Hátt menntunarstig, miklar auðlindir og mannauður geta veitt Írönum forskot ef þeir komast undan alþjóðlegum viðskiptaþvingunum og óstjórn heima fyrir. Andóf gegn klerkastjórninni fer vaxandi en forsetakosningar eru á næsta leiti auk þess sem æðsti leiðtogi landsins er sagður við dauðans dyr.
Líbanska blaðakonan Kim Ghattas sendi í fyrra frá sér bók sem vakti mikla athygli og hlaut lof gagnrýnenda. Hún heitir því þjála nafni: „Black Wave: Saudi Arabia, Iran and the 40 year rivalry that unraveled culture, religion and collective memory in the Middle East“. Bókin fjallar um hið skelfilega núverandi ástand víða í Mið-Austurlöndum og rekur það að miku leyti til atburða sem áttu sér stað nær samtímis í tveimur löndum árið 1979.
Það ár urðu tvær íslamskar byltingar sem enduðu með mjög ólíkum hætti. Í Íran var keisaranum steypt af stóli og strangtrúuð klerkastjórn sjía-múslima tók við völdum. Árin þar á undan höfðu vestræn áhrif aukist til …
Athugasemdir