Norskur eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal hefur lagt fram tilboð upp á 166 milljarða króna, 11,8 milljarða norskra króna, í eiganda laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu til norsku kauphallarinnar í morgun sem og í norskum fjölmiðlum.
Yfirbýður með 18 milljörðum
Eigandi Arnarlax heitir Salmar og eigandi Arctic fish heitir Norway Royal Salmon. Annað norskt laxeldisfyrirtæki, NTS, hafði fyrir lagt fram yfirtökutilboð í hlutbréf Norway Royal Salmon. Salmar yfirbýður NTS nú með tilboði sínu sem er rúmlega 18 milljörðum hærra, eða 1,3 milljörðum norskra króna.
Eftir að tilboðið var lagt fram ruku hlutabréfin í Norway Royal Salmon upp um 13,58 prósent og voru viðskipti með bréfin stöðvuð tímabundið í kjölfarið. Samtímis hækkuðu hlutabréf í íslensku laxeldisfyrirtækjunum Arctic Fish og Arnarlaxi, sem bæði eru skráð í norsku kauphöllina, um 4 prósent í morgun. Norskir fjölmiðlar segja að vel geti verið að enn hærra tilboð í fyrirtækið …
Athugasemdir