Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þjóðin á barmi hjarðónæmis

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir ekki hægt að segja til um hvort hjarð­ónæmi hafi mynd­ast í sam­fé­lag­inu eða ekki. „Það veit eng­inn ná­kvæm­lega hvaða tala það er, enda er hjarð­ónæmi ekki þannig að það sé ann­að­hvort eða. Það ger­ist hægt og bít­andi,“ seg­ir hann. Það gangi þó vel að bólu­setja.

Þjóðin á barmi hjarðónæmis
Sefur vel Þórólfur hlær þegar hann er spurður hvort léleg mæting yngri kynslóða í bólusetningu haldi fyrir honum vöku og segist aldrei hafa misst svefn í faraldrinum. Mynd: Aðsend

„Ég held við séum komin á góðan stað,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu bólusetningar. Nú hafa 47 prósent fólks eldri en 16 ára verið bólusett að fullu og 29 prósent sama hóps bólusett með fyrri skammti þeirra bóluefna sem krefjast tveggja. Erfitt sé hins vegar að segja til um hvort hjarðónæmi hafi myndast. „Það veit enginn nákvæmlega hvaða tala það er, enda er hjarðónæmi ekki þannig að það sé annaðhvort eða. Það gerist hægt og bítandi,“ segir hann.

„Þetta er ekki bara on eða off, að við 59 prósent, þá fari allt til fjandans en við 61 prósent sé allt í góðu,“ segir Þórólfur. „Jafnvel þegar það eru komin 20 til 30 prósent virkar það til að hamla útbreiðsluna. Eftir því sem útbreiðslan og þátttakan eykst þá minnka líkindin á því að við fáum einhverjar stórar sýkingar.“ 

„Þetta er ekki bara on eða off, að við 59 prósent, þá fari allt til fjandans en við 61 prósent sé allt í góðu.“

Til viðbótar við þá sem hafa fengið bólusetningu eru um 2,2 prósent fólks eldra en sextán ára búið að fá COVID og myndað mótefni við sjúkdómnum. Samtals eru því 78,1 prósent þessa hóps með mótefni. Erfitt er að meta hvort og hvenær full virkni er komin fram, en það er ólíkt eftir þeim bóluefnum sem gefin eru. 

Staðan er hins vegar nokkuð góð, að mati sóttvarnarlæknis. „Við erum komin ansi langt. Við erum komin með rúmlega 60 prósent af þjóðinni sem hefur fengið að minnsta kosti eina sprautu.“ segir hann og bætir við: „En við þurfum að ná betri þátttöku yngri hópanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár