Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þjóðin á barmi hjarðónæmis

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir ekki hægt að segja til um hvort hjarð­ónæmi hafi mynd­ast í sam­fé­lag­inu eða ekki. „Það veit eng­inn ná­kvæm­lega hvaða tala það er, enda er hjarð­ónæmi ekki þannig að það sé ann­að­hvort eða. Það ger­ist hægt og bít­andi,“ seg­ir hann. Það gangi þó vel að bólu­setja.

Þjóðin á barmi hjarðónæmis
Sefur vel Þórólfur hlær þegar hann er spurður hvort léleg mæting yngri kynslóða í bólusetningu haldi fyrir honum vöku og segist aldrei hafa misst svefn í faraldrinum. Mynd: Aðsend

„Ég held við séum komin á góðan stað,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu bólusetningar. Nú hafa 47 prósent fólks eldri en 16 ára verið bólusett að fullu og 29 prósent sama hóps bólusett með fyrri skammti þeirra bóluefna sem krefjast tveggja. Erfitt sé hins vegar að segja til um hvort hjarðónæmi hafi myndast. „Það veit enginn nákvæmlega hvaða tala það er, enda er hjarðónæmi ekki þannig að það sé annaðhvort eða. Það gerist hægt og bítandi,“ segir hann.

„Þetta er ekki bara on eða off, að við 59 prósent, þá fari allt til fjandans en við 61 prósent sé allt í góðu,“ segir Þórólfur. „Jafnvel þegar það eru komin 20 til 30 prósent virkar það til að hamla útbreiðsluna. Eftir því sem útbreiðslan og þátttakan eykst þá minnka líkindin á því að við fáum einhverjar stórar sýkingar.“ 

„Þetta er ekki bara on eða off, að við 59 prósent, þá fari allt til fjandans en við 61 prósent sé allt í góðu.“

Til viðbótar við þá sem hafa fengið bólusetningu eru um 2,2 prósent fólks eldra en sextán ára búið að fá COVID og myndað mótefni við sjúkdómnum. Samtals eru því 78,1 prósent þessa hóps með mótefni. Erfitt er að meta hvort og hvenær full virkni er komin fram, en það er ólíkt eftir þeim bóluefnum sem gefin eru. 

Staðan er hins vegar nokkuð góð, að mati sóttvarnarlæknis. „Við erum komin ansi langt. Við erum komin með rúmlega 60 prósent af þjóðinni sem hefur fengið að minnsta kosti eina sprautu.“ segir hann og bætir við: „En við þurfum að ná betri þátttöku yngri hópanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár