Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Dómsmálaráðherra innti lögreglustjóra eftir afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu um formann flokks hennar

Í sím­tali sínu til lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á að­fanga­dag, spurði dóms­mála­ráð­herra, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, hvort lög­regl­an ætl­aði að biðj­ast af­sök­un­ar á því að hafa sagt ráð­herra í rík­is­stjórn Ís­lands hafa ver­ið við­stadd­an brot á sótt­varn­ar­lög­um.

Dómsmálaráðherra innti lögreglustjóra eftir afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu um formann flokks hennar
Áslaug Arna og Bjarni Bjarni Benediktsson var viðstaddur þegar brotið var gegn samkomutakmörkunum á listasýningu á þorláksmessu. Eftir að lögreglan sagði að ráðherra hefði verið á staðnum hringdi Áslaug Arna í lögreglustjórann á aðfangadag. Mynd: Pressphotos

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra innti lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um afsökunarbeiðni síðdegsis á aðfangadag, eftir að í dagbók lögreglu hafði verið greint frá því að hátt í fimmtíu manns hefðu verið á sölusýningu í listasafninu Ásmundarsal, andstætt samkomutakmörkunum, og „þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“. Fram kom síðar að ráðherrann var samflokksmaður og formaður flokks Áslaugar Örnu, Bjarni Benediktsson. Niðurstaða málsins er að brot var framið gegn sóttvarnarlögum, en síðar hefur nefnd um eftirlit með lögreglu meðal annars fjallað um ummæli lögreglumanna í samtali þeirra á vettvangi.

Ríkisútvarpið greinir frá þessu í dag eftir heimildum af fundi lögreglustjórans, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í mars síðastliðnum. Þar sem trúnaður ríkti um efni fundarins hafa upplýsingarnar um hvernig Áslaug Arna beitti sér í máli sem varðaði formann flokks hennar ekki komið fram áður.

Hringdi tvisvar á aðfangadag

Fram kemur að Áslaug Arna hringdi tvisvar í lögreglustjórann á aðfangadag í fyrra. Seinna símtalið var klukkan hálf fimm síðdegis. Þá var orðið ljóst að nefndur ráðherra hefði verið Bjarni Benediktsson. Í símtalinu spurði Áslaug lögreglustjórann hvort beðist yrði afsökunar á því að lögreglan tilgreindi að ráðherra hefði verið viðstaddur.

Niðurstaða rannsóknar lögreglu var að eigendur staðarins hlutu sektir fyrir sóttvarnabrot, en gestirnir, þar á meðal Bjarni Benediktsson, voru ekki sérstaklega til rannsóknar vegna aðildar sinnar. Brotið var gegn grímuskyldu, en á staðnum var töluverð áfengisneysla. Viðburðurinn var skilgreindur sem sölusýning og skilgreindu eigendur staðarins hann því sem verslun, sem mætti taka við allt að 100 manns. „Við höfum áður gengist við því að ekki var nægi­lega gætt að því að allir gestir bæru grímu öllum stundum í öllum rýmum lista­sýningarinnar,“ sögðu eigendurnir í yfirlýsingu vegna niðurstöðunnar.

Lögreglumenn í sigtinu

Þá var málinu þó ekki lokið. Nefnd um eftirlit með lögreglu komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi tveggja lögreglumanna á vettvangi hefði verið „ámælisverð“ og leggur til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. Formaður nefndarinnar, sem telur þrjá meðlimi, er skipaður af dómsmálaráðherra, sem þá var Sigríður Á. Andersen.

Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna heyrist eftirfarandi samtal: 

Annar lög­reglu­mannanna: „Hvernig yrði frétta­til­kynningin… 40 manna einka­sam­kvæmi og þjóð­þekktir ein­staklingar… er það of mikið eða?“

Hinn lög­reglu­maðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“

Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálf­stæðis… svona… frama­potarar eða þú veist.“

Áslaug Arna hefur sem dómsmálaráðherra lýst því yfir að hún muni ræða við lögreglustjóra vegna þess að átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna. Hún muni þrýsta á að öll gögn komi fram. Lögreglumenn hafa hins vegar gagnrýnt harðlega að einkasamtöl þeirra séu birt án ástæðu. 

Gagnrýnir nýja frétt um símtöl ráðherrra

Björn BjarnasonFyrrverandi dómsmálaráðherra sakar Ríkisútvarpið um kosningaáróður vegna fréttar af símtölum ráðherra til lögreglustjóra.

Fyrrverandi dómsmálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum, Björn Bjarnason, hefur í dag gagnrýnt fréttaflutning af málinu. Hann sakar fréttamanninn, Sunnu Valgerðardóttur, um að taka þátt í kosningabaráttu með því að flytja fréttina af samskiptum dómsmálaráðherra við lögreglustjóra. „Þegar sjálf Sunna Valgerðardóttir kemur ábúðarmikil í upphafi fréttatíma og les leka frá stjórnarandstöðunni um samtal við lögreglustjóra á trúnaðarfundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna símtals fyrir hálfu ári út af samkvæmi á Þorláksmessu er fokið í öll skjól þeirra sem leggja allt undir til að halda lífi í málinu. Lögreglustjórinn hefur sektað húsráðendur og situr uppi með tilmæli frá eftirlitsnefnd með störfum lögreglumanna vegna ámælisverðrar framgöngu þeirra lögreglumanna sem hlut áttu að máli. Lyktum málsins er sleppt í fréttinni en tilgangur hennar er vindhögg á dómsmálaráðherra í von um að bæta stöðu þeirra sem blésu þetta smáatvik úi fyrir öll skynsamleg mörk: fréttastofu RÚV, Kjarnann, Samfylkinguna og Pírata. Nú er blásið til kosningabaráttu!“ segir hann á Facebook-síðu sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár