Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Formenn VR og Hagsmunasamtaka heimilanna: Bankarnir eru blóðsuga á samfélaginu

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son og Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir segja gríð­ar­leg­an hagn­að bank­anna tek­inn úr vasa al­menn­ings og ís­lenskt fjár­mála­kerfi sé risa­stór baggi á sam­fé­lag­inu. Skrúfa þurfi fyr­ir sjálf­töku bank­anna úr vös­um lands­manna.

Formenn VR og Hagsmunasamtaka heimilanna: Bankarnir eru blóðsuga á samfélaginu
Segja bankana ganga í vasa almennings Þau Ragnar Þór og Ásthildur segja tölur sýna að fjármálakerfið líti á fólkið í landinu sem fóður eða auðlind sem hægt sé að ganga í að vild.

Íslenskt fjármálakerfi er risastór baggi á samfélaginu, blóðsuga sem sýgur úr því allt líf. Gríðarlegur hagnaður bankanna er tekinn úr vasa landsmanna og þeir gjörningar eru á fullri ábyrgð stjórnvalda. Kjósendur sem hafa fengið sig fullsadda á því að hafa bankana á fóðrum verða því að beina atkvæði sínu að öðrum stjórnmálaflokkum en hafa farið með valdataumana hér á landi síðustu áratugi.

Þetta skrifa Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, í aðsendri grein á Vísi. Þau Ragnar Þór og Ásthildur vanda stjórnvöldum og bankakerfinu ekki kveðjurnar í greininni, líkt og rakið er hér að framan. Benda þau á að hagnaður bankanna á fyrri hluta þessa árs nemi samanlagt 37 milljörðum króna. Það sé fáránlega há tala, ekki síst í því ástandi sem í dag ríki í heiminum.

„Þessar tölur sýna fram á að litið er á okkur, fólkið í landinu, sem einhverskonar fóður eða „auðlind“ sem þeir geta gengið í að vild“

Greinarhöfundar segja nauðsynlegt að átta sig á að umræddur hagnaður verði ekki til úr engu heldur sé tekinn af fólkinu, heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Þannig hafi stýrivextir lækkað verulega á síðustu misserum en á sama tíma hafi sú lækkun skilað sér seint og illa út í samfélagið. Þegar stýrivextir hafi síðan verið hækkaðir hafi bankarnir hins vegar verið fljótir að hækka vexti sína. Verði hagnaður bankanna viðlíka á seinni hluta ársins jafngildi það því að hver einstaklingur í landinu leggi 200 þúsund krónur í púkkið til bankakerfisins. „Þessar tölur sýna fram á að litið er á okkur, fólkið í landinu, sem einhverskonar fóður eða „auðlind“ sem þeir geta gengið í að vild.“

Peningar sem samfélagið þarf sárlega á að halda

Í greininni er bent á að verði hagnaður bankanna álíka á seinni hluta ársins muni þeir hagnast um 70 milljarðar króna. Fyrir þá fjármuni mætti til að mynda byggja heilt hátæknisjúkrahús eða fjármagna rekstur allra dvalar- og hjúkrunarrýma á landinu og eiga samt 14 milljarða króna til að bæta í. Greinarhöfundar segjast gera sér grein fyrir að dæmið sé ekki svo einfalt en nauðsynlegt sé að sýna fram á hversu gríðarlegir fjármunir séu fastir inni í bankakerfinu, „þegar samfélagið þarf svo sárlega á þeim að halda“.

Þá er rakið að á þeim tólf árum sem liðin séu frá því að bankakerfið var endurreist, með atbeina stjórnvalda, eftir efnahagshrunið, hafi hagnaður þeirra verið 900 milljarðar króna. Á þeirri upphæð hafi ríkissjóður fengið 145 milljarða í skatta en 725 milljarðar séu hreinn hagnaður. „Hvernig væri þjóðfélagið ef þessu væri snúið við? Ef fjárfestarnir hefðu fengið 145 milljarða, sem er flottur hagnaður, en við, þjóðin, 725 milljarðana? Það má leiða að því líkum að þá væri staðan betri í fjársveltum grunnstoðum samfélagsins, eins og í heilbrigðismálum og menntakerfinu, svo ekki sé minnst á aðbúnað aldraðra, svo örfá dæmi sé tekin.“

„Fjármálakerfið er ekki lífæð samfélagsins, heldur risastór baggi á því. Blóðsuga sem sýgur úr því allt líf og allan kraft til að næra sig sjálft“

Þau Ragnar Þór og Ásthildur segja að nú sé nóg komið. „Fjármálakerfið er ekki lífæð samfélagsins, heldur risastór baggi á því. Blóðsuga sem sýgur úr því allt líf og allan kraft til að næra sig sjálft.“ Stjórnvöld beri alla ábyrgð á þessu framferði bankanna. Hins vegar sé ljóst að fæstir flokkar á Alþingi hafi döngun í sér til að fara gegn bönkunum og kjósendur sem hafi fengið nóg af framgangi þeirra verði því að beina atkvæðum sínum annað.

„Væri það ekki stórkostlegt ef næsta ríkisstjórn myndi stöðva óheftan aðgang bankanna að „auðlindinni“ heimilin? Eða létu þá að minnsta kosti greiða fullt verð fyrir sem næmi 90% af hagnaði þeirra á ári hverju svo hægt væri að nýta hann til samfélagslegra verkefna.“

 

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu