Forsvarsmenn rúmlega þúsund lækna afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra áskorun í formi undirskriftalista í heilbrigðisráðuneytinu í morgun. Svandís Svavarsdóttir var „upptekin í öðru“ að sögn Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra og gat því ekki tekið á móti plagginu.
Theódór Skúli Sigurðsson, Steinunn Þórðardóttir, Berglind Bergmann og Jón Magnús Kristjánsson afhentu Ástu og Birgi Jakobssyni, fyrrverandi landlækni og núverandi aðstoðarmanni ráðherra undirskriftirnar.
Einstök samstaða lækna
Steinunn segir í samtali við Stundina að hún hafi aldrei upplifað slíka samstöðu meðal lækna. „Við erum á ólíkum stöðum spítalans og á heilsugæslunni og í einkageiranum og erum oft mjög ólík innbyrðis með áherslur en núna eru allir samstíga,“ segir hún og bætir við að ástæða þess að slík samstaða ríki núna sé að „fólk sé búið með bensínið“ og að „mælirinn sé fullur“ hjá öllum vegna úrræðaleysis.
Athugasemdir