„Maður þorir varla að segja það upphátt því að auðvitað hefur þetta verið alveg hrikalega erfiður tími fyrir marga en ég upplifði mikinn innblástur. Við erum að upplifa stórbrotnustu tíma alla vega minnar kynslóðar og þeirra sem yngri eru og það hefur sannarlega opnað augu mín.“
Þetta segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og leikkona, en á dögunum hlaut sýningin Vertu úlfur í hennar leikstjórn sjö Grímuverðlaun, meðal annars fyrir sýningu ársins, leikstjórn ársins og fyrir leikara í aðalhlutverki. Björn Thors, eiginmaður Unnar, leikur aðalhlutverk sýningarinnar sem er leikgerð Unnar byggð á bók Héðins Unnsteinssonar, formanns Geðhjálpar. Bókin Vertu úlfur er sjálfsævisöguleg frásögn þar sem Héðinn greinir frá reynslu sinni af geðhvörfum.
Unnur segir að það að hafa upplifað heimsfaraldur kórónaveirunnar hafi haft gríðarleg áhrif á hana sjálfa, á uppsetningu leikritsins og muni hafa áhrif á alla hennar listrænu nálgun til framtíðar. „Þegar ég var yngri og heimsmyndin var kannski þrengri …
Athugasemdir