Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gosið stöðvaðist en fór aftur af stað

Minni órói mæld­ist í Geld­inga­döl­um í dag og gos­virkni lá að mestu niðri. Það fór þó í gang að nýju síðla kvölds.

Gosið stöðvaðist en fór aftur af stað
Aftur í gang Eldgosið eins og það leit út í vefmyndavél RÚV á miðnætti. Mynd: Vefmyndavél RÚV

Lítil eða engin virkni var í gosgígnum í Geldingadölum frá því eftir hádegi í dag og órói minnkaði. Gosið náði þó fyrri krafti að nýju eftir klukkan tíu í kvöld.

Nú seinnipartinn í dag hefur órói við Fagradalsfjall minnkað töluvert. Um sama leyti rofaði til á gosstöðvunum og vefmyndavélar sýna litla sem enga virkni í gígnum,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar í dag.

Of snemmt var talið að segja til um hvort um tímabundið goshlé væri að ræða, eða hvort eldgosið væri þar með yfirstaðið. Þegar gosið stöðvast eða kvikustreymi og hraunrennsli minnkar aukast líkurnar á því að kvika storkni í gosrásinni og hefti frekara streymi. Ekki er þó útilokað að önnur gosop myndist og mikil óvissa er viðloðandi þróunina. Svo virðist sem annað gosop hafi opnast við hlið gígsins í kvöld.

Á vefmyndavél RÚV sást að það rauk úr gígnum en engin hreyfing var á hrauni þar til aftur seint í kvöld. Á öðrum vefmyndavélum sáust drónar, ferðafólk og stórvirkar vinnuvélar, en ekkert hraunstreymi.

Um kvöldmatarleytið varð örlítil aukning á óróa og sást hraun malla við gosopið.

Úr vefmyndavélMeðfylgjandi mynd fékkst úr vefmyndavél RÚV um klukkan 16.40 í dag. Henni var þá beint að gígnum í Geldingadölum. Myndavélin er staðsett á Langahrygg og sýnir ýmist gíginn eða útsýni yfir Syðri-Merardali, sem stundum eru kallaðir Nafnlausi dalur.
GosóróinnÁ myndinni sést gosóróinn síðustu daga. Þar sést að hann féll langt niður á mánudag, en reis af krafti að nýju. Óróinn nú mældist aftur mun minni í dag en þegar gosið var stöðugt. Óróinn náði síðan sömu tíðni að nýju eftir því sem leið á kvöldið og hraunstreymi kom aftur í ljós.

Gosið stöðvaðist síðast á mánudagskvöld en hófst aftur að nýju af miklum krafti á þriðjudagskvöld. Því var talið hugsanlegt að það hæfist á ný með sama sniði eða í breyttri mynd.

Fyrir áhugasama má sjá óróagröf Veðurstofunnar á Fagradalsfjalli á meðfylgjandi slóð.

Á sama tíma og eldgosið hafðist nánast stöðvast stóðu yfir deilur landeigenda við rekstraraðila í ferðaþjónustu. Landeigendur fengu samþykkt lögbann á lendingar þyrlna Norðurflugs og krefjast 20 þúsund króna fyrir hverja lendingu. Þá standa yfir framkvæmdir við Nátthaga sem hindra eiga rennsli hrauns yfir Suðurstrandarveg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár