Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ferðamenn ganga yfir rjúkandi hraunið í Nátthaga

„Fólk er að taka svaka­lega áhættu,“ seg­ir nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ur um hóp fólks sem gekk yf­ir hraun­ið í Nátt­haga rétt í þessu. Rennsl­ið hef­ur ekki minnk­að og hraun­ið held­ur áfram að stafl­ast upp.

„Það er líklegt að hraun renni þarna undir,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um athæfi fólks sem gekk yfir hraunbreiðuna í Nátthaga seinni partinn í dag. „Lífshættulegt að stíga út á hraunið. Mikilvægt sé því að fólk fari aldrei út á hraunið,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Á fimmta tímanum í dag voru samtímis þrjú pör gangandi langt inni á rjúkandi hraunbreiðunni.

Vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna kemur að gossvæðinu og er hraunjaðarinn í Nátthaga aðeins í um hálftímagöngufjarlægð frá Suðurstrandarvegi. Ekki er ljóst hvort um erlenda ferðamenn eða íslenska er að ræða, en stór hluti þeirra sem kemur að hrauninu er ferðafólk erlendis frá.

Böðvar segir hraunrennsli hafa haldist stöðugt. Enn bætist því í hraunið í rásum sem liggja undir storknaðri hellunni, en hátt í 1.300 gráðu heitt hraunið getur brotið sér leið upp og runnið ofan á. „Það er sjóðandi hraun þarna undir og það geta komið hrauntjarnir. Það er hraun að renna undan og það kemur bara einhvers staðar. Fólk er að taka svakalega áhættu að ganga þarna.“

Komin af hrauninuFólkinu varð ekki meint af göngunni yfir hraunið, sem nú hleðst upp.

Þótt rjúki úr öllu hrauninu í Nátthaga er ástæðan að hluta til rigningin sem lendir á heitu hrauninu og gufar upp.

Hægst hefur á framgangi hraunsins í Nátthaga og var fólk um helgina við hraunjaðarinn. Á sama tíma hefur hraunrennslið breyst í Merardölum. Þar rennur nú hraun aftur til norðurs eftir að suðursvæði dalsins hefur fyllst.

Björgunarsveitarfólk og landverðir eru staðsettir við gossvæðið og hafa það hlutverk að leiðbeina ferðafólki. Þá eru landeigendur með yfirstandandi innheimtu fyrir bílastæði við svæðið, en ekki er að sjá að þjónusta eða leiðbeiningar fylgi þeirri innheimtu. Ekki náðist í fulltrúa landeigenda við vinnslu fréttarinnar.

Lélegt skyggni er við gosstöðvarnar og lítið sést á vefmyndavélum. Meðfylgjandi myndir hér að neðan voru teknar í Nátthaga í gær.

Við endann í NátthagaErlend ferðakona situr við enda annarrar hrauntungunnar í símanum.
Innst í NátthagaHraun byrjaði að renna í Nátthaga niður úr Syðri-Merardölum fyrir mánuði síðan.
Slakað við hrauniðÍslendingar sem erlendir ferðamenn sátu við enda stóru hrauntungunnar í Nátthaga í gær. Margir skemmtu sér við að grýta hraunið eða brjóta upp úr því.
Gönguleiðin að hrauninuBúist hefur við því að eftir nokkrar vikur muni hraunið renna hér upp úr Nátthaga og stefna að Suðurstrandarvegi. Þó hefur hægst á framrásinni, en hraunið haldið áfram að staflast upp.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár