Tölvuleikir voru lengi álitnir leikföng fyrir börn eða áhugamál fullorðinna sérvitringa og nörda. Fyrstu tilraunir til að selja almenningi leikjatölvur hófust á áttunda áratug síðustu aldar þegar fyrirtæki á borð við Atari voru í fararbroddi.
Þessir frumherjar glímdu við mikla byrjunarörðugleika og óstöðugar væntingar og eftirspurn. Gæðastjórnun var lítil sem engin og offramboð á fjöldaframleiddum leikjum af misjöfnum gæðum leiddi til mikilla sviptinga á markaðnum. Iðnaðurinn hrundi ítrekað með tilheyrandi gjaldþrotum, fyrst árið 1977 og svo aftur 1983.
Það var ekki fyrr en tæpum áratug eftir seinna hrunið að tölvuleikjaframleiðsla náði aftur sömu veltu og hún hafði haft tíu árum áður. Markaðssetningin var enn þá miðuð við að um barnaleikföng væri að ræða en það fór að breytast hratt skömmu fyrir aldamót.
Leikjakynslóðin vex úr grasi
Árið 1995 kom fyrsta Sony Playstation tölvan á markað en hún var kynnt til leiks sem leikjatölva sem höfðaði til breiðari aldurshóps en t.d. …
Athugasemdir