Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þjóðin á barmi hjarðónæmis

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir ekki hægt að segja til um hvort hjarð­ónæmi hafi mynd­ast í sam­fé­lag­inu eða ekki. „Það veit eng­inn ná­kvæm­lega hvaða tala það er, enda er hjarð­ónæmi ekki þannig að það sé ann­að­hvort eða. Það ger­ist hægt og bít­andi,“ seg­ir hann. Það gangi þó vel að bólu­setja.

Þjóðin á barmi hjarðónæmis
Sefur vel Þórólfur hlær þegar hann er spurður hvort léleg mæting yngri kynslóða í bólusetningu haldi fyrir honum vöku og segist aldrei hafa misst svefn í faraldrinum. Mynd: Aðsend

„Ég held við séum komin á góðan stað,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu bólusetningar. Nú hafa 47 prósent fólks eldri en 16 ára verið bólusett að fullu og 29 prósent sama hóps bólusett með fyrri skammti þeirra bóluefna sem krefjast tveggja. Erfitt sé hins vegar að segja til um hvort hjarðónæmi hafi myndast. „Það veit enginn nákvæmlega hvaða tala það er, enda er hjarðónæmi ekki þannig að það sé annaðhvort eða. Það gerist hægt og bítandi,“ segir hann.

„Þetta er ekki bara on eða off, að við 59 prósent, þá fari allt til fjandans en við 61 prósent sé allt í góðu,“ segir Þórólfur. „Jafnvel þegar það eru komin 20 til 30 prósent virkar það til að hamla útbreiðsluna. Eftir því sem útbreiðslan og þátttakan eykst þá minnka líkindin á því að við fáum einhverjar stórar sýkingar.“ 

„Þetta er ekki bara on eða off, að við 59 prósent, þá fari allt til fjandans en við 61 prósent sé allt í góðu.“

Til viðbótar við þá sem hafa fengið bólusetningu eru um 2,2 prósent fólks eldra en sextán ára búið að fá COVID og myndað mótefni við sjúkdómnum. Samtals eru því 78,1 prósent þessa hóps með mótefni. Erfitt er að meta hvort og hvenær full virkni er komin fram, en það er ólíkt eftir þeim bóluefnum sem gefin eru. 

Staðan er hins vegar nokkuð góð, að mati sóttvarnarlæknis. „Við erum komin ansi langt. Við erum komin með rúmlega 60 prósent af þjóðinni sem hefur fengið að minnsta kosti eina sprautu.“ segir hann og bætir við: „En við þurfum að ná betri þátttöku yngri hópanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár