Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Óli Björn: Samfélag frjálsra manna mun eiga í vök að verjast

Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir vinstri menn spila inn á öf­und og að þeir hygg­ist etja þjóð­fé­lags­hóp­um hverj­um gegn öðr­um. Hann lýs­ir áhyggj­um af lukk­uridd­ur­um sem sæki í póli­tík í þeim til­gangi að ganga í vasa rík­is­sjóðs.

Óli Björn: Samfélag frjálsra manna mun eiga í vök að verjast
Er Samfylkingin hugleikinn Óli Björn hefur af því áhyggjur að vinstri menn, einkum Samfylkingarfólk, muni etja saman stétt gegn stétt og ala á öfund í aðdraganda komandi kosninga. Mynd: xd.is

Fámennum en háværum hópi sósíalista hefur tekist að toga íslenska vinstri menn niður í gamaldags skotgrafir stéttabaráttu og þjóðfélagsátaka, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Að hans mati verður afleiðingin sú að þjóðfélag frjálsra einstaklinga, sem eru fjárhagslega sjálfstæðir, muni eiga í vök að verjast. „Í kapphlaupi við Sósíalistaflokkinn um lýðhylli freistast æ fleiri vinstri menn og Samfylkingar sérstaklega að tileinka sér þá lífsspeki að sæl sé sameiginleg eymd.“

Í greininni lýsir Óli Björn miklum áhyggjum sínum af því að átakalínur í íslenskum stjórnmálum fyrir komandi kosningar muni markast af því að stjórnmálafólk á vinstri vængnum reyni að ýta undir öfund og tortryggni meðal almennings, að reynt verði að etja kjósendum saman þar sem „stétt gegn stétt, landsbyggð gegn höfuðborg“ verði gerð að átakaflötum.

Ríkið greiðir Sjálfstæðisflokknum 174 milljónir króna

Í grein Óla Björns lýsir hann ýmsum gerðum stjórnmálamanna, svo sem „tækifærissinnanum“ og „lukkuriddaranum“ sem Óli Björn segir að geri sér góða von um að geta gert út á ríkisstjóð, enda sé búið að ríkisvæða stjórnmálaflokkana að stórum hluta og það myndi efnahagslega hvata fyrir pólitíska ævintýramenn. Flokkur Óla Björns, Sjálfstæðisflokkurinn, fær langhæstar greiðslur úr ríkissjóði, í samræmi við kjörfylgi. Á árinu 2021 greiðir ríkissjóður rétt tæpar 730 milljónir króna í framlög til stjórnmálaflokka. Þar af fær Sjálfstæðisflokkurinn í sinn hlut 174 milljónir króna, tæplega fjórðung alls fjárins.

„Í draumaríkinu ríkir jöfnuður, jafnt í biðröðum sem annars staðar“

Óla Birni er staða Samfylkingarinnar sérstaklega hugleikin í skrifum sínum. „Kannski er það ekki tilviljun að Samfylkingin spili æ meira á öfundargenin enda komin í harða samkeppni við Sósíalistaflokkinn,“ skrifar Óli Björn. Sú samkeppni hafi orðið til þess að aðrir vinstrimenn, einkum Samfylkingarfólk ef marka má skrif Óla Bjarnar, fært sig í meira mæli til vinstri í átt að aukinni ríkishyggju.

Þannig safni barátta um jöfn tækifæri ryki í skúffum vinstri manna, skrifar Óli Björn, en í stað þess skuli komið böndum á framtakssemi einstaklinga. Jöfnuður verði alltaf niður á við en ekki upp á við. „Í draumaríkinu ríkir jöfnuður, jafnt í biðröðum sem annars staðar.“

Á þessu ári hefur Sósíalistaflokkur Íslands mælst með fylgi sem nægir til að fá þingmenn inni á Alþingi. Í síðustu skoðanakönnun Gallup mældist flokkurinn með 5,4% fylgi, en Samfylking rúmlega 12%, Vinstri græn tæp 14% og Sjálfstæðisflokkurinn 24% fylgi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár