Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hættir eftir „stöðugt áreiti og ofsóknir“

Helga Björg Ragn­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara, hef­ur ósk­að eft­ir til­færslu í starfi vegna árása Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur borg­ar­full­trúa í sinn garð. Helga Björg seg­ist með­al ann­ars hafa orð­ið fyr­ir hót­un­um um of­beldi.

Hættir eftir „stöðugt áreiti og ofsóknir“
Hættir sem skrifstofustjóri Helga Björg færir sig til innan borgarkerfisins og lýsir hótunum um ofbeldi af hálfu borgarfulltrúa.

Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, hefur farið fram á tilfærslu í starfi hjá Reykjavíkurborg sem fallist hefur verið á. Helga Björg hefur ítrekað á síðustur þremur árum kvartað undan árásum Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, í sinn garð en segir að ekki hafi fengist niðurstaða í þau mál. Segir Helga Björg að meðal annars hafi borgarfulltrúi haft uppi hótanir um líkamsmeiðingar á lokuðum fundum og að borgarkerfinu hafi mistekist að tryggja öryggi starfsfólks.

Mikil togstreita hefur ríkt milli Helgu Bjargar og Vigdísar síðastliðin þrjú ár, allt frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í júlí árið 2017 úr gildi áminningu sem Helga Björg veitti undirmanni sínum. Í ágúst 2018 kvartaði Helga Björg þannig fomelgar, í bréfi til forsætisnefndar borgarinnar, undan því að borgarfulltrúar hefðu farið fram með rangfærslur í umræðum á samfélagsmiðlum um dóminn, og má ætla að þar hafi hún verið að vísa til Vigdísar. Í ágúst á síðasta ári greindi Helga Björg frá því á Facebook-síðu sinni að hún hefði setið undir ítrekuðum árásum af hálfu Vigdísar síðan þá, sem hefðu gróflega vegið að æru hennar og starfsheiðri.

Forsagan löng

Í febrúar 2019 skrifaði Stefán Eiríksson, þáverandi borgarritari, bréf á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar þar sem hann gagnrýnir framgöngu fáeinna borgarfulltrúa mánuðina á undan og sagði þá hafa „ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra“. Þó Stefán hafi ekki nafngreint borgarfulltrúana sem um ræður dylst engum að hann var meðal annars að fjalla um Vigdísi.

Vigdís sjálf hefur á undanförnum árum brugðist við málinu með ýmsum hætti á opinberum vettvangi og meðal annars sendi hún Vinnueftirlitinu kvörtun í febrúar á síðasta ári vegna þess sem hún sagði að væri einelti og áreiti í sinn garð af hálfu Helgu Bjargar.

„Sömuleiðis hefur því mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti öryggi starfsfólks gagnvart ofbeldisfullri framkomu borgarfulltrúa jafnvel með hótunum um líkamsmeiðingar á lokuðum fundum“

Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag greinir Helga Björg frá því að hún hafi óskað eftir tilfærslu í starfi og muni taka að sér störf í deild borgarinnar sem sinnir jafnlaunamálum. Þar með hverfi hún úr starfsumhverfi sem þar sem hún hafi sætt „stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa“ og er þar að vísa til Vigdísar.

Helga Björg lýsir því einnig að hún hafi óskað eftir skoðun á því hvort framferði Vigdísar hafi brotið í bága við siðareglur kjörinna fulltrúa og einnig hvort að hegðun hennar félli undir skilgreiningu á einelti. „Þar sem borgarfulltrúinn kom sér undan þátttöku í rannsóknum á framkomu sinni hefur ekki fengist niðurstaða í málin. Úrræðaleysi kerfisins í viðbrögðum við erindum mínum olli mér miklum vonbrigðum.“

Þá lýsir Helga Björg því einnig að hún hafi mátt sæta hótunum um ofbeldi. „Sömuleiðis hefur því mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti öryggi starfsfólks gagnvart ofbeldisfullri framkomu borgarfulltrúa jafnvel með hótunum um líkamsmeiðingar á lokuðum fundum. Það vekur upp áleitnar spurningar um getu sveitarfélaga til að tryggja öruggt starfsumhverfi, t.a.m. í samræmi við reglugerð 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár