Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tónlistarfólk orðið langþreytt á tónleikaþurrð: „Tilkynnti á deginum sem fyrsta Covid-smitið greindist“

Tekjutap og and­leg þurrð eru af­leið­ing­ar þess að tón­listar­fólk get­ur ekki kom­ið fram í sam­komu­banni. „Mér líð­ur alltaf eins og þeg­ar ég til­kynni nýja dag­setn­ingu að þá hrynji af stað ný bylgja,“ seg­ir tón­list­ar­kon­an GDRN. Stuð­tón­leika­hljóm­sveit­in Celebs hef­ur aldrei leik­ið sína fyrstu stuð­tón­leika.

Tónlistarfólk orðið langþreytt á tónleikaþurrð: „Tilkynnti á deginum sem fyrsta Covid-smitið greindist“
Guðrún Ýr Eyfjörð Tónlistarkonan GDRN hefur ítrekað þurft að fresta tónleikum vegna nýrrar bylgju.

Tónlistarfólk sem Stundin ræðir við er orðið langþreytt á tónleikabanni og síendurteknum aflýsingum. Tapið sem hlotist hafi af faraldrinum, hvort sem það er menningarlegt tap, andlegt eða í krónum talið, sé ómælanlegt. Nýjar hljómsveitir hafa jafnvel aldrei stigið fram vegna takmarkana. Þó hafi slegið á sárasta hungrið að vinna í nýju efni og jafnvel að finna óvæntar kveikjur í ástandinu.

„Ég bókstaflega tilkynnti á deginum sem fyrsta Covid-smitið greindist á Íslandi, um útgáfutónleikana mína í Háskólabíói og hafði gefið út plötu viku áður,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt sem GDRN, um áhrif faraldursins á tónlistarlífið. „Ég ætlaði svoleiðis að henda mér í tónleikahald eftir þessa plötu en það var ekki raunin. Það var skellur,“ segir Guðrún.

„Síðan var maður kominn í svo góða æfingu. Nú líður manni eins og maður sé búinn að vera í pásu í heilt ár og svo á maður að hlaupa maraþon þegar loksins …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár