn Ólafs Teits á Facebook var ekki þannig. 

,,Ég vona að ég verði ekki rekinn af spítalanum fyrir þetta."

Húmor í bland við tregann

Eitt af því sem var óvenjulegt við frásögn Ólafs Teits var hvernig hann sagði aulabrandara um hitt og þetta á Facebook samhliða fréttum af stöðu tilrauna læknanna á Sahlgrenska til að bjarga lífi Engilbjartar. Ólafur Teitur er áhugamaður um brandara og glúrinn aulahúmoristi, eins og Facebook-vinir hans fá gjarnan að sjá. Á Facebook-síðu sinni lék hann sér gjarnan með sænska tungu og ólíka merkingu orða á því máli og á íslensku. 

Lesandi Facebook-síðunnar hans vissi af hverju hann og Engilbjört voru í Svíþjóð, þannig að undirtextinn í öllu sem hann skrifaði þessar vikur varð hávarlegur, en samt sló hann á létta strengi. Ég hugsaði, þegar ég las Facebook-síðuna hans þessar vikur, að þetta hlyti að vera  leið Ólafs Teits til að létta aðeins á sér í óbærilegum aðstæðum þar sem kona hans lá á milli heims og heljar og hann gat ekki annað en einfaldlega beðið þess sem verða vildi. 

Aulahúmoristinn Ólafur TeiturEinn af aulabröndurunum sem Ólafur Teitur sagði á Facebook frá Sahlgrenska-spítalanum var þessi. ,,Aula" þýðir ,,álma" eða ,,salur" á sænsku og hafði hann skrifað ,,-húmor" aftan við mynd af skilti sem vísaði á tiltekinn sal.

Einn af aulabröndurunum sem Ólafur Teitur sagði meðan á dvölinni í Gautaborg stóð snerist um að hann skrifaði orðið ,,húmor" fyrir aftan orðið  ,,aula" á mynd af skilti á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu. ,,Aula" þýðir ,,salur" eða ,,álma" á sænsku.  Úr varð ,,aulahúmor". Ólafur bætti því við að hann stæðist ekki mátið. ,,Ég vona að ég verði ekki rekinn af spítalanum fyrir þetta." 

Kápan á bók Ólafs Teits

Frásögn í þremur ólíkum miðlum

Ólafur Teitur hefur nú gefið út bók um veikindi konu sinnar og sorgarferlið sem hann hefur gengið í gegnum frá andláti hennar. Bókin heitir Meyjarmissir og gefur hann bókina út sjálfur.  Ólafur Teitur, sem hefur starfað sem blaðamaður, upplýsingafulltrúi og nú aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ráðherra, er lipur penni sem hefur áður gefið út bækur, meðal annars um fjölmiðla.

Fyrir þá sem lásu skrif Ólafs Teits á Facebook þá er þessi bók lengri og ítarlegri útgáfa af því sem hann skrifaði þar, sem var eðli miðilsins samkvæmt brotakennt. Fyrir þá sem þekkja Ólaf Teit ekki persónulega þá var þessi gluggi á Facebook eina heimildin sem lesandinn hafði um stöðu veikinda Engilbjartar. Molakenndar frásagnir á Facebook geta hins vegar verið afar áhrifamiklar, sérstaklega ef undirtextinn á bak við allt sem viðkomandi skrifar er eins og í þessu tilfelli.  Ólafur Teitur hafði einnig birt stóran hluta textans í bókinni á sérstakri minningarsíðu um konu sína áður en hann gaf út bókina. Því má segja að Ólafur Teitur hafi sagt söguna, með ólíkum hætti, á þremur vígstöðvum.

,,Þegar hún lenti í Gautaborg var hjarta hennar hætt að slá"

Mjög erfið staða frá byrjun

Þegar ég byrjaði að lesa bókina sló það mig strax hvað Engilbjört kona hans var veik strax frá upphafi sjúkrahúslegunnar. Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég las Facebook-færslur Ólafs Teits enda voru þær skrifaðar þegar atburðirnir voru að gerast og læknarnir í Gautaborg voru að reyna sitt besta. 

Ólafur Teitur vissi ekki hvernig líðan konu hans myndi þróast og hann reyndi eðlilega að halda í vonina, bjartsýnina og jákvæðnina, eins og hann lýsir svo vel í bókinni. Bara við lestur á Facebook-færslum Ólafs Teits - ég þekki hann ekki persónulega og hef aldrei hitt hann - hélt ég að þau myndu komast í gegnum þetta. Við lestur bókarinnar kemur líka glöggt í ljós, sem lesandi Facebook-síðu Ólafs Teits vissi kannski ekki fyrir, að hann reynir almennt að forðast að mála skrattann á vegginn. 

Þegar Ólafur skrifaði textann í bókinni var kona hans hins vegar látin og andlát hennar er umfjöllunarefni bókarinnar. Lesandinn fær að vita hversu mjög var á brattann að sækja allt frá upphafssetningunni: ,,Þegar hún lenti í Gautaborg var hjarta hennar hætt að slá," segir Ólafur Teitur í upphafi fyrsta kaflans ,,Lífróðri". 

Engilbjört var tengd við hjarta- og öndunarvél sem hélt henni lifandi því hennar eigið hjarta var hætt að slá.  Læknarnir leituðu leiða  til að koma hennar eigin hjarta aftur í gang. Á seinni stigum var íhugað að græða í hana gjafahjarta. Svo fékk Engilbjört heilablæðingu þegar útlit var fyrir að hún myndi mögulega lifa af eftir allt sem á undan var gengið. Hún var 46 ára þegar hún lést. 

,,Eins sennilega og þetta hljómar eru þó ábyggilega takmörk fyrir því hve mikinn húmor er heilbrigt að leggja á sjálfan sig og aðra í erfiðum aðstæðum."

Af hverju húmor á erfiðum stundum?

Þessi alvarlega staða Engilbjartar allt frá byrjun setur notkun Ólafs Teits á húmor og léttleika í stöðuuppfærslum á Facebook, og í sendingum á vini og vandamenn sem hann reifar í bókinni, um líðan konu sinnar líka í annað ljós. Ef staðan var svona vonlítil allt frá byrjun hvernig gat hann þá séð spaugilegu hliðarnar á tilverunni? 

Hann ræðir sérstaklega um þetta í bókinni og undirstrikar að auðvitað séu takmörk fyrir því hversu mikinn húmor manneskja í erfiðum aðstæðum getur lagt á sjálfan sig og aðra: ,,Það mætti vel líta húmor við slíkar aðstæður hornauga, telja hann óheilbrigðan flótta frá veruleikanum, en mér sýnist fagfólk frekar líta á hann sem eitt af þeim tækjum sem okkur eru gefin til að takast á við erfiðleika. Þórbergur [Þórðarson] segir í Bréfi til Láru: ,,Dulspekingur einn hefir sagt, að meginskilskilyrði fyrir verulegum framförum í andlegum efnum sé að geta séð alvarlega hluti í broslegu ljósi. Og ég veit, að þessi gáfa hefir fleytt mér yfir torfæfur lífsins. Þorri manns bíður tjón á sál sinni vegna skorts á ,,húmórískum sans". Eins sennilega og þetta hljómar eru þó ábyggilega takmörk fyrir því hve mikinn húmor er heilbrigt að leggja á sjálfan sig og aðra í erfiðum aðstæðum. Stundum er nauðsynlegt að horfa einfaldlega í myrkrið. Það er síðan annað mál, og ekki síður áhugavert, að hve miklu leyti við getum stýrt þessum viðbrögðum okkar."

Það er svo lýsandi fyrir bókina og þá lífsafstöðu sem birtist í henni að Ólafur Teitur endar hana á því að vitna í bréf sem hann fékk frá tónlistarmanninum Megasi eftir að hann hafði falast eftir leyfi til að birta textabrot eftir hann í bókinni. Ólafur Teitur hafði sent Engilbjörtu kasettu með lagi Megasar Viltu byrja með mér? eftir að þau kynntust. Leyfið hjá Megasi var auðsótt og lokaorð hans til Ólafs Teits snúast um glímu hans við sorgina og um lífið:  ,,Ég harma missi þinn en dáist að aðferð þinni við að vinna úr honum. Gangi ykkur feðgum vel. Vivi, Megas."

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár