Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

504. spurningaþraut: Um hvaða konu er sögð óttaleg kjaftasaga um hest?

504. spurningaþraut: Um hvaða konu er sögð óttaleg kjaftasaga um hest?

Fyrri aukaspurning:

Hvern má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 2015 lét Haraldur Briem af tilteknu embætti enda orðinn sjötugur. Haraldur hafði gegnt þessu starfi í 18 ár. Hvað hét eftirmaður Haraldar í starfi?

2.  Árið 1972 gerðu þrír hryðjuverkamenn vélbyssuárás á farþega og starfsfólk á flugvelli einum í Ísrael. Þeir drápu 26 manns og særðu nærri 100. Árásin var gerð í nafni palestínskra hryðjuverkasamtaka en árásarmennirnir þrír komu frá allt öðrum samtökum og allt öðru landi. Hvaðan komu þeir?

3.  „Wombat“ kallast dýr eitt en af því eru reyndar til nokkrar tegundir. Á íslensku er „wombat“ nefnt „vambi“. Sérkennilegt er að vambar búa upprunalega aðeins í einu landi heimsins. Hvaða land er það?

4.  Hver sagði af sér ráðherraembætti á Íslandi árið 2014?

5.  Hvað heitir sú forna trjákvoða sem þykir mikið gersemi og er meðal annars kunn fyrir að geyma milljónatuga gömul skordýr?

6.  Fyrir fáeinum vikum lést fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins en hann hafði gegnt starfinu samfleytt 1972-2008. Hvað hét hann?

7.  Þessi ritstjóri átti náið og gott samstarf við annan ritstjóra Morgunblaðsins sem lét af störfum 2001. Sá hefur mörg járn í eldinum og er afkastamikið og virt ljóðskáld. Hvað heitir hann?

8.  Hver fékk Óskarsverðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki árið 1991 fyrir að túlka unga metnaðargjarna FBI-lögreglukonu?

9.  Hver er næst fjölmennasti þéttbýlisstaður á Íslandi á eftir höfuðborginni Reykjavík?

10.  Skelfileg kjaftasaga um eina mikla valdakonu á 18. öld hermir að hún hafi verið svo kynferðislega áhugasöm að hún hafi meðal annars átt mök við hest, og jafnvel að hún hafi dáið við þær aðfarir. Þetta er tóm vitleysa, en hvaða kona var aðalpersónan í þessari slúðursögu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fána má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þórólfur Guðnason.

2.  Þremenningarnir voru japanskir.

3.  Ástralía. Vambar eru pokadýr.

4.  Hanna Birna.

5.  Raf.

6.  Styrmir Gunnarsson.

7.  Matthías Johannessen.

8.  Jodie Foster.

9.  Kópavogur.

10.  Katrín mikla.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Gandhí andlegan leiðtoga Indverja framan af 20. öld.

Á neðri myndinni er fáni Írans.

***

Og hér enn neðar eru hlekkir á eldri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár