Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Traust á lögreglunni minnkar verulega hjá ungu fólki

Að­eins þrír af hverj­um fimm lands­mönn­um á aldr­in­um 18 til 25 ára bera traust til lög­reglu. Þá styð­ur að­eins ríf­lega helm­ing­ur fólks í sama ald­urs­hópi að­gerð­ir lög­reglu vegna Covid-19. Fjöru­tíu pró­sent lands­manna segja að upp geti kom­ið að­stæð­ur þar sem í lagi væri að fylgja ekki fyr­ir­mæl­um lög­reglu.

Traust á lögreglunni minnkar verulega hjá ungu fólki
Dregur úr trausti Almennt dregur úr trausti á störfum lögreglu, einkum hjá yngri aldurshópum. Mynd: Af Facebook-síðu lögreglunnar

Aðeins 59 prósent fólks á aldrinum 18 til 25 ára ber traust til lögreglu á Íslandi. Um verulega breytingu er að ræða frá fyrri árum en árið 2018 kváðust 79 prósent þátttakenda á sama aldri í könnun um störf lögreglu bera traust til lögreglunnar. Traust til lögreglu hefur einnig minnkað í aldurshópnum 26 til 35 ára og í heild bera færri traust til lögreglu nú en verið hefur undanfarin ár.

Þetta er meðal niðurstaða í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á viðhorfum landsmanna til þjónustu og starfa lögreglunnar, sem unnin var fyrir embætti ríkislögreglustjóra. Þrátt fyrir að traust á lögreglu minnki frá fyrri árum ber yfirgnæfandi hluti landsmanna þó traust til starfa hennar. Þannig svara 80 prósent þátttakenda því til að þeir séu ýmist mjög sammála eða frekar sammála því að þeir beri traust til lögreglu og starfa hennar. Árið 2018 mældist mest traust á störfum lögreglu, 86 prósent en árið 2020 mældist það 83 prósent.

Dregur úr trausti kvenna

Sem fyrr segir hefur traustið minnkað töluvert í yngsta aldurshópnum. Árið 2020 sögðu 71 prósent þátttakenda á aldrinum 18 til 25 ára að þeir treystu lögreglunni en eins og áður er sagt er það hlutfall nú komið niður í 59 prósent. Þá segjast 70 prósent þátttakenda í næsta aldurshópi, 26 til 35 ára, bera traust til lögreglu. Á síðasta ári var hlutfallið 76 prósent og árið 2018 var það 82 prósent.

Lítill munur er á trausti eldri aldurshópa á störfum lögreglu í nýju könnuninni frá þvi sem verið hefur. Þátttakendur á aldrinum 36 til 45 ára treysta lögreglunni í 83 prósent tilvika sem er heldur lægra en verið hefur síðustu þrjú ár á undan. Því sem nær sama hlutfall ber nú traust til lögreglu í aldurshópnum 46 til 55 ára, alls 87 prósent þátttakenda og hið sama má segja um aldurshópinn 56 til 65 ára. Mest traust á störfum lögreglu mælist í elsta aldurshópnum en 90 prósent þátttakenda á þeim aldri bera traust til lögreglunnar.

Talsvert hefur dregið úr trausti kvenna til lögreglunnar frá því sem verið hefur en 81 prósent aðspurðra kvenna sagðist treysta lögreglunni. Það hlutfall var 89 prósent á síðasta ári. Karlar í hópi þátttakenda í könnuninni segjast treysta lögreglunni í 79 prósent tilvika, sem er sama hlutfall og á síðasta ári.

Traust eykst með menntun

Þá kemur í ljós að traust á störfum lögreglu eykst með aukinni menntun. Þannig treysta 85 prósent þátttakenda í könnuninni sem hafa háskólamenntun að baki lögreglu. Hlutfallið meðal þeirra sem hafa framhaldsskólamenntun er 80 prósent og hlutfall þeirra sem aðeins hafa grunnskólapróf og treysta lögreglunni er 75 prósent. Líkur má leiða að því að aldur hafi þar áhrif, enda er fólk sem hefur lokið háskólaprófi að jafnaði eldra en það sem aðeins hefur lokið grunnskólaprófi.

All mismunandi er hversu mikið traust er á störfum lögreglu eftir búsetu þátttakenda. Þannig bera íbúar á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum mest traust til lögreglunnar, á bilinu 90 til 92 prósent þátttakenda af þeim landsvæðum segjast treysta lögreglunni. Fæstir segjast treysta lögreglu í Vestmannaeyjum, 75 prósent þátttakenda, og ríflega 77 prósent þátttakenda á Norðurlandi vestra og Höfuðborgarsvæðinu.

Hins vegar kemur í ljós að um 84 prósent þátttakenda í rannsókninni telja bæði að lögreglan sé almennt heiðarleg og að hún vinni í þágu almennings.

Tveir af hverjum fimm segja í lagi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu

Í rannsókninni var einnig kannað viðhorf almennings til lögmætis lögreglu sem yfirvalds. Þar kemur í ljós að 85 prósent þátttakenda töldu að lögregla væri lögmætt yfirvald og fylgja skuli fyrirmælum hennar. Hins vegar telja aðeins 65 prósent að skilyrðislaust skuli virða ákvarðanir lögreglu, jafnvel þó fólk telji þær rangar. Hlutfall þeirra sem sögðust þeirri fullyrðingu ósammála var 18 prósent. Enn fleiri eru þeirrar skoðunar að þær aðstæður gætu komið upp að í lagi væri að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu en alls 40 prósent þátttakenda töldu að svo væri. Þeir sem svöruðu þeirri spurningu eru fleiri en þeir sem telja að svo sé ekki en 36 prósent aðspurðra töldu að slíkar aðstæður gætu aldrei komið upp.

Í rannsókninni var jafnframt spurt um stuðning við aðgerðir lögreglu við að framfylgja reglum og takmörkunum vegna Covid-19. Í ljós kom að stuðningur við þær aðgerðir er almennt mikill, en hefur þó farið minnkandi frá fyrra ári. Alls 81 prósent sögðust styðja aðgerðir lögreglu heilshugar en árið 2020 var hlutfallið 89 prósent. Minnstur er stuðningurinn í yngsta aldurshópnum en aðeins 56 prósent þátttakenda á aldrinum 18 til 25 ára styður aðgerðir lögreglu. Í næsta aldurshópi er hlutfallið 68 prósent og á bilinu 83 til 88 prósent hjá fólki eldra en 36 ára.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár