Tónlistarfólk orðið langþreytt á tónleikaþurrð: „Tilkynnti á deginum sem fyrsta Covid-smitið greindist“

Tekjutap og and­leg þurrð eru af­leið­ing­ar þess að tón­listar­fólk get­ur ekki kom­ið fram í sam­komu­banni. „Mér líð­ur alltaf eins og þeg­ar ég til­kynni nýja dag­setn­ingu að þá hrynji af stað ný bylgja,“ seg­ir tón­list­ar­kon­an GDRN. Stuð­tón­leika­hljóm­sveit­in Celebs hef­ur aldrei leik­ið sína fyrstu stuð­tón­leika.

Tónlistarfólk orðið langþreytt á tónleikaþurrð: „Tilkynnti á deginum sem fyrsta Covid-smitið greindist“
Guðrún Ýr Eyfjörð Tónlistarkonan GDRN hefur ítrekað þurft að fresta tónleikum vegna nýrrar bylgju.

Tónlistarfólk sem Stundin ræðir við er orðið langþreytt á tónleikabanni og síendurteknum aflýsingum. Tapið sem hlotist hafi af faraldrinum, hvort sem það er menningarlegt tap, andlegt eða í krónum talið, sé ómælanlegt. Nýjar hljómsveitir hafa jafnvel aldrei stigið fram vegna takmarkana. Þó hafi slegið á sárasta hungrið að vinna í nýju efni og jafnvel að finna óvæntar kveikjur í ástandinu.

„Ég bókstaflega tilkynnti á deginum sem fyrsta Covid-smitið greindist á Íslandi, um útgáfutónleikana mína í Háskólabíói og hafði gefið út plötu viku áður,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt sem GDRN, um áhrif faraldursins á tónlistarlífið. „Ég ætlaði svoleiðis að henda mér í tónleikahald eftir þessa plötu en það var ekki raunin. Það var skellur,“ segir Guðrún.

„Síðan var maður kominn í svo góða æfingu. Nú líður manni eins og maður sé búinn að vera í pásu í heilt ár og svo á maður að hlaupa maraþon þegar loksins …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.
Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
6
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár