Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lífið breyttist á einum degi

Una Mar­grét Jóns­dótt­ir dag­skrár­gerð­ar­mað­ur seg­ir líf sitt hafa breyst á ein­um degi ár­ið 1978.

Lífið breyttist á einum degi

Það er merkilegt hvað hversdagsleg athöfn á hverdagslegum degi getur stundum haft mikil áhrif á líf manns. Ég var ein heima, tólf ára gömul, dag nokkurn að hausti 1978 og datt í hug að spila plötu. Og líf mitt breyttist.

Pabbi minn átti þessa hljómplötu en spilaði hana aldrei og ég vissi ekkert hvað á henni var. Það voru atriði úr óperunni „La Traviata“ eftir Giuseppe Verdi. Um leið og ég heyrði fyrsta lagið, hinn fjöruga drykkjusöng „Libiamo ne' lieti calici,“ varð ég stórhrifin. Ég fór að spila plötuna á hverjum degi og heillaðist sífellt meira af tónlistinni. Aldrei áður hafði ég notið tónlistar á þennan hátt. Áður en ég vissi af var ég komin með brennandi óperudellu og ég skrifaði í dagbók mína að ég ætlaði að verða leikkona og óperusöngkona – og undirstrikaði það.

Ég varð hvorugt. En óperuáhuginn varð til þess að ég hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík árið 1982 og tók 3. stig í söng. Þetta tónlistarnám gerði mér kleift að sækja um starf dagskrárgerðarmanns á tónlistardeild Ríkisútvarpsins haustið 1990. Mér til undrunar fékk ég stöðuna. Og nú hef ég gegnt þessu starfi í rúm 30 ár. Hugsanlega hefði það aldrei orðið ef ég hefði ekki farið að spila plötu þegar ég var ein heima tólf ára gömul einn haustdag 1978.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár