Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Spítalanum tókst ekki að vernda þá viðkvæmustu

Gauti Krist­manns­son missti föð­ur sinn vegna hóp­sýk­ing­ar­inn­ar sem varð á Landa­koti í fyrra. Hann reidd­ist snögg­lega þeg­ar hann las nið­ur­stöð­ur úr rann­sókn embætt­is land­lækn­is á því hvað or­sak­aði það ófremd­ar­ástand sem varð á Landa­koti.

Spítalanum tókst ekki að vernda þá viðkvæmustu
Mjög alvarlegt tilfelli Helmingur allra sem dóu á Íslandi í Covid- 19 faraldrinum dóu sökum hópsýkingarinnar á Landakoti. Meðal þeirra var faðir Gauta Kristmannsonar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Gauti Kristmannsson segir að sér hafi hitnað í hamsi við að lesa niðurstöður úr rannsókn embættis landlæknis á hópsýkingunni sem varð á Landakoti síðastliðinn októbermánuð. Faðir Gauta var einn þeirra sjúklinga sem lést úr Covid á Landakoti í kjölfar hópsýkingarinnar. „Ég reiddist þarna þegar ég sá fréttirnar og las niðurstöðurnar en svo varð ég mest sorgmæddur,“ segir Gauti.

Tókst ekki að vernda þá viðkvæmustu 

Þegar hópsýkingin kom upp í október og sömuleiðis í kjölfar hennar, segist Gauti hafa upplifað hana sem slys en tilfinningin sé örlítið önnur núna þegar embætti landlæknis hafi farið í saumana á því hvað gerðist þessa örlagaríku daga á Landakoti. „Eins og maður sér í skýrslunni voru tæplega hundrað manns sem smituðust, þar af 57 starfsmenn og 15 sjúklingar sem deyja. Það er einn af hverjum tíu sem smitaðist á Landakoti og helmingur allra dauðsfalla í landinu vegna faraldursins. Þannig að þetta er mjög alvarlegt tilfelli.“ Af tölunum að dæma segir Gauti að spítalanum hafi ekki tekist að vernda viðkvæmasta hópinn, fólkið á Landakoti.

Að einhverju leyti segir Gauti að líkja megi hópsýkingunni við slys, að því leyti að þetta var engum að kenna, það ætlaði sér enginn að þetta myndi fara svona. „En miðað við þá reynslu og þekkingu sem er á sóttvörnum á Landspítalanum þá hefði mátt tryggja að þessi sóttvarnarhólf hefðu verið betur einangruð hvert frá öðru. Auðvitað veit ég ekki hvað var hægt í þeim efnum en í ljósi þess að þeir höfðu glímt við aðra hópsýkingu í mars þá finnst mér þetta svolítið mikið slysalegt,“ segir Gauti og bætir við að við lesturinn hafi honum einnig þótt undarlegt hve stopular sýnatökurnar voru á Landakoti í aðdraganda og meðan á hópsýkingunni stóð, sérstaklega í ljósi þess hve viðkvæmir einstaklingar dvöldu þar. 

Faðir Gauta var skimaður fyrir veirunni eftir að ljóst var í hvað stefndi, eða um 23. október. Fjölskyldan fékk hins vegar þær fregnir aðeins þremur dögum síðar að hann væri smitaður. Þau höfðu þá tök á því að heimsækja hann í „fullum sóttvarnarskrúða,“ eins og Gauti lýsir því en þrjátíu tímum síðar var faðir hans látinn, fjórum dögum eftir að ástandið kom upp. 

Upplýsingagjöf ábótavant  

Við lestur skýrslunnar voru það einkum tvö atriði sem stungu Gauta. Annars vegar það að sóttvarnarhólf hafi ekki verið nægilega einangruð og svo það, að samkvæmt skýrslunni hafi upplýsingagjöf til starfsmanna af erlendu bergi brotnu, verið virkilega ábótavant. „Það verða allir að fá upplýsingar um sóttvarnir og hvernig þeir eigi að haga sér á tungumáli sem þeir skilja. Það er ekki nóg að vera með ensku. Þetta starfsfólk kemur að hluta til frá fjarlægum heimshlutum og það hefur allt annað samband við enska tungumálið en við Íslendingar.“

Gauti er prófessor í þýðingafræðum og er því sérfræðingur í þeim málefnum er snúa að því að koma skilaboðum til skila á tungumáli sem þarf hverju sinni. Hann segir það vandamál sem komi fram í skýrslunni vera almennt vandamál í íslensku heilbrigðiskerfi. „Fimmtán prósent af landsmönnum eru af erlendu bergi brotnir og enska dugar þeim ekki í öllum tilfellum. Ástandið á túlkunarþjónustu í heilbrigðiskerfinu er hæpið. Það eru oft ekki kallaðir til túlkar og maður hefur heyrt sögur um það að Google translate hafi verið notað til að koma skilaboðum til sjúklinga sökum tungumálaörðugleika. Allt þetta er vandamál og það er í lögum um réttindi sjúklinga að þeir eigi rétt á túlkun en það virðist ekki alltaf verið farið eftir því í einhverju sparnaðarskyni. Svo er það hin hliðin á peningnum, þetta með að starfsfólk á sömuleiðis rétt á því að fá upplýsingar er varðar starf sitt og skyldur á því tungumáli sem það skilur.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
5
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár