Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Frásögn um ástina og dauðann blönduð aulahúmor

Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son hef­ur gef­ið út bók um and­lát eig­in­konu sinn­ar Engil­bjart­ar Auð­uns­dótt­ir. Eitt af því sem er óvenju­legt við skrif Ól­afs Teits er um­ræða hans um húm­or og mik­il­vægi hans í jafn­vel erf­ið­um og harm­ræn­um að­stæð­um.

Frásögn um ástina og dauðann blönduð aulahúmor
Lagskipt frásögn Ólafur Teitur hefur sagt frá andláti eiginkonu sinnar, Engilbjartar Auðunsdóttur, með þrenns konar hætti á þremur ólíkum miðlum. Fyrst á Facebook, svo á sérstökum minningarvef um hana og loks nú í bók. Mynd: b'Eggert J\xc3\xb3hannesson'

Einhver eftirminnilegustu skrif sem ég man eftir á Facebook eru stöðuuppfærslur Ólafs Teits Guðnasonar um veikindi konunnar sinnar, Engilbjartar Auðunsdóttur,  árið 2019. Hún veiktist snögglega - fékk alvarlega hjartabólgu - og var drifin út til Gautaborgar í sjúkraflugi til meðhöndlunar. Ólafur Teitur sagði frá líðan hennar á Facebook-síðu sinni næstu vikurnar allt þar til hún lést.

Þetta var svo sorgleg frásögn og sársauki og ást Ólafs Teits á konu sinni skein sterkt í gegn þrátt fyrir að hann reyndi að líta á björtu hliðarnar. Ég komst  við þegar ég las Facebook-síðuna hans. Skrif hans voru samt líka tempruð og yfirveguð, ekki einhver tilfinningaöskur, og jók það eiginlega á áhrif þeirra þegar hann sagði frá stöðunni. 

Stundum er orðið ,,harmaklám" eða ,,tilfinningaklám" notað til að lýsa frásögnum þar sem farið er yfir strikið í lýsingum af erfiðri reynslu, veikindum eða sorg. Hætt getur verið við að slíkar frásagnir missi einfaldlega marks af því þær verða yfirdrifnar, mögulega væmnar og tilgerðarlegar, á þreytandi hátt sem orðið getur óbærilegur þannig að lesandinn gefst upp.  Frásögn Ólafs Teits á Facebook var ekki þannig. 

,,Ég vona að ég verði ekki rekinn af spítalanum fyrir þetta."

Húmor í bland við tregann

Eitt af því sem var óvenjulegt við frásögn Ólafs Teits var hvernig hann sagði aulabrandara um hitt og þetta á Facebook samhliða fréttum af stöðu tilrauna læknanna á Sahlgrenska til að bjarga lífi Engilbjartar. Ólafur Teitur er áhugamaður um brandara og glúrinn aulahúmoristi, eins og Facebook-vinir hans fá gjarnan að sjá. Á Facebook-síðu sinni lék hann sér gjarnan með sænska tungu og ólíka merkingu orða á því máli og á íslensku. 

Lesandi Facebook-síðunnar hans vissi af hverju hann og Engilbjört voru í Svíþjóð, þannig að undirtextinn í öllu sem hann skrifaði þessar vikur varð hávarlegur, en samt sló hann á létta strengi. Ég hugsaði, þegar ég las Facebook-síðuna hans þessar vikur, að þetta hlyti að vera  leið Ólafs Teits til að létta aðeins á sér í óbærilegum aðstæðum þar sem kona hans lá á milli heims og heljar og hann gat ekki annað en einfaldlega beðið þess sem verða vildi. 

Aulahúmoristinn Ólafur TeiturEinn af aulabröndurunum sem Ólafur Teitur sagði á Facebook frá Sahlgrenska-spítalanum var þessi. ,,Aula" þýðir ,,álma" eða ,,salur" á sænsku og hafði hann skrifað ,,-húmor" aftan við mynd af skilti sem vísaði á tiltekinn sal.

Einn af aulabröndurunum sem Ólafur Teitur sagði meðan á dvölinni í Gautaborg stóð snerist um að hann skrifaði orðið ,,húmor" fyrir aftan orðið  ,,aula" á mynd af skilti á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu. ,,Aula" þýðir ,,salur" eða ,,álma" á sænsku.  Úr varð ,,aulahúmor". Ólafur bætti því við að hann stæðist ekki mátið. ,,Ég vona að ég verði ekki rekinn af spítalanum fyrir þetta." 

Kápan á bók Ólafs Teits

Frásögn í þremur ólíkum miðlum

Ólafur Teitur hefur nú gefið út bók um veikindi konu sinnar og sorgarferlið sem hann hefur gengið í gegnum frá andláti hennar. Bókin heitir Meyjarmissir og gefur hann bókina út sjálfur.  Ólafur Teitur, sem hefur starfað sem blaðamaður, upplýsingafulltrúi og nú aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ráðherra, er lipur penni sem hefur áður gefið út bækur, meðal annars um fjölmiðla.

Fyrir þá sem lásu skrif Ólafs Teits á Facebook þá er þessi bók lengri og ítarlegri útgáfa af því sem hann skrifaði þar, sem var eðli miðilsins samkvæmt brotakennt. Fyrir þá sem þekkja Ólaf Teit ekki persónulega þá var þessi gluggi á Facebook eina heimildin sem lesandinn hafði um stöðu veikinda Engilbjartar. Molakenndar frásagnir á Facebook geta hins vegar verið afar áhrifamiklar, sérstaklega ef undirtextinn á bak við allt sem viðkomandi skrifar er eins og í þessu tilfelli.  Ólafur Teitur hafði einnig birt stóran hluta textans í bókinni á sérstakri minningarsíðu um konu sína áður en hann gaf út bókina. Því má segja að Ólafur Teitur hafi sagt söguna, með ólíkum hætti, á þremur vígstöðvum.

,,Þegar hún lenti í Gautaborg var hjarta hennar hætt að slá"

Mjög erfið staða frá byrjun

Þegar ég byrjaði að lesa bókina sló það mig strax hvað Engilbjört kona hans var veik strax frá upphafi sjúkrahúslegunnar. Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég las Facebook-færslur Ólafs Teits enda voru þær skrifaðar þegar atburðirnir voru að gerast og læknarnir í Gautaborg voru að reyna sitt besta. 

Ólafur Teitur vissi ekki hvernig líðan konu hans myndi þróast og hann reyndi eðlilega að halda í vonina, bjartsýnina og jákvæðnina, eins og hann lýsir svo vel í bókinni. Bara við lestur á Facebook-færslum Ólafs Teits - ég þekki hann ekki persónulega og hef aldrei hitt hann - hélt ég að þau myndu komast í gegnum þetta. Við lestur bókarinnar kemur líka glöggt í ljós, sem lesandi Facebook-síðu Ólafs Teits vissi kannski ekki fyrir, að hann reynir almennt að forðast að mála skrattann á vegginn. 

Þegar Ólafur skrifaði textann í bókinni var kona hans hins vegar látin og andlát hennar er umfjöllunarefni bókarinnar. Lesandinn fær að vita hversu mjög var á brattann að sækja allt frá upphafssetningunni: ,,Þegar hún lenti í Gautaborg var hjarta hennar hætt að slá," segir Ólafur Teitur í upphafi fyrsta kaflans ,,Lífróðri". 

Engilbjört var tengd við hjarta- og öndunarvél sem hélt henni lifandi því hennar eigið hjarta var hætt að slá.  Læknarnir leituðu leiða  til að koma hennar eigin hjarta aftur í gang. Á seinni stigum var íhugað að græða í hana gjafahjarta. Svo fékk Engilbjört heilablæðingu þegar útlit var fyrir að hún myndi mögulega lifa af eftir allt sem á undan var gengið. Hún var 46 ára þegar hún lést. 

,,Eins sennilega og þetta hljómar eru þó ábyggilega takmörk fyrir því hve mikinn húmor er heilbrigt að leggja á sjálfan sig og aðra í erfiðum aðstæðum."

Af hverju húmor á erfiðum stundum?

Þessi alvarlega staða Engilbjartar allt frá byrjun setur notkun Ólafs Teits á húmor og léttleika í stöðuuppfærslum á Facebook, og í sendingum á vini og vandamenn sem hann reifar í bókinni, um líðan konu sinnar líka í annað ljós. Ef staðan var svona vonlítil allt frá byrjun hvernig gat hann þá séð spaugilegu hliðarnar á tilverunni? 

Hann ræðir sérstaklega um þetta í bókinni og undirstrikar að auðvitað séu takmörk fyrir því hversu mikinn húmor manneskja í erfiðum aðstæðum getur lagt á sjálfan sig og aðra: ,,Það mætti vel líta húmor við slíkar aðstæður hornauga, telja hann óheilbrigðan flótta frá veruleikanum, en mér sýnist fagfólk frekar líta á hann sem eitt af þeim tækjum sem okkur eru gefin til að takast á við erfiðleika. Þórbergur [Þórðarson] segir í Bréfi til Láru: ,,Dulspekingur einn hefir sagt, að meginskilskilyrði fyrir verulegum framförum í andlegum efnum sé að geta séð alvarlega hluti í broslegu ljósi. Og ég veit, að þessi gáfa hefir fleytt mér yfir torfæfur lífsins. Þorri manns bíður tjón á sál sinni vegna skorts á ,,húmórískum sans". Eins sennilega og þetta hljómar eru þó ábyggilega takmörk fyrir því hve mikinn húmor er heilbrigt að leggja á sjálfan sig og aðra í erfiðum aðstæðum. Stundum er nauðsynlegt að horfa einfaldlega í myrkrið. Það er síðan annað mál, og ekki síður áhugavert, að hve miklu leyti við getum stýrt þessum viðbrögðum okkar."

Það er svo lýsandi fyrir bókina og þá lífsafstöðu sem birtist í henni að Ólafur Teitur endar hana á því að vitna í bréf sem hann fékk frá tónlistarmanninum Megasi eftir að hann hafði falast eftir leyfi til að birta textabrot eftir hann í bókinni. Ólafur Teitur hafði sent Engilbjörtu kasettu með lagi Megasar Viltu byrja með mér? eftir að þau kynntust. Leyfið hjá Megasi var auðsótt og lokaorð hans til Ólafs Teits snúast um glímu hans við sorgina og um lífið:  ,,Ég harma missi þinn en dáist að aðferð þinni við að vinna úr honum. Gangi ykkur feðgum vel. Vivi, Megas."

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár