Tónlistarfólk sem Stundin ræðir við er orðið langþreytt á tónleikabanni og síendurteknum aflýsingum. Tapið sem hlotist hafi af faraldrinum, hvort sem það er menningarlegt tap, andlegt eða í krónum talið, sé ómælanlegt. Nýjar hljómsveitir hafa jafnvel aldrei stigið fram vegna takmarkana. Þó hafi slegið á sárasta hungrið að vinna í nýju efni og jafnvel að finna óvæntar kveikjur í ástandinu.
„Ég bókstaflega tilkynnti á deginum sem fyrsta Covid-smitið greindist á Íslandi, um útgáfutónleikana mína í Háskólabíói og hafði gefið út plötu viku áður,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt sem GDRN, um áhrif faraldursins á tónlistarlífið. „Ég ætlaði svoleiðis að henda mér í tónleikahald eftir þessa plötu en það var ekki raunin. Það var skellur,“ segir Guðrún.
„Síðan var maður kominn í svo góða æfingu. Nú líður manni eins og maður sé búinn að vera í pásu í heilt ár og svo á maður að hlaupa maraþon þegar loksins …
Athugasemdir