Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Píratar næst stærstir en margir í kringum 11 prósent

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist með fjórð­ungs fylgi í nýrri könn­un MMR. Pírat­ar mæl­ast nú næst stærst­ir með 13,5 pró­sent fylgi, pró­sentu­stigi meira en Fram­sókn­ar­flokk­ur.

Píratar næst stærstir en margir í kringum 11 prósent
Þingheimur Kosið verður til Alþingis í september á þessu ári. Mynd: GEIRIX/PHOTOGRAPHER.IS

Píratar mælast næst stærsti flokkurinn með 13,5 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur, með tæplega fjórðungs fylgi.

Framsóknarflokkur mælist litlu minni en Píratar, með 12,5 prósent. Vinstri græn, Viðreisn og Samfylking mælast öll í kringum 11 prósent.

Miðflokkur og Sósíalistaflokkur eru minnstir þeirra sem rjúfa fimm prósenta þröskuldinn, með 6,5 prósent og 5,6 prósent. Flokkur fólksins, sem náði inn á þing í síðustu kosningum, mælist nú með 2,8 prósenta fylgi.

Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir þrír 48,2 prósenta fylgi.  Stuðningur við ríkisstjórnina er þó örlítið meiri en fylgi stjórnarflokkanna; 50,2 prósent. Það er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun.

Stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi mælast samanlagt með 44,7 prósent.

Fylgi flokkaNiðurstöður MMR-könnunarinnar sem framkvæmd var dagana 25. maí til 1. júní.

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. maí til 1. júní. Úrtakið voru einstaklingar sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Þeir eru valdir úr Þjóðskrá með hliðsjón af lýðfræðilegri samsetningu þjóðarinnar á hverjum tímapunkti. Svarfjöldi var 951 einstaklingur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár