Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eigandi Arnarlax leggur fram 166 milljarða tilboð í eiganda Arctic Fish

Tal­að um mögu­leg­an samruna Arn­ar­lax og Arctic Fish í til­kynn­ingu til norsku kaup­hall­ar­inn­ar. Eig­andi Arn­ar­lax yf­ir­býð­ur ann­að norskt lax­eld­is­fyr­ir­tæki um 18 millj­arða. Til gæti orð­ið eitt stórt lax­eld­is­fyr­ir­tæki á Vestjfjörð­um.

Eigandi Arnarlax leggur fram 166 milljarða tilboð í eiganda Arctic Fish
Stofnandi og forstjóri Salmar Gustav Witzoe er stofnandi og forstjóri Salmar sem nú vill kaupa Norway Royal Salmon.

Norskur eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal hefur lagt fram tilboð upp á 166 milljarða króna, 11,8 milljarða norskra króna, í eiganda laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði.  Þetta kemur fram í tilkynningu til norsku kauphallarinnar í morgun sem og í norskum fjölmiðlum.

Yfirbýður með 18 milljörðum

Eigandi Arnarlax heitir Salmar og eigandi Arctic fish heitir Norway Royal Salmon. Annað norskt laxeldisfyrirtæki, NTS, hafði fyrir lagt fram yfirtökutilboð í hlutbréf Norway Royal Salmon. Salmar yfirbýður NTS nú með tilboði sínu sem er rúmlega 18 milljörðum hærra, eða 1,3 milljörðum norskra króna.

Eftir að tilboðið var lagt fram ruku hlutabréfin í Norway Royal Salmon upp um 13,58 prósent og voru viðskipti með bréfin stöðvuð tímabundið í kjölfarið. Samtímis hækkuðu hlutabréf í íslensku laxeldisfyrirtækjunum Arctic Fish og Arnarlaxi, sem bæði eru skráð í norsku kauphöllina, um 4 prósent í morgun. Norskir fjölmiðlar segja að vel geti verið að enn hærra tilboð í fyrirtækið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár