Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

480. spurningaþraut: Hér er eingöngu spurt um rottur

480. spurningaþraut: Hér er eingöngu spurt um rottur

Þetta er þemaþraut þar sem tala hennar endar á núlli. Þemað að þessu sinni eru rottur!

Fyrri myndaspurning:

Hvað heitir teiknimyndin þar sem þessi vinalega rotta (til vinstri) er aðalpersónan?

***

1.  Brúna rottan heitir á latínu rattus ... og svo kemur annað nafn sem er dregið af heiti á landi einu. Enginn veit almennilega af hverju brúnrottan er kennd við þetta land, en hvaða land er það?

2.  Uppvaxandi rokkhljómsveit gaf árið 1977 út plötu með latnesku heiti brúnrottunnar. Hvaða hljómsveit var það?

3.  En svartrottan sjálf — hvað heitir hún á latínu? Rattus ... hvað?

4.  Brúnrottur sem lifa villtar úti í náttúrunni (eða í holræsum) verða yfirleitt um tveggja ára gamlar ef meindýraeyðirinn nær ekki í skottið á þeim. En hversu gamlar verða svartrotturnar?

5.  Skáldsaga eftir Nóbelshöfund einn endar á þessum orðum: „Sá dagur kann að koma mönnum til ógæfu, að drepsóttin veki upp rottur sínar og sendi þær til að deyja í einhverri hamingjusamri borg.“ Hvað heitir skáldsagan?

6.  Plott fyrrnefndrar skáldsögu er sprottið af því að rottur hafa lengi verið grunaðar um að breiða út og dreifa einni illskeyttustu drepsótt sögunnar. Nýjustu rannsóknir benda til að það kunni að vera málum blandið, en hvaða drepsótt var þetta?

7.  Árið 1971 var gerð hryllingsmynd um ungan mann að nafni Willard sem verður aðeins of hrifinn af rottum. Það endaði með ósköpum, nema fyrir framleiðendur bíómyndarinnar (sem heitir Willard), en þeir græddu stórfé og gerðu því aðra mynd ári seinna, sem heitir eftir afar illskeyttri rottu sem Willard kom á legg. Hvað hét sú rotta og bíómyndin þar með?

8.  Í skáldsögu einni reynir vondi kallinn lengi að brjóta niður söguhetjuna Winston Smith á bak aftur andlega, en það tekst ekki fyrr en vondi kallinn uppgötvar að Smith er dauðhræddur við rottur og notar þær til að hræða úr honum líftóruna. Hvaða skáldsaga er þetta?

9.  Í smásögu einni má finna eftirfarandi setningu (í lauslegri þýðingu): „„Matilda Briggs var ekki nafnið á ungri konu, [NAFNI SLEPPT],“ sagði [ÖÐRU NAFNI SLEPPT] í upprifjunartón. „Þetta var skip sem kom við sögu í máli risarottunnar á Súmötru, en veröldin er ekki enn tilbúin til að heyra þá frásögn.““ Hver talar?

10. Rottur eru harla frjósamar. Hversu marga afkomendur gætu rottuhjón eignast á ÞREMUR árum ef allar hefðu nóg að bíta og brenna og gætu dafnað hindrunarlaust? Hér má muna einni milljón til eða frá.

***

Seinni myndaspurning:

Málverkið hér að neðan heitir Tvær rottur, en hver málaði það? Ég viðurkenni að þetta er MJÖG erfið spurning, því fæstir vita af þessu málverki og það er ekki beinlínis dæmigert fyrir verk listamannsins. Til að gefa ykkur smá vísbendingu, þá skal ég taka fram að verkið var málað 1884.

***

Svör við aðalrottuspurningum:

1.  Noregur.

2.  Hljómsveitin Stranglers gaf út plötuna Rattus Norvegicus.

3.  Rattus rattus.

4.  Eins árs.

5.  Plágan eftir Albert Camus.

6.  Svarti dauði.

7.  Ben.

8.  1984.

9.  Sherlock Holmes. 

10.  500 milljónir, svo rétt er allt frá 499-501 milljón. Ef einhver nær réttu svari við þessari spurningu má hann sæma sig lárviðarstigi með eikarlaufum og stjörnu.

***

Svör við myndaspurningum:

Rottan á efri myndinni er úr teiknimyndinni Ratatouille.

Rotturnar á neðri myndinni málaði Van Gogh.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár