Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ferðamenn ganga yfir rjúkandi hraunið í Nátthaga

„Fólk er að taka svaka­lega áhættu,“ seg­ir nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ur um hóp fólks sem gekk yf­ir hraun­ið í Nátt­haga rétt í þessu. Rennsl­ið hef­ur ekki minnk­að og hraun­ið held­ur áfram að stafl­ast upp.

„Það er líklegt að hraun renni þarna undir,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um athæfi fólks sem gekk yfir hraunbreiðuna í Nátthaga seinni partinn í dag. „Lífshættulegt að stíga út á hraunið. Mikilvægt sé því að fólk fari aldrei út á hraunið,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Á fimmta tímanum í dag voru samtímis þrjú pör gangandi langt inni á rjúkandi hraunbreiðunni.

Vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna kemur að gossvæðinu og er hraunjaðarinn í Nátthaga aðeins í um hálftímagöngufjarlægð frá Suðurstrandarvegi. Ekki er ljóst hvort um erlenda ferðamenn eða íslenska er að ræða, en stór hluti þeirra sem kemur að hrauninu er ferðafólk erlendis frá.

Böðvar segir hraunrennsli hafa haldist stöðugt. Enn bætist því í hraunið í rásum sem liggja undir storknaðri hellunni, en hátt í 1.300 gráðu heitt hraunið getur brotið sér leið upp og runnið ofan á. „Það er sjóðandi hraun þarna undir og það geta komið hrauntjarnir. Það er hraun að renna undan og það kemur bara einhvers staðar. Fólk er að taka svakalega áhættu að ganga þarna.“

Komin af hrauninuFólkinu varð ekki meint af göngunni yfir hraunið, sem nú hleðst upp.

Þótt rjúki úr öllu hrauninu í Nátthaga er ástæðan að hluta til rigningin sem lendir á heitu hrauninu og gufar upp.

Hægst hefur á framgangi hraunsins í Nátthaga og var fólk um helgina við hraunjaðarinn. Á sama tíma hefur hraunrennslið breyst í Merardölum. Þar rennur nú hraun aftur til norðurs eftir að suðursvæði dalsins hefur fyllst.

Björgunarsveitarfólk og landverðir eru staðsettir við gossvæðið og hafa það hlutverk að leiðbeina ferðafólki. Þá eru landeigendur með yfirstandandi innheimtu fyrir bílastæði við svæðið, en ekki er að sjá að þjónusta eða leiðbeiningar fylgi þeirri innheimtu. Ekki náðist í fulltrúa landeigenda við vinnslu fréttarinnar.

Lélegt skyggni er við gosstöðvarnar og lítið sést á vefmyndavélum. Meðfylgjandi myndir hér að neðan voru teknar í Nátthaga í gær.

Við endann í NátthagaErlend ferðakona situr við enda annarrar hrauntungunnar í símanum.
Innst í NátthagaHraun byrjaði að renna í Nátthaga niður úr Syðri-Merardölum fyrir mánuði síðan.
Slakað við hrauniðÍslendingar sem erlendir ferðamenn sátu við enda stóru hrauntungunnar í Nátthaga í gær. Margir skemmtu sér við að grýta hraunið eða brjóta upp úr því.
Gönguleiðin að hrauninuBúist hefur við því að eftir nokkrar vikur muni hraunið renna hér upp úr Nátthaga og stefna að Suðurstrandarvegi. Þó hefur hægst á framrásinni, en hraunið haldið áfram að staflast upp.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár