Eftir að fulltrúar rúmlega þúsund lækna á Íslandi skiluðu undirskriftalista með áskorun til stjórnvalda að axla ábyrgð á stöðunni í heilbrigðiskerfinu, birti heilbrigðisráðuneytið svar til læknanna undir heitinu „Svar við ákalli: Að hlusta á þúsund lækna“. Ráðuneytið segist taka skilaboðum lækna mjög alvarlega en bendir þeim á að sú staða sem þeir lýsa eigi „engan veginn við um alla þætti heilbrigðiskerfisins“.
Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, vildi ekki tjá sig um áherslur ráðuneytisins í yfirlýsingunni þegar eftir því var leitað.
Beina spjótum á stjórnendur
Þá beinir ráðuneytið spjótum sínum að stjórnendum heilbrigðisstofnana, að stjórn spítalans þurfi að taka greiningar erlendra sérfræðinga „alvarlega“ og með „opnum hug“ til þess að koma á breytingum þar sem þeirra er þörf. „Þau sem fara með yfirstjórn heilbrigðismála í landinu verða að vera opin fyrir gagnrýni og tillögum til úrbóta og …
Athugasemdir