„Ég vil að það sem ég geri ruggi bátnum“

Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir, leik­stjóri og leik­kona, seg­ir að hún hafi feng­ið mik­inn inn­blást­ur í kór­óna­veirufar­aldr­in­um. Hafi fólk ekki eld í sér til að hafa áhrif á sam­fé­lag­ið viti hún ekki hvaða er­indi það eigi.

„Ég vil að það sem ég geri ruggi bátnum“
Þarf að spyrja spurninga Unnur Ösp segir að aldrei hafi verið meiri þörf á að velta við steinum og bregða ljósi á þá sem eru á jaðri samfélagsins en einmitt nú, eftir að hafa gengið í gegnum heimsfaraldur kórónaveiru. Mynd: Jorri

„Maður þorir varla að segja það upphátt því að auðvitað hefur þetta verið alveg hrikalega erfiður tími fyrir marga en ég upplifði mikinn innblástur. Við erum að upplifa stórbrotnustu tíma alla vega minnar kynslóðar og þeirra sem yngri eru og það hefur sannarlega opnað augu mín.“

Þetta segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og leikkona, en á dögunum hlaut sýningin Vertu úlfur í hennar leikstjórn sjö Grímuverðlaun, meðal annars fyrir sýningu ársins, leikstjórn ársins og fyrir leikara í aðalhlutverki. Björn Thors, eiginmaður Unnar, leikur aðalhlutverk sýningarinnar sem er leikgerð Unnar byggð á bók Héðins Unnsteinssonar, formanns Geðhjálpar. Bókin Vertu úlfur er sjálfsævisöguleg frásögn þar sem Héðinn greinir frá reynslu sinni af geðhvörfum.

Unnur segir að það að hafa upplifað heimsfaraldur kórónaveirunnar hafi haft gríðarleg áhrif á hana sjálfa, á uppsetningu leikritsins og muni hafa áhrif á alla hennar listrænu nálgun til framtíðar. „Þegar ég var yngri og heimsmyndin var kannski þrengri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár