Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Viðurkenna að hafa haldið upplýsingum frá rannsakendum

Eim­skip greiða 1,5 millj­arða í sátt vegna ólög­legs sam­ráðs við Sam­skip. Í sátt­inni, sem gerð er við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, við­ur­kenna stjórn­end­ur fé­lags­ins að gögn­um hafi ver­ið hald­ið frá rann­sak­end­um. Tvö ár eru síð­an stjórn­ar­formað­ur Eim­skips sagði rann­sókn­ina ólög­lega.

Viðurkenna að hafa haldið upplýsingum frá rannsakendum
Afdráttarlaus Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, sagði árið 2019 að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögleg. Félagið hans hefur nú gert sátt vegna hennar og viðurkennt samkeppnislagabrot. Mynd: Anton Brink / Fréttablaðið

Eimskipafélag Íslands hefur viðurkennt að hafa átt ólöglegt samráð við Samskip og samþykkt að greiða 1,5 milljarða króna vegna þessa í ríkissjóð. Skipafélagið hefur gert sátt þess efnis við Samkeppniseftirlitið eftir að hafa verið til rannsóknar fyrir brotin síðan 2013. Samskip hafa aftur á móti enga sátt gert og eru enn til rannsóknar fyrir brotin sem Eimskip hefur gengist við. Stjórnarformaður Eimskips fullyrti á síðasta ári að rannsókn eftirlitsins hafi verið ólögleg. 

Málið snýst um samráð sem Eimskip og Samskip áttu í frá 6. júní 2008 þegar forsvarsmenn félagsins áttu fund. Fyrirtækin höfðu samráð um breytingar á siglingakerfum, um skiptingu á mörkuðum eftir stærri viðskiptavinum og um álagningu gjalda og afsláttarkjör. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu vegna sáttarinnar segir einnig að Eimskip viðurkenni að hafa brotið samkeppnislög með því að veita ekki nauðsynlegar og réttar upplýsingar við rannsókn málsins. 

Skilja má yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins sem svo að sektin hafi verið lægri en …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár