Stjórnendur Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, eru farnir að efast um hvort fyrirtækið sé rekstrarhæft til framtíðar. Fyrirtækið hefur tapað rúmlega tveimur milljörðum króna síðastliðin áratug eftir að nokkur stöndugustu útgerðarfélög landsins keyptu það af Íslandsbanka í félagi við minni hluthafa. Fjármagnið sem hefur tapast hefur komið frá hluthöfum félagsins, meðal annars eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Samherja og útgerðararmi Kaupfélags Skagfirðinga, FISK Seafood.
Efasemdir stjórnenda Morgunblaðsins um rekstrarhæfi félagsins til lengri tíma litið kemur fram í ársreikningi Árvakurs fyrir síðasta ár.
2,5 milljarða króna tap
Tap félagsins dróst hins vegar saman um nærri 2/3 hluta á milli ára og var 75 milljónir króna í fyrra eftir að …
Athugasemdir