Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

480. spurningaþraut: Hér er eingöngu spurt um rottur

480. spurningaþraut: Hér er eingöngu spurt um rottur

Þetta er þemaþraut þar sem tala hennar endar á núlli. Þemað að þessu sinni eru rottur!

Fyrri myndaspurning:

Hvað heitir teiknimyndin þar sem þessi vinalega rotta (til vinstri) er aðalpersónan?

***

1.  Brúna rottan heitir á latínu rattus ... og svo kemur annað nafn sem er dregið af heiti á landi einu. Enginn veit almennilega af hverju brúnrottan er kennd við þetta land, en hvaða land er það?

2.  Uppvaxandi rokkhljómsveit gaf árið 1977 út plötu með latnesku heiti brúnrottunnar. Hvaða hljómsveit var það?

3.  En svartrottan sjálf — hvað heitir hún á latínu? Rattus ... hvað?

4.  Brúnrottur sem lifa villtar úti í náttúrunni (eða í holræsum) verða yfirleitt um tveggja ára gamlar ef meindýraeyðirinn nær ekki í skottið á þeim. En hversu gamlar verða svartrotturnar?

5.  Skáldsaga eftir Nóbelshöfund einn endar á þessum orðum: „Sá dagur kann að koma mönnum til ógæfu, að drepsóttin veki upp rottur sínar og sendi þær til að deyja í einhverri hamingjusamri borg.“ Hvað heitir skáldsagan?

6.  Plott fyrrnefndrar skáldsögu er sprottið af því að rottur hafa lengi verið grunaðar um að breiða út og dreifa einni illskeyttustu drepsótt sögunnar. Nýjustu rannsóknir benda til að það kunni að vera málum blandið, en hvaða drepsótt var þetta?

7.  Árið 1971 var gerð hryllingsmynd um ungan mann að nafni Willard sem verður aðeins of hrifinn af rottum. Það endaði með ósköpum, nema fyrir framleiðendur bíómyndarinnar (sem heitir Willard), en þeir græddu stórfé og gerðu því aðra mynd ári seinna, sem heitir eftir afar illskeyttri rottu sem Willard kom á legg. Hvað hét sú rotta og bíómyndin þar með?

8.  Í skáldsögu einni reynir vondi kallinn lengi að brjóta niður söguhetjuna Winston Smith á bak aftur andlega, en það tekst ekki fyrr en vondi kallinn uppgötvar að Smith er dauðhræddur við rottur og notar þær til að hræða úr honum líftóruna. Hvaða skáldsaga er þetta?

9.  Í smásögu einni má finna eftirfarandi setningu (í lauslegri þýðingu): „„Matilda Briggs var ekki nafnið á ungri konu, [NAFNI SLEPPT],“ sagði [ÖÐRU NAFNI SLEPPT] í upprifjunartón. „Þetta var skip sem kom við sögu í máli risarottunnar á Súmötru, en veröldin er ekki enn tilbúin til að heyra þá frásögn.““ Hver talar?

10. Rottur eru harla frjósamar. Hversu marga afkomendur gætu rottuhjón eignast á ÞREMUR árum ef allar hefðu nóg að bíta og brenna og gætu dafnað hindrunarlaust? Hér má muna einni milljón til eða frá.

***

Seinni myndaspurning:

Málverkið hér að neðan heitir Tvær rottur, en hver málaði það? Ég viðurkenni að þetta er MJÖG erfið spurning, því fæstir vita af þessu málverki og það er ekki beinlínis dæmigert fyrir verk listamannsins. Til að gefa ykkur smá vísbendingu, þá skal ég taka fram að verkið var málað 1884.

***

Svör við aðalrottuspurningum:

1.  Noregur.

2.  Hljómsveitin Stranglers gaf út plötuna Rattus Norvegicus.

3.  Rattus rattus.

4.  Eins árs.

5.  Plágan eftir Albert Camus.

6.  Svarti dauði.

7.  Ben.

8.  1984.

9.  Sherlock Holmes. 

10.  500 milljónir, svo rétt er allt frá 499-501 milljón. Ef einhver nær réttu svari við þessari spurningu má hann sæma sig lárviðarstigi með eikarlaufum og stjörnu.

***

Svör við myndaspurningum:

Rottan á efri myndinni er úr teiknimyndinni Ratatouille.

Rotturnar á neðri myndinni málaði Van Gogh.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár