Hún opnar útidyrnar á heimili sínu. Situr í hjólastól. Býður til stofu. Tveir hundar heilsa á sinn hátt. Það eru þeir Krummi og Eló.
Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir ætlar að segja sögu sína. Hún ætlar að segja frá hvernig slysið breytti öllu.
Hún er frá Vestmannaeyjum.
„Við krakkarnir lékum okkur á veturna í snjónum og á skautum og á sumrin var ég að vinna; ég var alltaf í fiski þegar var ekki skóli. Maður var eins og hinir unglingarnir; hangandi með öðrum. Ég var eitthvað að spila handbolta og æfa sund. Þetta var ósköp einangrað. Maður fór ekkert oft til Reykjavíkur eða „upp á land“ eins og við sögðum. Ég var svo mikill krakki og svo ung þó mér hafi fundist ég vera orðin fullorðin 16 ára.“
Hún átti kærasta og eitt októberkvöld árið 1979, þegar hún var einmitt 16 ára, sat hún aftan á mótorhjólinu hans.
„Hann var að …
Athugasemdir