Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég vil að það sem ég geri ruggi bátnum“

Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir, leik­stjóri og leik­kona, seg­ir að hún hafi feng­ið mik­inn inn­blást­ur í kór­óna­veirufar­aldr­in­um. Hafi fólk ekki eld í sér til að hafa áhrif á sam­fé­lag­ið viti hún ekki hvaða er­indi það eigi.

„Ég vil að það sem ég geri ruggi bátnum“
Þarf að spyrja spurninga Unnur Ösp segir að aldrei hafi verið meiri þörf á að velta við steinum og bregða ljósi á þá sem eru á jaðri samfélagsins en einmitt nú, eftir að hafa gengið í gegnum heimsfaraldur kórónaveiru. Mynd: Jorri

„Maður þorir varla að segja það upphátt því að auðvitað hefur þetta verið alveg hrikalega erfiður tími fyrir marga en ég upplifði mikinn innblástur. Við erum að upplifa stórbrotnustu tíma alla vega minnar kynslóðar og þeirra sem yngri eru og það hefur sannarlega opnað augu mín.“

Þetta segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og leikkona, en á dögunum hlaut sýningin Vertu úlfur í hennar leikstjórn sjö Grímuverðlaun, meðal annars fyrir sýningu ársins, leikstjórn ársins og fyrir leikara í aðalhlutverki. Björn Thors, eiginmaður Unnar, leikur aðalhlutverk sýningarinnar sem er leikgerð Unnar byggð á bók Héðins Unnsteinssonar, formanns Geðhjálpar. Bókin Vertu úlfur er sjálfsævisöguleg frásögn þar sem Héðinn greinir frá reynslu sinni af geðhvörfum.

Unnur segir að það að hafa upplifað heimsfaraldur kórónaveirunnar hafi haft gríðarleg áhrif á hana sjálfa, á uppsetningu leikritsins og muni hafa áhrif á alla hennar listrænu nálgun til framtíðar. „Þegar ég var yngri og heimsmyndin var kannski þrengri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár