Páll Ágúst Ólafsson lögmaður er nú skráður eigandi af helmingi hlutafjár íslenska félagsins sem stendur að baki endurreisn WOW Air; félagsins sem fullyrt er að hafi sótt um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu. Hann hefur starfað sem lögmaður og talsmaður Michele Lynn Golden-Ballarin, líka kölluð Michele Roosevelt Edwards, sem keypti eignir úr þrotabúi WOW árið 2019.
Óljóst er hvort hann leppi eignarhald einhvers annars; að hann sé ekki hinn raunverulegi eigandi þó hann komi fram sem slíkur gagnvart almenningi og stjórnvöldum. Í viðtali við Kveik fyrr á árinu sagðist Ballarin hafa þann háttinn á gagnvart hlutum sem hún sagðist eiga í Icelandair.
Ekki náðist í Pál Ágúst, annan aðaleiganda hins nýja WOW, í dag.
Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að forsvarsmenn WOW hafi skilað inn umsókn. Hvort slík umsókn …
Athugasemdir