Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hættir eftir „stöðugt áreiti og ofsóknir“

Helga Björg Ragn­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara, hef­ur ósk­að eft­ir til­færslu í starfi vegna árása Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur borg­ar­full­trúa í sinn garð. Helga Björg seg­ist með­al ann­ars hafa orð­ið fyr­ir hót­un­um um of­beldi.

Hættir eftir „stöðugt áreiti og ofsóknir“
Hættir sem skrifstofustjóri Helga Björg færir sig til innan borgarkerfisins og lýsir hótunum um ofbeldi af hálfu borgarfulltrúa.

Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, hefur farið fram á tilfærslu í starfi hjá Reykjavíkurborg sem fallist hefur verið á. Helga Björg hefur ítrekað á síðustur þremur árum kvartað undan árásum Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, í sinn garð en segir að ekki hafi fengist niðurstaða í þau mál. Segir Helga Björg að meðal annars hafi borgarfulltrúi haft uppi hótanir um líkamsmeiðingar á lokuðum fundum og að borgarkerfinu hafi mistekist að tryggja öryggi starfsfólks.

Mikil togstreita hefur ríkt milli Helgu Bjargar og Vigdísar síðastliðin þrjú ár, allt frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í júlí árið 2017 úr gildi áminningu sem Helga Björg veitti undirmanni sínum. Í ágúst 2018 kvartaði Helga Björg þannig fomelgar, í bréfi til forsætisnefndar borgarinnar, undan því að borgarfulltrúar hefðu farið fram með rangfærslur í umræðum á samfélagsmiðlum um dóminn, og má ætla að þar hafi hún verið að vísa til Vigdísar. Í ágúst á síðasta ári greindi Helga Björg frá því á Facebook-síðu sinni að hún hefði setið undir ítrekuðum árásum af hálfu Vigdísar síðan þá, sem hefðu gróflega vegið að æru hennar og starfsheiðri.

Forsagan löng

Í febrúar 2019 skrifaði Stefán Eiríksson, þáverandi borgarritari, bréf á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar þar sem hann gagnrýnir framgöngu fáeinna borgarfulltrúa mánuðina á undan og sagði þá hafa „ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra“. Þó Stefán hafi ekki nafngreint borgarfulltrúana sem um ræður dylst engum að hann var meðal annars að fjalla um Vigdísi.

Vigdís sjálf hefur á undanförnum árum brugðist við málinu með ýmsum hætti á opinberum vettvangi og meðal annars sendi hún Vinnueftirlitinu kvörtun í febrúar á síðasta ári vegna þess sem hún sagði að væri einelti og áreiti í sinn garð af hálfu Helgu Bjargar.

„Sömuleiðis hefur því mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti öryggi starfsfólks gagnvart ofbeldisfullri framkomu borgarfulltrúa jafnvel með hótunum um líkamsmeiðingar á lokuðum fundum“

Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag greinir Helga Björg frá því að hún hafi óskað eftir tilfærslu í starfi og muni taka að sér störf í deild borgarinnar sem sinnir jafnlaunamálum. Þar með hverfi hún úr starfsumhverfi sem þar sem hún hafi sætt „stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa“ og er þar að vísa til Vigdísar.

Helga Björg lýsir því einnig að hún hafi óskað eftir skoðun á því hvort framferði Vigdísar hafi brotið í bága við siðareglur kjörinna fulltrúa og einnig hvort að hegðun hennar félli undir skilgreiningu á einelti. „Þar sem borgarfulltrúinn kom sér undan þátttöku í rannsóknum á framkomu sinni hefur ekki fengist niðurstaða í málin. Úrræðaleysi kerfisins í viðbrögðum við erindum mínum olli mér miklum vonbrigðum.“

Þá lýsir Helga Björg því einnig að hún hafi mátt sæta hótunum um ofbeldi. „Sömuleiðis hefur því mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti öryggi starfsfólks gagnvart ofbeldisfullri framkomu borgarfulltrúa jafnvel með hótunum um líkamsmeiðingar á lokuðum fundum. Það vekur upp áleitnar spurningar um getu sveitarfélaga til að tryggja öruggt starfsumhverfi, t.a.m. í samræmi við reglugerð 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár