Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tekjuhæsti Kópavogsbúinn: „Hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira“

Kári Stef­áns­son er skattakóng­ur Kópa­vogs 2020. Hann er þeirra skoð­un­ar að eðli­legt hefði ver­ið að hann borg­aði að minnsta kosti 70 millj­ón­um króna meira í skatta. Auka þurfi sam­neysl­una með því að sækja fé til þeirra sem mik­ið eiga í stað þess að skatt­leggja hina fá­tæku.

Tekjuhæsti Kópavogsbúinn: „Hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira“
Vill skattleggja auðkýfinga en ekki fátæklinga Kári Stefánsson segir eðlilegt að sæka peninga þangað sem þá er að hafa til að auka samneysluna. Mynd: Kristinn Magnússon

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er skattakóngur Kópavogs árið 2020. Kári var jafnframt tekjuhæstur allra Kópavogsbúa og 13. tekjuhæsti Íslendingurinn á síðasta ári. Að hans mati er glórulaust að auðkýfingar eins og hann sjálfur séu ekki skattlagðir hærra en raun ber vitni. „Ef það reynist rétt að ég hafi haft 300 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári, hvernig í ósköpunum stendur á að ég er að borga einhvern 22 prósent skatt af því frekar en að borga af því eins og eðlilegt væri sem hvern annan tekjuskatt?“

Samkvæmt álagningarskrá hafði Kári 309 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári og 410 milljónir króna í heildartekjur yfir árið. Af því greiddi hann 112 milljónir króna í skatta og þar af voru 68 milljónir fjármagnstekjuskattur. Hefðu fjármagnstekjur Kára verið skattlagðar eins og launatekjur hefði hann hins vegar greitt nálægt 142 milljónum króna í skatt af þeim, ríflega tvöfalt hærri upphæð.

Í samtali við Stundina segir Kári að hans launatekjur hafi berið óbreyttar síðustu níu ár, hann hafi verið í sömu vinnu með sömu laun þann tíma.  „Fjármagnstekjurnar hins vegar eru ekki raunverulegar fjármagnstekjur heldur gengishagnaður. Það gerðist þannig að um mitt síðasta ár, þegar gengi íslensku krónunnar var sem lægst, þá komu einhver erlend skuldabréf sem ég átti á gjalddaga og ég er skattlagður fyrir þann gengishagnað. Fyrir lok ársins var hins vegar gengi íslensku krónunnar komið á svipaðan stað og áður þannig að þessi gengishagnaður minn stóð ekki mjög lengi. Ég borga sem sagt fjármagnstekjuskatt af gengisfalli íslensku krónunnar, sem mér finnst alveg sjálfsagt.“

„Ég er ekki endilega viss um að það séu mjög margir í mínum hópi sem myndu hoppa upp á sápukassa á götuhorni og hrópa þetta“
Kári Stefánsson
auðkýfingur

Kári er þrátt fyrir þetta alls ekki á því að Íslendingar ættu að taka upp annan gjaldmiðil. „Ég vil endilega að við séum áfram með íslenska krónu, sem mér þykir vænt um. Ég held að hún sé ein af ástæðunum fyrir að við komum betur út í hruninu árið 2007 en ella.“

„Ber meira úr býtum en eðlileg mætti teljast“

Aftur á móti er Kári eindregið þeirrar skoðunar að skattleggja ætti hann sjálfan og aðra auðkýfinga í meira mæli en gert er. „Það er alveg ljóst af þessum skattatekjum að ég ber meira úr býtum heldur en eðlilegt mætti teljast og það er líka alveg ljóst að það væri hægt að hafa töluvert út úr því fyrir ríkið að leggja á mig hærri skatt.“

Spurður hvort hann myndi borga hærri skatt möglunarlaust svarar Kári: „Ég mögla yfir öllu, meira að segja því sem mér þykir sanngjarnt. En já, mér þætti það sanngjarnt. Við þurfum að auka samneyslu í íslensku samfélagi og til þess að fjármagna hana er eðlilegt að skattleggja þá sem eiga mikið í staðinn fyrir að auka samneysluna með því að skattleggja hina fátæku. Mér þykir það alveg gjörsamlega sjálfsagt og ég held að það hljóti að vera öllum ljóst. Ef þú skoðar þann gífurlega mun sem er á þeim sem eiga og þeim sem ekkert eiga í íslensku samfélagi þá sérðu að ef þú ætlar að ná einhverju til að fjármagna betra heilbrigðiskerfi, betra skólakerfi, betra húsnæðiskerfi og svo framvegis, þá hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira. Ef það reynist rétt að ég hafi haft 300 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári, hvernig í ósköpunum stendur á að ég er að borga einhvern 22 prósent skatt af því frekar en að borga af því eins og eðlilegt væri sem hvern annan tekjuskatt? Ég fæ ekki annað séð en að sá munur sé bókstaflega settur þar til að menn eins og ég fitni meira á prikinu.“

Þegar Kári er spurður hvort hann telji að hann eigi sér marga skoðanabræður í þessum efnum, í hópi þeirra sem hæstar tekjurnar hafa, svarar hann því til að hann telji að þeir séu fleiri en færri í þeim hópi sem ættu erfitt með að andmæla þessu. „Ég er ekki endilega viss um að það séu mjög margir í mínum hópi sem myndu hoppa upp á sápukassa á götuhorni og hrópa þetta en ég er alveg viss um að það er fullt af fólki í þessum hópi sem gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að auka tekjur ríkisins. Þú sækir ekki fé annars staðar en það er til staðar og þarna er það helst að hafa.“

Guðmundur hefði greitt tvöfalt hærri skatt hefði Kári fengið að ráða

Næstur Kára í röðinni yfir tekjuhæstu Kópavogsbúana er Guðmundur Breiðdal, tölvunarfræðingur og einn stofnenda DK Hugbúnaðar. DK Hugbúnaður var selt á síðasta ári til hollenska fyrirtækisins TSS og er fyrrverandi eigendur þess að finna ansi víða og hátt á tekjulista síðasta árs. Guðmundur hafði 400 milljónir króna í tekjur á síðasta ári. Þar af voru 386 milljóni fjármagnstekjur. Guðmundur greiddi 89 milljónir króna í skatt, þar af 84 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Hefði Guðmundur hins vegar verið skattlagður á sama hátt og Kári leggur til, það er að fjármagnstekjur hefðu verið skattlagðar sem launatekjur væru, hefði Guðmundur greitt um 180 milljónir í skatta, ríflega tvöfalda þá upphæð sem hann greiddi.

Næstur á lista yfir tekjuhæstu Kópavogsbúana er Gunnar Birgisson, stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins G. Ingason og stjórnarformaður SLS eigna. Gunnar hafði 395 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, þar af 380 milljónir í fjármagnstekjur. Hann greiddi 89 milljónir króna í skatt og af því voru 83,5 milljónir tekjuskattur.

Í sætum fjögur og fimm eru enn karlmenn, þeir Gylfi Ómar Héðinsson og Gunnar Þorláksson, eigendur og stjórnendur Byggingarfélags Gylfa og Gunnars. Gylfi hafði 290 milljónir króna í tekjur, þar af 260 milljónir í fjármagnstekjur og greiddi 69 milljónir í skatt. Tekjur Gunnars námu 281 milljón og þar af voru 254 milljónir fjármagnstekjur. Af þessu greiddi Gunnar skatt sam nam 66 milljónum króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.
Reykvísk fjölskylda hagnaðist um 2,5 milljarða á tæknilausnum í baráttunni við Covid-19
FréttirTekjulistinn 2021

Reyk­vísk fjöl­skylda hagn­að­ist um 2,5 millj­arða á tækni­lausn­um í bar­átt­unni við Covid-19

Inga Dóra Sig­urð­ar­dótt­ir er skatta­drottn­ing Ís­lands. Hún hagn­að­ist um tæpa tvo millj­arða á sölu á hluta­bréf­um í danska fyr­ir­tæk­inu ChemoMetec, ásamt eig­in­manni sín­um, Berki Arn­við­ar­syni. Syn­ir henn­ar tveir högn­uð­ust báð­ir um tæp­ar 250 millj­ón­ir króna og eru á lista yf­ir 50 tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2020.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu